Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Page 31

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Page 31
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 27 Níels sagði nú alla söguna og lýsti raunum sínum og áhyggjum. Lovísa hlýddi á Níels og kendi mjög í brjósti um hann, en gat eigi fyllilega gert sjer grein fyrir kvíða hans. Hún reyndi að gera honum skiljanlegt, að þetta væri Karli fyrir bestu. »Mjer finst, að þjer þurfið ekki að hryggj- ast,« mælti hún, »alt mun fara vel. Jeg verð nú að fara. Regar skórnir eru tilbúnir, sæki jeg þá. Verið nú sælir, herra Qústavson, og herðið upp hugann.* »Jeg ætla að reyna að vera glaður fyrst ung- frúin vill svo vera láta, en hve skelfing verður tómlegt í kvöld og guð veit hvernig fer, ef.. .* »Því talið þjer ekki út?« mælti Lovísa í hvatningarróm. »Ef þjer hefðuð ekki rætt við mig stundar- kom og sagt, að jeg skyldi ekki vera hugsjúk- ur vegna piltsins.* »Hamingjan besta! Klukkatt slær 7!« hróp- aði Lovísa. »Jeg verð að fara. Ef gott veð- ur verður á sunnudaginn, þá , . .« Lovísa hneigði sig og ætlaði að fara. »Jeg kem með stígvjelin á laugardagskvöid- ið,« flýtti Níels sjer að segja. »Þá getum við talast við. Verið sælir, Gúst- avson,« mælti Lovísa, hneigði sig og flýtti sjer burt, fram hjá herbergisglugganum, þar sem Stína sat og verpti skó. Hin ófríða, kryppuvaxna Stína hafði óbeit á öllum, sem ekki voru ófríðir. Hún leit haturs- augum eftir Lovísu og tautaði: »Þú ert ekki þess verð, að leita ásta við Ní- els, því þú færð þar ekki neitt; það skal jeg sjá um.« — Níels var kominn í mjög gott skap.» Orð Lovísu voru svo huggunarrík og hún hafði verið svo fögur og brost svo vingjarnlega til hans. Auk þess var Gústavson að hugsa um næsta sunnudag, og að hann mundi þá hitta Lovísu og máske ganga með henni til Haga. Hann mundi þá fá tækifæri til að segja henni margt, sem sjer lægi á hjarta, og gæti fengið að vita, hvort hún hefði nokkra ást á 6jer. Koma Lovísu hafði verið sem Ijósgeisli, er beint hafði lífi hans á nýja braut. — Karl hafði til þessa verið sá eini, sem ástúð Níelsar hafði komið fram við, og fyrir hann hafði hann unnið og stritað og hann hafði verið honum alt. Eftir að hann hafði kynst Lovísu, hafði þó komið fyrir, að hugsanir um eigin hamingju höfðu skotiit inn í huga hans, en Karl var þó sífelt hans þékkasta umhugsunarefni. Hver maður, sem hefir helgað líf sitt starfi, hlýtur að eiga eitthvað, sem hann keppir að, — eitthvert takmark viðleitni sinnar. Stundum er það að eins hugarburður einn, en hvað gerir það til, ef það er oss sem lýsandi stjarna, sem gefur oss fyrirheit um laun fyrirhafnar vorrar. Ungmennið væntir eftir hamingju ástarinnar, maðurinn eftir fullnægjing metnaðargirndar sinn- ar og öldungurinn eftir ró grafarinnar. Mær- ina dreymir um heimilishamingjuna, húsfreyj- una um móðurgleðina og gömlu konurnar um sæluvist himnaríkis. X. Sumarið var liðið. — Snjór og regn hafði allan daginn bulið á rúðunum og gert götur Stokkhólms að slikri ófæru, að allir urðu fegnir að vera heima. f stofu Schneiders logaði eldur glatt á arni og hið skrautlega herbergi var enn vistlegra en ella. — Það var skömmu eftir hádegi og dimt var orðið í fyrra lagi þennan dag. Edith sat í hægindastól fyrir framan arninn og Sylvía litla lá á knjám fyrir framan hana og lagði handleggina í kjöltu hennar og hlýddi með eftirtekt á söguna, sem hún var að segja henni. Þrr frænkur voru svo töfrandi á að líta í hálfrökkrinu. Richard virtist einnig staðnæmast á þrösk- uldinum til að virða þær fyrir sjer, er hann ætlaði inn f herbergið. — Edith og Sylvía 4*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.