Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 3
HEIMILISRITIÐ
JÚLÍ 14. ÁRGANGUR 1956
/
Bréfið
Ungfrú Evelyn rétti hinum fræga rit-
handarsérfræðingi bréfið, og fékk sér
sæti fyrir framan skrifborðið.
„Mér þætti vænt um, ef þér vilduð
segja mér, hvað þér lesið úr þessari
skrift,“ sagði hún.
Ritliandarsérfræðingurinn leit á hana
augnablik með aðdáun. Hún var mjög
glæsileg; og fallega, bláa göngudragtin,
sem hún var í, féll eins og hún væri
steypt utan um hana.
„Sjálfsagt," sagði hann, „ég skal strax
athuga það.“
Hann náði í stækkunargler sitt og
hóf að rannsaka bréfið. Þegar hann
hafði skoðað það gaumgæfilega í nokkr-
ar mínútur, leit hann upp.
„Þetta er einhver sú fallegasta rit-
hönd, sem ég hef verið beðinn að fella
dóm yfir,“ sagði hann. „Karlmannleg,
ákvcðin og villulaus. Hvert orð er eins
og lítið, sjálfstætt meistaraverk. Sá, scm
hefur skrifað þetta bréf, hefur mjög
sjálfstæðan persónuleika; ákveðinn mað-
ur, sem aldrei stígur hið minnsta víxl-
spor. . . . “
Nú greip ungfrú Evelyn fram í fyrir
honum: „Allt þetta, sem þér hafið sagt
mér, skiptir ekki máli. Sjáið þér til, það
sem ég vddi helzt fá að vita, er hvað
skriftin segir um sannleiksást bréfritar-
ans. Ég skal nefnilega segja yður, að
það er unnusti minn, sem hefur skrifað
bréfið.“
„Þá get ég svo sannarlega óskað yður
til hamingju ungfrú, sagði rithandarsér-
fræðingurinn. „Þér getið verið öldungis
rólegar. Þegar unnusti yðar skrifar
hérna: ég mun vera þér trúr, þar til
dauðinn aðskilur okkur — þá er það
hans hjartans meining. Hann myndi
aldrei nokkurn tíma dreyma um að
svíkja það loforð, sem hann gefur í
þessu bréfi.“
„Kærar þakkir," sagði ungfrú Evelyn.
„Nú þarf ég ekki að vita meira. Ég
fann nefnilega þetta bréf í tösku vin-
konu minnar." *
1