Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 8
mínum, hvað ætti að gera, bað
hana um að klæða sig í íöt og
koma sér í rúmið, síðan skyldi
ég koma aftur eftir klukkutíma og
skoða hana.
Ég þarf tæpast að bæta því
við, að það var ekki vitund að
henni — í það minnsta ekki að
hjartanu, svo framarlega sem ég
gat heyrt sem læknir, er ég hlust-
aði hana ... Það leið mjög langur
tími, þangað til ég var kvaddur í
sjúkravitjun til forstjórafrúarinar
aftur!
Læknaeiðurirm
I 2400 ÁR hafa læknar um allan
heim haft að leiðarljósi eið hins
gamla, gríska læknis, Hippókra-
tesar. Samkvæmt honum sverja
þeir:
— „Ég sver við Apolló lækni,
við Eskulóp, við heilbrigðina, við
Panakea og alla guði og gyðjur
. . . Hvar, sem mig ber að garði,
mun ég kosta kapps um að líkna
sjúkum og varast að valda mönn-
um viljandi óheíllum eða tjóni og
sérstaklega ber að forðast að mis-
bjóða líkömum karla eða kvenna,
hvort heldur eru frjálsborin eða
ánauðug. --------
Þetta er annað og meira en orð-
in tóm. Öllum læknum finnst þeir
vera bundnir þessum eiði. Hippó-
krates hinn gríski, faðir læknis-
fræðinar, vissi jafnvel þá, að
læknirinn má ekki vera eins og
aðrir menn. Þjóðfélagið ætlast til
þess af honum, að hann hafi ó-
lastanlegt siðferði og hafi ekki
ýmsa veikleika, sem hjá flestum
öðrum yrðu taldir eðlilegir. Lækn-
irinn viðurkennir þessa reglu, því
að öðrum kosti gæti hann ekki
unnið starf sitt á réttan hátt.
Flestar konur líta sömu augum
á þetta mál. Enda þótt þær hafi
þörf fyrir ást og skilning — vegna
þess, að þær hafa orðið fyrir von-
brigðum eða þeim leiðist — gera
þær sér það ljóst, að það er að
leika sér að eldinum að leita ásta
hjá lækni sínum. Þær gætu auð-
veldlega eyðilagt tilveru hans og
framtíð.
Samt sem áður verða næstum
allir læknar varir við undantekn-
ingu frá þessari reglu, þær konur,
sem þurfa endilega að reyna að
tæla lækninn.
Kvenmaður ætti ekki að koma
til læknisskoðunar í þeirri tegimd
undirfatnaðar, sem karlmenn
myndu undir venjulegum kring-
umstæðum ekki þora að kaupa
fyrir hana. En þó nokkrar konur
gera einmitt það.
Kona, sem læknir biður um að
fara úr fötunum, ætti ekki að gera
þoð á sama hátt og sýningar-
stúlka á nektarsýningu. En það
gera margar konur.
Kona ætti ekki að koma til
6
HEIMILISRITIÐ