Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 55

Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 55
stofu föður síns í London, er jctfn eyðslusamur og svallgefinn og faðir hans var samhaldssamur. Rol!s Royce, einglyrni, tilhald og hnappagatsorkideur Nubars (sem skipt var um tvisvar á dag) fóru í taugarnar á gamla Gulbenkian. Sambúðin versnaði stöðugt milli föður og sonar. Dropinn, sem varð til þess, að út úr bikamum flóði, var þó dálæti Nubars á köldum kjúklingum til morgunverðar og þá pantaði hann daglega og lét senda til skrifstofu sinnar frá einu dýrasta matscfuhúsi í London. Gulbenkian gamli varð fjúkandi vondur og sleit öllu samneyti við soninn. Nubar höfðaði mál gegn föður sínum og krafðist 70 mill- jóna króna skaðabóta. Sættir tók- ust þó í málinu og síðan það var, virtist sambúðin milli föður og sonar að mestu árekstralaus — í það minnsta á yfirborðinu. Gul- benkian fór snemam á framaferli sínum að hafa áhuga fyrir að safna verðmætum listmunum. 1922 keypti hann fasteignina nr. 51 við Avenue d'ena í París. Hann hafði þá þegar vanrækt London árum saman og verið bú- settur í París. Þrátt fyrir kaupin á nýju höllinni, bjó hann áfram á hinu fræga Hotel Ritz, en í því hafði hann í millitíðinni keypt talsverðan eignarhluta. Um þessar mundir fylltist húsið á Avenue d'Iena af því dæma- lausasta listasafni, sem um hefur getið í veraldarsögunni. Þar hlóðst upp glæsilegasta safn heimsins af ítölskum silfurmun- um, egyptskum höggmyndum og málverkum gömlu meistaranna. 1946 var safnið virt á 1 milljarða króna og það er einkennandi fyr- ir þau áhrif, sem Gulbenkian hafði, að þó að allar aðrar eignir í sömu götunni væru hemumdar eða jafnaðar við jörðu af Þjóð- verjunum í stríðinu var ekki svo mikið sem farin ein einasta ráns- ferð í höllina við Avenue d'Iena. Sjálfur var Gulbenkian flúinn til Vichy ásamt frönsku stjórninni, en svo sterkur var hann, að jafn- vel Hitler og Göring, sem annars rændu gegndarlaust, þar sem þeir gátu, þorðu ekki að hrófla við eignum hans. 1942 flýði ríkasti maður heims frá Vichy til Hótel Aviz í Lissa- bon í Portúgal, og það varð heim- ili hans þar til hann lézt fyrir skömmu. Það er eitt af fullkomn- ustu gistihúsum í Evrópu, og 25 herbergin og þjónustuliðið 110 talsins minnir meira á einkahöll en gistihús. Hér hafði Gulbenkian komið sér fyrir í álmu, sem var svefnherbergi, baðherbergi, stór setustofa og flísalagðar svalir, sem sneru út að hinum fagra lystigarði gistihússins, prýddum JÚLÍ, 1956 53

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.