Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
13
heilsu sína um aldur fram; þær mundu þá
verða harla hamingjusamar og njóta lífsins í
ríkum mæli.
Slíka vökudrauma dreymdi Marianne og sætti
sig við örlög sín. Hún leit jafnvel á burtför
manns síns sem sönnun ástar hans til sín.
Haun hafði elskað konu sína og barn svo
heitt, að fátækt þeirra olli honum sársauka,
hugsaði Marianne; sökum ástar á þeim hafði
hann farið á braut, og hann vildi eigi baka
þeim þá örðugleika, sem hann hlyti að sæta,
til þess að afla þeim fjármuna.
Auðæfi hinna snauðu eru venjulega þau, að
ímyndunaraflið sýnir framtíðina í blómaskrúði,
og að vonin hvíslar um sæluríkari kjör.
VI.
Meðan Marianne lá á sjúkrahúsinu, hjelt
Gústavson áfram að gera við skófatnað fátækl-
inganna gegn sanngjarnri borgun. Stína systir
hans var sífelt nöldrandi og Karl var orðinn
hugsjúkur og latur.
Dag nokkurn, er Gústavson las í einu Stokk-
hólmsblaðinu um rannsóknirnar viðvíkjandi
morði Hengels, mælti Karl um leið og hann
í hugsunarleysi setti hælbót á tána á skó:
»Heldurðu, Níels, að þessi sjómaður hafi
framið morðið?*
»Vissulega held jeg það,« svaraði Gústavson
og lagði blaðið frá sjer. íRað er eigi svo
auðvelt að standast freistinguna fyrir fávísan,
rjettan og sljettan háseta. Freistarinn ræðst
einnig stundum á handiðnamann eins og mig,
svo að í harðbakka slær og beita verður hörku-
brögðum til þess að knýja hann á dyr. Þegar
skilningurinn á því, hvað rjett er eða rangt, er
eigi glöggur í meðvitund manns, getur farið
svo, að samviskan fari aliar götur norður og
niður. Verið getur, að hásetinn hafi eigi íhug-
að málið vandlega og Ijet síðan okrarafauskinn
fá það, sem hapn þurfti með. Þeim, sem illa
breytir, farnast illa; þannig fer oftast. Vertu
því á verði gegn slæmum hugsunum, því að
þær geta af sjer illgerðir.*
»En gerum nú ráð fyrir, að einhver annar
hafi orðið Hengel að bana og að Anderson
sje saklaus.«
»Verið getur það,« svaraði Gústavson, »en
enginn annar hefir sjest fara þaðan.«
»Jeg ætla að segja þjer dálítið, Níels, en þú
mátt eigi tala frekar um það, því jeg er eigi
viss í minni sök.«
»Jæja, láttu koma það, sem þú hefir að segja.
Það verður eflaust heimska, því að þú ert aula-
grey. En þú veitst, að jeg get þagað.«
»Sjást mun, hve jeg dugi,« mælti Karl
móðgaður.
»Eigi sem skósmiður, dægurflugan þín,«
hrópaði drynjandi rödd og jafnframt dundu
ótal högg knýttrar handar á eyrum Karli. »Alít-
ur þú, að festa beri hælbótina á tána, þrjótur-
inn þinn?« bætti hin drynjandi rödd við og
hverju orði fylgdi löðrungur. »Jeg skal kenna
þjer að ónýta skóna mína; jeg skal refsa þjer
svo, að þú verðir blár og blóðugur, af því að
þú fremur tóm heimskupör, og aulinn hann
bróðir minn lætur sjer lynda . . .«
»Jæja, Stína, nóg er nú komið,« sagði Gúst-
avson og greip handiegg systur sinnar sterku
taki. »Láttu hann eiga sig og þú átt ekkert
erindi hjer á vinnustofunni, því að ef þú ferð
of langt, gæti vel farið svo, að úti væri um
þolinmæði mína og þá . . .«
»Gæti farið svo, að jeg færi þannig að,«
æpti Stína og rak bróður sínum rokna löðrung.
Gústavson slepti takinu um handlegg henn-
ar, forviða á, að þessi kryplingur dirfðist að
berja hann.
Stína virtist furða sig á gerðum sínum, en
í stað þess að iðrast, æstist hún enn meir og
rjeðst á Karl með slíkri áfergju, að hann og
stóll hans hrutu um koll. Stína hafði þrifið í
hár hans, til þess að láta reiði sína bitna dug-
lega á honum, en Gústavson tók svo sterklega
í handlegg hennar, að hún varð að sleppa tök-
um. Skaut hann henni síðan í einni svipan
inn í herbergið við hliðina á vinnustofunni,
en blót og formælingar flóðu af vörum Stínu.
Hún fullyrti, að hann væri skrímsli í manns-