Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 21
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 17 sRií ert óvenjulega raiklum hæfileikum gædd- nr,« hjelt komumaður áfram, »og þú ættir að geta orðið eitthvað meira en skósmiður.« »Hví ætti hann að verða það?« spurði Ní- els. sSkósmiður getur haft ofan af fyrir sjer, ef hann er reglusamur.c »Hægt er að hafa ofan af fyrir sjer með sjer- hverri vinnu, sje maður að eins dugandi í iðn sinni. Viltu selja mjer þennan hest, þegar hann er búinn? Jeg skal borga hann vel.« »Jeg skyldi hafa seit yður hann, hefði jeg eigi verið búinn að lofa Eiríki að hann skyldi fá hann.« »Pú getur búið til annan hést handa hon- um. Komdu til mín á morgun með hestinn og dúfurnar. Hjer er heimilisfang mitt.« Síðan tók hann upp nafnspjald, ritaði með ritblýi heimilisnafn sitt á það, rjetti það að Karli og fór. Vagnskrölt skýrði frá, að komumaður hefði ekið til þessa afskekta hluta höfuðborgarinnar. Eftir langa mæðu komust þeir Karl og Ní- els að raun um, að á nafnspjaldinu stóð: »Móritz Schneider háskólakennari, Rauðubúðum*. »HáskóIakennari!« mælti Karl. »Pað hlýtur að vera tiginn maður.« »Ef eigi tiginn, þá framúrskarandi lærður, en jeg held, að þú ættir ekki að fara þangað, Karl.« Níels þagnaði og Karl varð hugsi. Brátt tóku báðir til starfa, en Níels^ söng eigi ieng- ur; nú var það Karl, sem hóf sönginn. Vikum saman hafði Níels eigi heyrt hann syngja. Hann varð því forviða og tautaði: »Hvað mun kæta drenginn? Kanske vonin um að selja hestinn.* Karl hugsaði, er hann söng: »Nú hætti jeg öllum heilabrotum. Jeg get komist hjá að verða skósmiður, ef jeg get unnið fyrir mjer með trjeskurði,* VII. Móritz Schneider háskólakennari var frægur listamaður. Ágætur myndhöggvari og málari; auk þess kunnur sem fjölmentaður maður og gáfaður. Allir mátu hann mikils sem lista- mann; annars var honum ýmislegt fundið til foráttu, sem eigi var þó haft í hámælum. Mjög hafði það stutt að því, að halda Schneider í tignarsessi sínum, að honum hafði tekist að verða vel efnum búinn. Hann þurfti því eigi að gera list sína að iðn og láta verðsetja hana sem hvern annan varning. — Hann hafði gætt þess vel, að íþyngja eigi vinum sínum og vandamönnum með lánbeiðn- um. Snillingur, sem iifir á lánsfje, verður hversdagslegur í augum lánveitenda. Snillingur, sem vinnur í þakherbergi við þröngan kost, vékur eigi undrun eða samúð, eins og sá, sem býr í skrauthýsi. — Schneider háskólakennari var nú um fimtugt, ekkjumaður og tveggja barna faðir. Hafði eignast son í fyrra hjónabandi, én dóttur með síðari konu sinni. Heimilislífið hafði eigi verið mikils virði í augum þessa vanstiita, gáfaða manns. Hann hafði að vísu kvænst tvisvar sinnum, en eigi af innri þrá hjartans. Konur hans höfðu báð- ar verið fríðar sýnum; þær höfðu laðað að sjer athygli listamannsins og svalað feguiðar- þrá hans, og því hafði hann gengið að eiga þær. Pær unnu honum báðar af hjarta, og álitu hann gæddan öllum þeim hæfileikum, andlegum og líkamlegum, sem hrifið geta hjarta konunnar; en er þær komust að raun um, að hann hirti eigi um þær sökum ofurástar sinnar á listinni, urðu þær að sjálfsögðu raunamædd- ar. Hin síðari þurfti þó eigi lengi að bergja af þessum beiska bikar. Hún dó úr kóleru eftir þriggja ára hjúskap. Mágkona háskólakennarans, Editli Hjort að nafni, var nú ráðskona hans. Hún kom til Stokkhólms til þess að heimsækja systur sína, og er hún dó, meðan á heimsókn Edithar stóð, 3

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.