Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 44

Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 44
herberginu, þar sem Barbara lá. Líkamar þeirra voru þétt saman, líkamarnir, sem einu sinni höíðu sameinazt í ást og gefið Barböru litlu líf og tilveru. Þau fóru inn til hennar og ég sá þau krjúpa við lífvana líkama hennar, tengd henni og hvort öðru, hluti aí hvort öðru, öll þrjú að eilífu. Barbara var dáin og ég óskaði þess, að ég væri einnig dáin, en þess í stað var ég lifandi, og þjök- uð af' sektartilfinningu og harmi, sneri ég með þungum skrefum til dyra. Ég sá einhverja veru standa í rökkvuðu herberginu. Hve lengi hafði þessi manneskja staðið þarna, horft á og hlustað? Ég steig fram og stóð andspænis henni móðir mín, óvinur minn. Hún var svo stíf, svo teinrétt; rödd hennar var svo djúp. ,,Ég kom hingað eins fljótt og mér var auðið, þegar ég heyrði, að það hafði orðið slys. Komdu. Hér er ekkert meira að gera." Þegar ég var komin heim, stóð ég í setustofunni of langt leidd til þess að hafa áhyggjur af, hvernig hún myndi refsa mér, hvernig hún myndi úthúða mér, hvernig hatur hennar myndi bitna á mér. Hún stóð hjá mér, hávaxin með hendurnar krosslagðar á brjóst- inu og horfði beint í gegnum mig. ,,Jean." Rödd hennar var mjúk. Þetta var ekki nöldrunartónmnn, eða ,,yndislega" röddin. Þetta var ný rödd — ekta rödd, sem hljóm- aði eins og hún kæmi frá hjart- anu, sem hljómaði eins og henni þætti vænt um mig, hvað sem ég var, hvað sem ég hafði gert. Hún greip mig þegar ég ætlaði að hníga niður, dró mig niður á kjöltu sína og lofaði mér að gráta. „Mamma, Barbara var svo indæl. Ég man hvernig hún hall- aði undir flatt, hvernig hún kyssti mig hvað hún treysti mér. Hún var svo falleg. Nú er það allt horf- ið. Hvernig getur það verið? Mamma, get ég nokkurn tíma gleymt henni? Varir hennar voru svo bláar. O, litli líkaminn var svo kaldur og blcrr!" Mamma ruggaði mér. „Reyndu að gleyma. Reyndu að muna að- eins það góða og fallega, sem hún hafði til að bera." „Þú veizt ekki . .. þú veizt ekki hvernig ég varð þess valdandi að Barbara drukknaði!" „Jú," sagði hún. „Ég veit. Ég heyrði nóg. Ég heyrði til Ellenar og Roy." „Mamma, ég lét hana deyja .." „Nei," sagði hún sársauka- blandinni röddu og tárin komu fram í augu hennar. ,,Ég er jafn sek og þú, Jean. Ég hefði aldrei átt að krefjast þess, að þú tækir þér svo mikla ábyrgð á herðar. 42 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.