Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 14

Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 14
JACK DEMPSEY, flækingurinn frá Saltvatnsborg, varð sá lit- skrúðugasti af öllum hnefaleikur- um á hinni gullnu öld slagsmál- anna, og á árunum milli 1920 og 1930 náði hann feikna vinsæld- um, sennilega þeim mestu, sem nokkur íþróttakappi hefur notið. 1 hnefaleikasölunum, þar sem andrúmsloftið var þrungið spenn- ingi og æsingu, varð hann mesta hetja í sögu hnefaleikanna. Sá mesti þeirra allra ★ Jack Dempsey ÍK En sjálfur sagði hann: „Fyrst og fremst er ég umrenningurinn, í öðru lagi boxarinn.” Hann var kolanámumaður í Criple Creek, seldi blöð og ís á sama stað, áður en hann upp- götvaði, að líkamsatgervi hans var einkar vel fallið til hnefaleika. 1 útliti minnti hann á Hollywood- hetju, en í framkomu og göngu- lagi var hann flækingurinn. Hann var varla tvítugur þegar hann gerðist atvinnuhnefaleikari, ferðaðist um Norður-Ameríku og skoraði á hvern þungavigtar- kappann af öðrum. Stíll hans var eins frumstæður og hugsazt gat, en hann treysti á sína eldsnöggu hægri hönd, sem gat slegið uxa 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.