Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 19
NÝJAR KVÖLDÖVKUR. 15 gat varla sjeð sjer farborða með því. Eigi leið á lðngu að hún legðist rúmföst, og er hún dó, áttuð þið Stína engan að nema mig. Akvað jeg, að reyna að gera úr þjer nýtan handiðnamann. F*ú hefn* að vísu eigi verið næmur á skósmíðið, en samt máttu eigi hyggja á, að fara sömu leið sem pabbi. Pá mun þjer illa farnast. Sagt get jeg þjer með sanni, að ekkert er verra en þeir menn, sem hvorki eru eitt eða neitt, en telja sig öllum fremri. Skylt er að velja sjer starf, sem getur sjeð manni farborða. Skófatnaðar og klæða þurfa allir við, en skrautgripi á borðum og bekkjum hafa auðmenn einir. Mikla hæfileikamenn þarf til allra listamannsstarfa og því segi jeg: Haltu þig þar þig hentar best.« »Vera má, að þú hafir rjett að mæla, en eigi heid jeg, að jeg sje borinn til skósmíða.« »Pegi þú, drengur minn, og ver eigi að neinu heimskuþvaðri,* mælti Níels ákafur venju fremur. Eftir stundarþögn mælfi Karl: »Heyrðu, Níels, hví sagðirðu, að eigi mætti lengur við svo búið standa?« »Af því að þú nemur eigi neitt að ráði hjá mjer. í N.-kaupangi eigum við frænda, sem er skósmiður. Hann á stóra vinnustofu og hefir marga nemerdur. Hann hefir boðið mjer að koma til sín. Alít jeg, að við ættum að leggja mal á bak og halda af stað. Hann er dugnaðarinaður og mundi verða þjer góður lærimeistari og yfirboðari. Pá þyrftirðu eigi heldur að hrekjast frá mjer til vandalausra.« Karl komst allur á loft af kæti. Pá var barið að dyrum. »Kom inn,« kali- aði Karl, og Iagleg, ung vinnustúlka gekk inn og spurði: »Býr Gústavson skósmiður hjer?« »Svo er víst, ungfrú góð,« mælti Karl. Níels horfði þögull á tneyna. »Síra Z. hefir sagt heldra fólki því, sem jeg er hjá, að þjer væruð svo vandvirkur, og því átti jeg að biðja yður að koma. heim til okkar seinna í dag og »taka mál« af börnunum. Pau eiga að fá nýja skó.« ! »Hvar búa húsbændur ungfreyjunnar?« spurði Níels. »í Tollhliðsgötu 60, fyrsíu hæð. Spyrjið að eins um H. bankastjóra.« »Jeg kem,« svaraði Níels og starði óaflátan- lega á hina fögru mey. »Jeg mætti kanske um leið biðja yður að gera við þessa skó,« mælti stúlkan. »fá á jeg sjálf og vildi gjarnan fá þá sem fyrst.« »Peir verða tilbúnir síðdegis í dag,« mælti Gústavson. Stúlkan hneigði sig og fór. Er hún var farin, mælti Karl: »Pá er ungfrúin nefndi síra Z., fór jeg að hugsa um Ahrneli og morðið.« »Hvað kemur það Ahrnell við?« spurði Ní- els, »og hvers vegna fórstu samhliða að hugsa um hann og morðið?« »Sökum þess, að því máli er kynlega var- ið,« mælti Karl og lagði alinn frá sjer. »Manstu, Níels, að jeg fór 1. maí með stígvjelin til varð- stjórans. Hann bauð mjer öl og brauð, og jeg hafði eigi hraðann á, svo að liðið var orð- ið á kvöldið, þegar jeg lagði á stað heimleiðis. Er jeg fór fram hjá húsi Hengels, voru dyr þess opnaðar og sjómaður kom út. Jeg sá framan í manninn og mjer fanst það endilega vera Ahrnell.« »Ertu genginn af göfiunum, drengurl* hróp- aði Níels. »Þú sjerð eflaust, að þjer hefir skjátlast. Anderson þessi er ef til vill líkur honum.« »Að klæðaburði, en eigi í andliti. Jeg sá Anderson, joá er hann var tekinn höndum. Hann var klæddur eins og sá, sem kom út úr húsi Hengels, en það var eigi sá sami. Mað- urinn, sem jeg sá, var afarlíkur Ahrnell. Jeg hefi mikið hugsað um það, hvort rangt væri eigi að þegja um þetta. Kanske jeg ætti að skýra yfirvöldunum frá því?« »Nei. Kveld var komið, þá er þú sást mann- inn, og trú mjer, að þjer hefir vissulega skjátl- ast. Pú hefir ef til vill verið að hugsa um Ahrnell og þess vegna sýnst þú sjá hann. Auk þess var hann farinn, er þetta gerðist.« í

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.