Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 66

Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 66
SPURNINGAR OG SVÖR. . Framhald af 2. kápustðu) mál er það, að auðveldara er að gefa ráð en halda þau. Lífið er of stucc til þess að eyða því í illindi. Athugaðu vel hinn gífurlega aðstöðumun ykkar: að þú ert helmingi yngri en hún og átt allt lífið framundan á mesta blóma- og uppgangstímum, sem á Islandi hafa komið. En hún aftur á móti er búin að lifa sitt fegursta. Láttu bituryrði hennar ekki hafa áhrif á þig, því að í hvért skipti, sem henni tekst að hleypa þér upp, hefur hún unnið smásigur. Reyndu að koma auga á það skoplega í fari hennar og þá mun henni veitast erfitt að raska hugarró þinni. Minnztu þess einnig að óverðskulduð gagnrýni er dulbúið hrós. I hvert sinn sem hún ber þig röngum sökum, er hún í raun og veru að hrósa þér. SVÖR TIL ÝMSRA Svar til R. K.: — Margar stúlkur vcrða skotnar í bílstjórum og flestir ung- lingar fá ,,bíladellu“. Hefurðu t. d. ekki tekið eftir auglýsingum í blöðunum svo- hljóðandi: „Vantar vinnu, hef bílpróf“. Það er einhver æsing og rómantík yfir bílstjórastarfinu, sem gcrir þetta að verkum. Getur ekki verið, vina mín, að þú sért með smávegis „bíladellu", það er að segja, að þú sért skotin í bílstjór- anum, vegna þess, að hann er bílstjóri, en ekki manninum sjálfum. Og þar sem hann þar að auki er með annarri stúlku, þá virðist hann ekki endurgjalda tilfínn- ingar þínar, og gæti hafa spurzt fyrir um þig, vegna þess, að honum fyndist þú veita sér óvenjumikla athygli. Svar til Ebba: — i. Þetta er mjög algengt hjá unglingum, en eldist af flestum. Það er sjálfsagt fyrir þig að leita læknis, en þetta er langt frá því að vera eins óttalegt og þú heldur. Athug- aðu að drekka ekki mikinn vökva, áður en þú ferð að sofa. — 2. Nei, það er alveg ástæðulaust fyrir þig að óttast það. Þetta er tvennt ólíkt. — 3. T. d. í apó- tekum. — Viðvíkjandi 2. og 3. spum- ingu vil ég biðja þig að hugleiða, hvort það sé ekki of snemmt fyrir þig að hugsa um slíka hluti. Það er ekki venja, né heldur æskilegt, að piltar og stúlkur hafi samfarir, fyrr en þau eru gift, enda fylgir því ábyrgð, sem getur reynzt unglingum ofviða. r> o Svar til Pölltt: — Það þykir prýði á hverri mey, sem getur roðnað yndislega, og mörg fullorðin kona vildi cflaust gefa töluvert til að öðlast þann eiginleika aftur. Til þess að vinna bug á minni- máttarkennd þinni, skaltu reyna að skapa þér sjálfstraust. Reyndu að ná fullkomnun á einhverju sviði og helzt að gera eittlivað betur en flestir aðrir. Þú skrifar t. d. mjög vel, og gætir ef- laust náð þar mikið lengra. En reyndu umfram allt að vera eins og þér er eðli- legast. Mér finnst það mjög skynsam- legt af þér að ræða þetta við heimilis- lækninn þinn. Hann mun eflaust gefa þér góð ráð og vísa þér á aðra lækna, ef hann telur þess þörf. Vera HEIMILISRITIÐ kemur út mánaðarlega. — Útgáfa og afgreiðsla: Helgafell, Veghúsastíg 7, Reykjavík, sími 6837. — Ritstjóri: Ólafur Hannesson, Ásvalla- götu 65, Reykjavík. — Prentsmiðja: Víkingsprent, Hverfisgötu 78, sími 2864. — Verð hvers heftis er 10 krónur. 64 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.