Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 16
12 NYJAR KVOLDVOKUR. Aðrir atburðir dróu einnig að sjer athygli manna. Morð hins gamla okrara gleymdist, og systursonur hans, snauður aðstoðarritari, sem erfði hann, hlaut nieð auðæfum þeim, er hann eignaðist, fuilar bætur fyrir missi þessa ætt- ingja, sem aldrei hafði sýnt honum neina ástúð. V. Miklar breytingar höfðu orðið í Iitla húsinu í Stóru Bændagötu. Síra Z. hafði komið því til leiðar, að Mari- anne Ahrnell var þegar 2. maí flutt úr fátæk- lega herberginu, þar sem hún lá í sárum kvöl- um, á sjúkrahús; var þar gerður á henni kvala- fullur uppskurður; með þeim hætti töldu lækn- arnir fært, að bjarga lífi hennar. Síra Z. hafði sjeð um, að hún fengi einka- herbergi, og að Gerðu var leyfit að vera hjá móður sinni og annast hana meðan á veikind- unum stæði. Taugaveiklun sú, sem um mörg ár hafði þjáð hana og gert hana ófæra til vinnu, álitu læknarnir að lækna mætti með rjettri tneð- ferð og hæfu matarræði. Vonir þær, sem læknarnir gerðu sjer um hana, rættust einnig. Þrem mánuðum eftir komu sína til sjúkrahússins var henni leyft að fara þaðan. Uppskurðurinn hatði tekist vel og taugaveiklunin var bætt. Kalla mátti, að Ström- berg hefði með fje sínu veitt veslings Mari- anne líf og heilsu að nýju. Að vísu hafði fje það, sem hann fjekk henni, eyðst gersamlega, er hún dvaldi á sjúkrahús- inu, en síra Z. hafði lofað að útvega henni at- vinnu jafnskjótt og hún yrði heil heilsu. Gerða hafði prjónað sokka fyrir frú Z. meðan móðir hennar lá veik; var hún mjög dugleg við það starf og hafði með því móti dregið saman all- mikla fjárupphæð. Pegar Marianne fór af sjúkrahúsinu, kom síra Z. sjálfur að sækja hana og flutti hana í lítinn, fátæklegan bústað í Hökeusstræti. Rað var að vísu að eins eitt herbergi á þriðju hæð, en með fagurri útsýn, og svo bjart og snoturt, að það virtist hæfur bústaður sjúkling í aftur- bata, sem um margra vikna skeið hafði orðið að fara á mis við þá gleði, að sjá sólina skina og njóta útiloftsins. Húsgögnin voru mjög fá- brotin, en snotur, og nægðu fátæku mæðgun- um fyllilega. Síra Z. sagði Marianne, að honum hefði tek- ist að safna svo miklu fje á samkomu, að leig- an fyrir fyrsta árshelminginn væri goldin og greitt verð húsgagnanna. Eftir átti hann 25 ríkisdali, og fjekk hann Marianne þá í hendur til þess að byrja starf sitt. Líf það, sem Marianne átti í vændum, hafði að vísu erfiði og skort í för með sjer,, en nú, þegar hún var heilbrigð orðin, tók hún kvíða- laust hverju sem að höndum bar. Hún hafði ætíð verið vön að starfa og kveið því engu. Gerða gat einnig eftir mætti stuðlað að vel- líðan þeirra, og til þess að hún færi eigi á mis við alla fræðslu og yrði þannig lifandi saumavje!, leyfði síra Z. henni að koma til sín þrisvar í viku og njóta nokkurra stunda tilsagn- ar í almennum fræðigreinum. Mæðgurnar tóku að sjálfsögðu tilboði þessu með þökkum. Frú Z. hafði sjeð Marianne fyrir nægri at- vinnu við sauma. Leið eigi á löngu áður hún var tekin til óspiltra mála við saumana í hinu nýja heimkynni sínu og virtist sætta sig við fjarveru eiginmanns síns. Hún unni honum of heitt til þess, að vera honum reið eða tor- tryggja breytni hans. Marianne var biíð og auðsveip í skapi. Hún var þakklát Drotni, sem með aðstoð góðra rnanna hafði litið hana ná aftur heilsu sinni, svo að hún gæti unnið fyrir sjer og barni sínu. Sársauka þann, er hún í fyrstu kendi til vegna framkomu manns síns, bældi hún í brjósti sjer, og reyndi í hinni óþrotlegu ást sinni á Ahr- nell, að gera sjer slíka grein fyrir breytni hans, er vel sæindi heunar ástríka hjarta. Er Marianne sat álút að starfi sínu, ljet hún ímyndunarafli sínu lausan tauminn og hugur hennar flaug víða meðan fingurnir hreyfðu nál- ina. Daníel hennar mundi koma aftur vel fjáð- ur og þá bæta henni allar raunir. Gerða átti þá eigi að þurfa ao vinna baki brolnu og lama
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.