Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Page 10
6
NYJAR KVOLDVOKUR.
að sitja á, eða kodda tii að hvíla hið þreytta
höfuð mitt; eigi bita brauðs til að seðja hung-
ur mitt og eklcert tæki til að afla mjer neins
á heiðvirðan hátt. Nú spyr jeg þig, hvort eigi
sje von, að jeg hati konu þá, sem hefir bakað
mjer alla þessa eymd? Hefði jeg eigi kvong-
ast, en eingöngu Iagt stund á embættisstörf
mín, laus við allar þessar lamandi, sífeldu á-
hyggjur, mundi jeg enn virtur og vel fjáður
embættismaður; nú er jeg vegna hennar orð-
inn beiningamaður. Áttu ekki Marianne og
móðir hennar að hafa komið auga á þetla?
Áttu þær eigi að sporna við þessu íávíslega
hjónabandi, sem jeg gekk út í sökum ástríðu-
fulls ofstækis? Er jeg geng inn f hinn vesal-
Iega bústað minn, þaðan, sem jeg brátt mun
rekinn út á kaldan klaka ásamt fárveikri konu
minni og hálfnöktu barni, sem verður að vinna
baki brotnu um aldur fram, fyllist hugur minn
æði og reiði til hennar, sem hefir komið mjer
í þessa hræðilegu örbirgð. Hvað stoðar mig
ást hennar, starfsemi hennar, fyrst hún hefir
verið upphaf ógæfu minnar?*
Strömberg sló hergöngulag á borðinu. Ahr-
nell studdi olnbogunum á það og fól andlitið
í höndum sjer, sokkinn niður í raunahugsanir.
Báðir þögðu aillengi. Að lokum reis Ström-
berg á fætur og mælti með kuldaglotti:
sRannig fer það. Þessi kona, sem er lífs-
böl þiít, í hverju er glæpur hennar fólginn?
í því, að hún átti hjarta og að hún hlýddi
rödd þess. Hún vonaði og treysti á mátt sinn
til að vinna fyrir hann, sem hún unni, og
verða sakir viðleitni sinnar þeirrar hamingju
aðnjótandi að lifa honum, sem hún elskaði.
Hún framkvæmdi fyllilega þá ætlun sína, að
taka þátt í striti hans og örbirgð. Til þess að
ná þessu takmarki ofþjakaði hún sjer; heilsa
hénnar bilaði. Veikindi og þrautir urðu hlut-
skifti hennar; vanþakklæti og ástleysi laun henn-
ar. Heimurinn er jafnan sjálfum sjer likur og
mennirnir verða jafnan viðbjóðslegar verur.
Hvað hefir þjer hlotnast í lífinu, boðberi dygð-
ar og starfsemi?* hjelt Strömberg áfram og
lagði hönd sína á öxl Ahrnells. »F’ú hefir
'sannfærst um, að þú varst heimskingi, sem
hjelst að þú kætnist áfram í heiminum með
því, að fara eftir ströiigum frumsaunindum.
Niðurstaðan verður samt jafnan hin sama, sú,
að eigingirni vor rýrir hið sanna manngildi
vort. Svo er einnig orðið um þig. Neyðin
hefir gert þig að eigingjörnu varmenni, sem á
morgun verður glæpamaður. Ress vegna er
betra að byrja sem jeg, að vera eigi svo ráð-
vandur að skorturinn geri mann að bófa, en
grípa tækifærið, er það gefst, og þann hagn-
að, sem því fylgir, og nota það til þess að
verða sjálfum sjer ráðandi. Er maður hefir
orðið slíkrar hamingju aðnjótandi, er hægt að
vera sann-ráðvandur og framúrskarandi sam-
viskusamur. En sleppum nú þessu umræðu-
efni og snúum oklcur að störfum okkar. Hvar
býr þú?«.
»f Stóru Bændagötu 34.«
»F*að er hábölvað.«
Eftir nokkra umhugsun tók Strömberg upp
veski sitt og bætti við:
»Hjer eru peningar handa þjer fyrir mið-
degisverði, en þú mátt eigi halda heim til þín-
F*ar mátt þú eigi sjást framar. Jeg skal senda
konu þinni nokkra fjárhæð, og er þú ert far-
inn, verður sveitin eða góðgerðasemin að ann-
ast um hana. Oengurðu að þessu?«
»Mig fýsir eigi að snúa aftur til þess heim-
kynnis, þar sem fátækt og eymd verður að eins
á vegi mínum,« mælti Ahrnell.
»En líklegt er, að þú sjáir aldrei framar
konu þína og barn,« sagði Strömberg.
»F*eim mun betra. Jeg hefi vissulega eigi
Ijett þeiin lífið undanfarandi.«
»Pú lofar þá að fara ekki heim að kveðja
þau áður en þú ferð.« ,
»Já.«
»Við hittumst þá aftur í kvöld,« sagði Ström-
berg, kallaði á borðmærina, borgaði málsverð
þeirra, yfirgaf Ahrnell og ljet hanr. einan um
að tæma vínflöskuna, sem þegar var að minka
drjúgum í.