Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 26

Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 26
áleit, að einmitt þessi hæfileiki hennar hefði hjálpað þeim yfir marga torfæru, þegar hann hafði sjálfur staðið hjálparvana, því hann hafði alltaf reiknað með að allt færi vel að lokum. Það var líka mjög sjaldan, sem ,,hið versta'' kom fyrir. Þegar það skeði var það alltaf Alice og aldrei hann, sem hafði svar á reiðum höndum. Hún var eins og herveldi, sem hafði allan liðsafla reiðubúinn og hann vissi, að hún lá á þessu augnabliki og bjó sig undir að senda hann til orustu, sem hann var fyrirfram dæmdur til að tapa. Og hann fann sinn eigin vanmátt eins og maður kennir líkamlegs sárs- auka. Hann gat ekki tekið þátt í þessari baráttu, sem hún varð að heyja ein. Hann gat aðeins von- að — og verið viðbúinn að taka á móti henni, ef þau málalok, sem hún óttaðist, yrðu að veruleika. Ennþá neitaði hann innst inni að trúa því, að Alice væri alvarlega veik. Svona pínulítill blettur, sem varla varð séður, gat ekki með nokkru móti ógnað lífi hennar og hamingju. Samt vissi hann, að það var hún, sem hafði rétt fyrir sér. Hann hafði einnig lesið hinar mörgu greinar í blöðunum, og þegar dr. Klausen hafði sagt, að hún þyrfti endilega að láta sérfræðing rann- saka sig, var það vegna þess, að hann hafði einnig séð þá hættu, sem Alice reyndi nú svo hug- hraust að horfast í augu við. En fólk var skorið upp við þessháttar sjúkdómum og lifði góðu lífi á eftir. Hvað þessu viðvék hafði Alice þó að minnsfa kosti trúað honum, þó að henni hefði í fyrstu virzt dauðinn eina lausnin. Jafn- vel á þessari stundu var hann ekki viss um hvort hún kysi ekki fremur að deyja en lifa áfram, með svo greinileg lýti, sem slíkur uppskurður mundi skilja eftir. Hann andvarpaði, því hann vissi, að ef hún hugsaði þannig, væri það meðíram honum að kenna. Hann eiskaði fullkomna fegurð líkama hennar og hann hafði svo oft sagi það. Hélt hún þá, að það væri aðeins líkami hennar, sem hann elskaði? Vissi hún ekki, að það var hún sjálf, sem hann elskaði. Alice hans — í blíðu og stríðu. ,,Alice?" Þó að hann hvíslaði nafn hennar, var eins og rödd hans vekti þau til veruleikans með miskunnarlausum hrotta- skap. ,,Já?" Hún sneri sér að hon- um og brosti. Hún horfðist í augu við hann án þess að hvika. Hönd hennar, sem hann hélt um, var ísköld. „Á ég —• finnst þér annars ekki, að ég ætti að koma með þér?" 24 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.