Heimilisritið - 01.07.1956, Side 36
Og hefði ekki mjóróma rödd kall-
að úr dyrunum: ,,Jean, Jean,"
hefði þessi ástríðublossi ef til vill
fengið að ráða gerðum okkar.
Barbara hafðí augsýnlega hætt
við að sofna. Hún kom hlaup-
andi til föðurs síns. ,,Synda,"
sagði hún og hallaði undir flatt
á þann hátt, sem gerði hana ó-
mótstæðilega í mínum augum.
,,Biddu Jean að fara með þér,”
sagði Roy.
Þá sneri hún sér að mér.
„Sérðu? Barbara er búin að fá
nýjan sundknött." Ég fór með
hana niður á ströndina og það
hressti mig dálítið að kafa í brim-
rótinu, enda þótt hugur minn
bergmálaði: Roy, Roy! Brimið var
var of mikið til þess vel gott væri
að synda, svo ég ginnti Barböru
til þess að leika sér með stóra,
útblásna knöttinn sinn á vatns-
bakkanum.
Við voru að leika okkur í bezta
bróðerni, hentum knettinum á
milli okkar, en þá vildi það ein-
hvem veginn, til, að kast geigaði
hjá mér og knötturinn fór á sigl-
inngu út á hafið. Öldurnar náðu
honum og köstuðu honum til, sog-
uðu hann út og hentu honum til
baka aftur.
Ég elti hann niður ströndina og
hálf hlæjandi reyndi ég að ná
taki á hinum hála hnöttótta hlut.
Ég handsamaði hann með því að
henda mér ofan á hann og dróst
gegnum þungt brimið til lands.
Ég þerraði vatnið úr augunum og
síðan æpti ég: „Barbara!"
Hún var hvergi sjáanleg. Ég
henti um græn- og hvítröndóttu
sólhlífinni, leitaði eins og óð væri,
sneri aftur niður að sjónum, sem
freyddi og ólgaði, blár og grænn
og hvítur og banvænlegur.
Barbara!"
Risavaxin alda brotnaði, og í
froðunni sá ég hana með annan
þrýstna handlegginn á lofti, það
glitti í rauð sundföt og síðan ekk-
ert, ekkert. Á augabragði var ég
farin að ryðjast tryllingslega í
gegnum öldurnar, hrópandi, biðj-
andi til guðs unz ég fann hana
og hjarta mitt hætti að slá, þar til
við vorum báðar komnar á land
og lágum saman móðar og hóst-
andi vatni.
„Barbara, Barbara," sagði ég
veikum rómi.
Hún flissaði. „Ég er öll sölt."
Ég dró hana að mér agndofa
yfir hlátri hennar. Hún skildi ekki
hve nálægt dauðanum hún hafði
komizt. Hún skildi ekki hættuna,
sem fólst í rísandi öldum, en ég
skildi hana og hyldjúp hryggð
greip mig. Ef ég hefði ekki náð
til hennar nógu snemma . . .
Hún færði sig nær og kyssti
mig. „Jean gættu mín vel," sagði
34
HEIMILISRITIÐ