Heimilisritið - 01.07.1956, Page 11

Heimilisritið - 01.07.1956, Page 11
gctnga úr skugga um það, að starfsemi hjarta og lungna sé eðlileg. Hlustpípan varð mitt tákn um sjálfsaga læknisins og algert sjálfstæði. Löngu áður en ungur læknir er kominn svo langt í sínu fagi, að hann getur farið að starfa sjálf- stætt, er þessi veggur milli hans og kvensjúklinga hans, orðinn svo sterkur, að í gegnum hann verður ekki komizt, en svo koma þessar undantekningar; konurnar sem hafa einsett sér að brjóta niður múra Jeríkó->borgar. Þær eru frábrugðnar þessum ungu stúlkum, sem sitja í biðstof- unni og búa sig undir að hefja nektarsýninguna. Þetta eru kon- urnar, sem hafa fengið þá flugu í höfuðið, að þær séu ástfangnar af lækni sínum. Gjafir Þær senda lækninum gjafir, bjóða honum í síðdegiskaffi, hitta hann af ,,tilviljun" á götunni, og koma á allan hátt þannig fram að vesalings læknirinn veit ekki sitt rjúkandi ráð. Karlmaður, sem ger- ir sér ekki grein fyrir því, hvað slíkum konum getur dottið í hug, yrði ef til vill hrifinn af þessum aðförum, en læknirinn þekkir þetta betur. Hann veit nefnilega, að sumar konur eru þannig gerðar, að þær geta ekki orðið ástfangnar, nema því aðeins að einhver hindrun sé í veginum, sem fyrst verði að sigrast á. Þær líta á karlmanninn og þá einkum á lækninn, sem eins konar vinning, sem einungis sé hægt að vinna eftir einhverjum krókaleiðum. Sumar þeirra verða ástfangnar af giftum mönnum ■— aðrar af læknum. Skömmu eftir að ég byrjaði að starfa sjálfstætt, var ég kvaddur til konu, sem bað mig um að líta á börnin sín. Það var ekkert að þeim, og það sagði ég henni hreint út. ,,En viljið þér ekki gjöra svo vel að koma í næstu viku, þó ekki væri nema til að róa mig?” spurði hún. Eg lofaði þvf. „Þá verða börnin í skólanum," bætti hún við blíðlega, þegar hún fylgdi mér til dyra. Ég fór ekki aftur. En þessi sama kona hefur legið eins og mara á mér æ síðan. Hún sendir mér flösku af dýru víni á hverjum jól- um. Hún hefur méira að segja komizt að þvi, hvenær ég á af- mæli og þá sendir hún mér gjafir. Vindlakassa, bækur og meira vín. Ég ætti kannske að gleðjast yfir þessum þakklætisvotti sjúkl- ings og ánægju með mig sem lækni, en það geri ég alls ekki. Frá sjónarmiði læknis er þessi kona ekki heilbrigð og gjafir JÚLÍ. 1956 9

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.