Heimilisritið - 01.07.1956, Page 18

Heimilisritið - 01.07.1956, Page 18
vissi ekki hvaðctn á sig stóð veðr- ið og átti nóg með að verja sig. Jack réðist beint að hinum risa- vaxna kúreka, pataði andartak og greiddi honum síðan leiftur- snöggt vinstrihandarhögg, sem kom Willard til að riða. Áhorfend- ur stóðu upp, hrópin og köllin urðu ákafari og háværari. Will- ard reikaði eins og svefngengill og ranghvolfdi augunum, en nýtt snöggt vinstrihandarhögg lokaði öðru auganu á honum. Fimmtíu sekúndur voru búnar af keppninni, þegar heimsmeist- arinn hné niður á gólfið. Dómar- inn taldi, og á fimm reis hinn ósjálfbjarga Willard upp. Demp- sey stóð tilbúinn að ráðast á Will- ard, þegar hann var nokkurnveg- inn kominn á fæturna. Á Willard dundu höggin frá öllum hliðum. Hann reikaði dálítið, áður en hann hné aftur niður í hrúgu. Hann stóð aftur upp, og var enn sleginn niður. Það blæddi nú mjög úr honum, bæði augun voru lokuð og nefið rifið. Þegar hringt var eftir fyrstu lotu, höfðu áhorf- endur séð heimsmeistara sleginn niður sex sinnum, og bjargað í sjöunda sinn af bjöllunni. Willard hafði verið kastað á kaðlana og meðhöndlaður eins og boxbolti af hinum æðisgengna Dempsey. Búizt var við, að úrslitin myndu koma í ar;narri lotu. En í hléinu hafði Willard fengið nýjar leið- beiningar frá þjálfara sínum, og forðaðist af fremsta megni hin hræðilegu vinstrihandarhögg Dempsey. Dempsey sjálfur fór sér nú líka hægar, fullviss um, að hann hefði keppnina þegccr í hendi sér. Kúrekarisinn skjögraði líka dálítið í þessari lotu, en stóð hana af sér. Urslitin komu í þriðju lotu. Einmitt í því kappamir mætt- ust, kom handklæði fljúgandi inn í hringinn. Það var einvígisvottur Willard, sem nú tók af skarið, er hann sá, hversu fjarstætt var að halda keppninni áfram. Jess Will- ard, eitt sinn svo stoltur heims- meistari, hvíslaði líka í horni sínu: ,,Ég er búinn að fá nóg." Og því datt engum í hug að neita. Jack Dempsey var heimsmeist- ari, og verðskuldaði þann titil. Og nú hófst leit að nýjum andstæð- ingi. Það var ekki margt um góða þyngsta flokks boxara. Og þó ein- hver fyndist, var nefnið Jack Dempsey eitt saman nóg til að gera hann dauðskelkaðan. Nú var árið 1919. Dempsey var upp á sitt bezta. Hann var tuttugu og fjögra ára, hafði fengið æfingu og bjóst nú við frægð og frama. Og þá var enginn þyngstaflokks- boxari, sem vogaði sér að keppa við hann. Stungið var upp á, að gefa Willard kost á annarri keppni, en því hafnaði Willard 16 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.