Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
sEr það hennar eini galli að hún erveik?«
íEr það eigi hið allra versta?« spurði Ahr-
nell. »Er nokkuð skelfilegra fátækum manni
en veik eiginkona? Rótt jeg hefði tilbeðið
hana, mundi ást mín samt hafa dofnað við
sjúkrabeð hennar og hún orðið mjer þung
byrði. Hlýð nú á hina stuttu æfisögu mína:
Jeg var eins og þú vissir sjálfboðaliði í toll-
ráðinu, er þú hjeist sem stýrimaður á braut
og mjer virtust framtíðarhorfur mínar miklu
glæsilegri en þínar. Jeg var vinnugefinn, vel
látinn af yfirboðurum mínum og reglumaður.
Jeg var að vísu bláfátækur, því að jeg hafði
eigi fremur en þú erft neitt eftir foreldra mína,
en jeg var vanur vinr.u og skorti. Jeg var far-
inn að komast allvel af og alt mundi hafa
leikið í lyndi, ef örlögin hefðu eigi látið fagra
og saklausa mær verða á leið minni. Jeg var
þá 26 ára að aldri, hún að eins 18. Hún
átti heima í sama húsi og jeg; móðir hennar
var veitingamannsekkja. — Rær höfðu ofan af
fyrir sjer með saumum. Er jeg tyrsta sinni
leit Marianne, voru örlög mín ákveðin, og eftir
árs kynni kvæntumst við. Regar maður er ást-
fanginn, blasir alt við í dýrðarljóma. Pannig
fór mjer einnig. — Ást og vinna; af þeim
tvdm þáttum var framtíð okkar ofin og fyrsta
árið færði engin vonbrigði; við höfðum þá
bæði gnótt starfa og þar af leiðandi komumst
við vel af. — Móðir Marianne bjó hjá okkur
og starfaði með okkur, og sameinuð viðleitni
okkar allra var krýnd blessun. — Að ári liðnu
fæddi kona mín mjer dóttir. Nú var hún önn-
um kafnari en áður og gat eigi unnið að stað-
aldri sem fyr; en þetta varð þó eigi að tjóni,
þar eð jeg og móðir hennar unnum nóg inn,
og aftur leið ár án þess að nokkurt ský byrgði
hamingjusól okksr. Haust var komið. Tengda-
oióðir mín fjekk lungnabólgu og Ijetst að nokkr-
um vikum liðnum. Atburður þessi breytti
skipulagi heimilis okkar og hafði í för með
sjer 'aukin gjöld, sem voru okkur þungbær,
þar eð tekjurnar voru rýrar. Tengdamóðir mín
átti eigi annað en nokkur húsgögn, sem við
notuðum í sameiningu. Hin litla fjárupphæð,
5 ,
sem við höfðum dregið saman, gekk til þurð-
ar meðan á veikindunum stóð og jeg varð í
skuld um útfararkostnaðinn. Jeg fjekk lán hjá
Heugel og má álíta það upphaf fátæktar minn-
ar, sem smám saman fór i vöxt. Eftir greftr-
un tengdamóður minnar tók Marianne að vinna
um nætur. Hún lagði mjög mikið að sjer, en
við vorum að eins tvö til starfa, en þrjú á
fóðrunum. Tekjur okkar nægðu að vísu, en
skuldin, sem jeg var komin í, varð ógoldin ár-
um saman. Er við höfðum verið gift 4 ár,
tók heilsa konu minnar að bila. Hún fjekk í
fyrstu höfuðverk og síðan þráláta taugasýki.
Átti hún lengi við þetta böl að stríða, og
vann, er hún nokkurt viðþol hafði. Loks fjekk
hún ákafa hitasótt og lá rúmföst mánuðum
saman. Starf mitt eitt fullnægði eigi þörfum
okkar. Jeg varð að leita mjer einhverrar at-
vinnu, seni þegar í stað gæfi af sjer peninga,
og var jeg þá knúður til að vanrækja störf
mín í tollráðinu. Undir eins og Mariantie
komst á fætur, tók hún að sauma, en hún hafði
mist viðskiftavini sína, og er henni hepnaðist
að fá atvinnu, þoldi hún saumana að eins
stutta stund í einu. Með ári hverju urðuin
við fátækari, án vonar um, að fram úr rættist
fyrir okkur, er Marianne fyrir ári meiddist í
fæti. Hún hirti ei um sárið og þar kom, að
hún varð af þeim sökum að leggjast, og þjáð-
ist einnig af taugaveiklun. Neyð, skortur og
hungur hjeldu inn-eið sína í heimkynni mitt.
Jeg gat eigi rækt starf mitt og framtíðarhorfur
mínar urðu að engu. Jeg er nú tötralegur
betlari, sem eigi fær vinnu, því að hver veitir
þeim manni atvinnu, sem tötrum er klæddur?
Fjelagar mínir þykjast eigi lengur þekkja mig;
fyrverandi yfirboðarar mínir svöruðu mjer, er
jeg bar upp vandkvæði mín fyrir þeim: Hver
bað yður að kvongast, þar eð þjer áttuð ekk-
ert til þess að sjá fyrir fjölskyldu yðar? Jeg
hefi nú verið vinnulaus í tvo mánuði. Kona
mín og barn mundu fyrir löngu vera dáin úr
hungri, ef miskunnsamir menn hefðu eigi gef-
ið þeim að eta.
Leigan er eigi goidin, og jeg á eigi stól til