Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 14
10 NYJAR KVÖLDVÖKUR. son, tók af sjer grænu vinnusvuntuna, fór í gamla yfirhöfn, setti húfu á höfuð sjer og hjelt Ieiðar sinnar. Karl tautaði fyrir munni sjer: »Ha, Stínu-tetur! Pessu sinni bar ræða þín lítinn árangur. Pað er eigi svo auðvelt að koma Níelsi í svartholið. Ef hann hefði hleypt masi hennar inn um annað eyrað, skyldi jeg hafa sjeð um, að það hefði farið út um hitt, því að jeg hlustaði við dyrnar og sá gegnum skráargatið að ókunni maðurinn fjekk honum peningana og hvernig alt fór fram.« »Hví sítur þú auðum höndum og talar við sjálfan sig, húðarselurinn þinn?« hrópaði skræk kvenrödd og Stína snaraðist inn í herbergið. »Ert það þú, Stina?* mælti Karl. »En hvað þú ert rjóð í framan. Pú hefir áreiðanlega verið að steikja fisk handa okkur í dag, 1. maí. rað hefir kona klæðskerans, nágranna okkar, einnig gert. Hún hefir búið til Ijúffengan mat handa manni sínum og lærisveini. Peir fá steiktan fisk og pönnukökur. Máske þú ætlir að gæða okkur á slíkum krásum?« »Jeg ætla að gæða þjer á duglegri refsingu sakir forvitni þinnar; svo að þú gleymir því eigi fljótlega.® Stína þreif spennireim bróður síns til að framkvæma hótun sína; en Karl sat hinn kyr- Iátasti og mælti um leið og hann festi skóinn á knje sjer. »Vertu ekki að lemja mig; annars tefurðu fyrir mjer, að Ijúka við skóinn og þá fær Níels enga peninga. í kvöld, þegar verkinu er lokið, er nógu snemt að gæða mjer á slíku hnossgæti.* Stína þeytti reiminni frá sjer, og lofaði, að Karl skyldi um kvöldið fá ósvikna ofanígjöf; síðan gekk hún inn í annað herbergi. Er hún hafði lokað á eftir sjer, gaf Karl henni »!angt nef« og tók síðan til vinnu sinnar. — Gústavson hafði farið til Katrínarkirkju, gekk upp að prestsetrinu og bað um að fá að tala við síra Z. Hann sagði prestinum frá fátækt nágranna síns; frá því, hve Marianne væri mikill einstæðingur eftir að maður henn- ar hafði ákveðið brottför sína; hann mintist á fjárupphæð þá, sem Strömberg skipstjóri hafði fengið honum handa Marianne, svo að hún færi eigi hins nauðsynlegasta á mis. Pví næst bað hann klerkinn að taka við þessum 150 ríkisdölum og sjá um, að veslings konunni væri hjálpað eftir því, sem henni kæmi best. Tíu ríkisdölum hjelt hann eftir, til þess, þegar í stað, að útvega þeim mæðgum ýmis- legt óhjákvæmilegt. — »Pað er eigi gott, prestur minn, að fátækur verkamaður sem jeg, hafi fje annara með hönd- um, því að það er að freista hans, og þess vegna hefi jeg flýtt mjer hingað til að koma því frá mjer, áður en hið illa næði valdi á samvisku minni. Pað er eigi ætíð auðvelt að vera ráðvandur, sje maður fátækur, og nú er mjer aftur rótt í skapi, er jeg er laus við fje þetta, sem eigi er mín eign.« Síra Z., sanntrúaður og dyggur Drottins þjónn, sem of fátt er af, leit á Gústavson með aivörusvip og mælti: »Pjer eruð valmenni, Gústavson, og mjer væri Ijúft að gera yður greiða. Hafið þjer vinnu?« »Að vísu hefi jeg vinnu, og mig hefir enn eigi skort lífsviðurværi, en betri gæti hagur minn verið en nú er. En ait mun sjálfsagt vel fara. Jeg er hraustur og nægjusamur, sjer- staklega ef veslings konunni verður Iiðsint, svo jeg þurfi eigi um hana að annast. Presturinn ætlar að sjá um hana?« Presturinn lofaði að útvega henni læknis- hjálp og gott rúm samdægurs. Gústavson kvaddi því næst prestinn, og er hann hjelt aftur heimleiðis, færði hann Gerðu mat og nokkurn fatnað. Hann fór með það upp til veslinganna, sem neyðin hafði svo mjög þrengt að, að hin minsta bót á kjörum þeirra var þeim ósegjanleg blessun. —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.