Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Page 35
NÝJAR KVÖLDÖVKUR.
31
leyfði, ætlaði hann að fara að vinna að litar-
gerðinni.
Brjefið var til föður hans, én innan í því
var miði til Edithar. Hún fjekk hann samt
eigi fyr en að ári liðnu, því að háskólakennar-
inn gleymdi bæði að fá henni miðann og einn-
ig að segja henni efni brjefs síns. Síðan liðu
mörg ár án þess að nokkuð frjettist af Ric-
hard. — —
Karl var nú tvítugur að aldri, iðinn, reglu-
samur, vinnugefinn og hæglátur. Ofurást sú,
sem hann hafði á listinni, og þráin eftir að
nema, gagntók huga hans, og hvísluðu honum
í eyra, að hann yrði að fara út í heiminn, þar
eð hann ekki gat fundið listagáfu sinni næga
svölun heima fyrir.
Hinn harðráði, viljasterki háskólakennari rjeði
einn öllu um stefnu hans í listnáminu. Hann
hafði ákveðið þá braut, sem Karl átti að halda,
og vildi ekki láta víkja þar frá.
Karl hafði mótmælalaust hlýtt forsjá hans
meðan gáfur hans voru að þroskast. Hann var
nú einn hinna merkustu og nýtustu námssveina
og starfsmanna Schneiders. En háskólakennar-
inn hafði enn eigi gert hann að lærisveini sín-
um. Hann hafði um þriggja ára skeið fengið
venjuleg laun, en með hann var farið sem
dugandi starfsmann, en eigi sem væntanlegan
listamann.
Hann var eigi í veislum háskólakennarans
sem lærisveinarnir, hafði ekki aðgang að bóka-
safni hans og hjó ekki í marmara. Háskóla-
kennarinn lagði þó kapp á, að hann lærði
dráttlist. Við það fjekst hann mest fyrstu árin.
Því næst tók hann að móta skraut, skera í trje
og móta í leir. Frá byrjun átti Karl að verða
ágætis skrautskeri og hinum mikla listamanni
hafði aldrei komið til hugar, að skósmíða sveinn-
inn hefði æðri köllun.
»Land vort þarfnast listfengs skrautskera, og
jeg ætla að gera hann að afbragðs dugandi
starfsmanni í þeirri grein,« var háskólakennar-
inn vanur að segja, og kensla og starf Karls
miðað við þetta. Schneider gaf ekki gaum að
því, að pilturinn hafði hæfileika til æðri starfs,
af því að hann vildi ekki verða þess var. List-
gáfa Karls var þess eðlis, að hún hlaut að
knýja hann til að keppa eftir einhverju betra,
en verndari hans hafði ákveðið honum. í tóm-
stundum sínum gerði Karl margar frummyndir,
sem báru vott um mikið andríki og óvenju-
Iega hugmyndagnótt. Háskólakennarinn var
vanur að segja, þá er myndir þessar báru fyrir
augu hans:
»Hann er óvenju miklum gáfum gæddur.
Hann mun skara fram úr í iðn sinni.«
Karl var aftur á móti svo hugfanginn af vinnu
sinni, hugmyndum sínum og námi sínu, að
hann gaf ekki neinn frekari gaum að þessu at-
riði.
Pegar lærisveinarnir sátu í veislum hjá há-
skólakennaranum á sunnudögum, fór Karl heim
til Níelsar og eyddi deginum við dráttlist og
samræður, Starfsbreyting Karls hafði eigi breytt
ást hans á bróður sínum eða gert hann dramb-
saman á nokkurn hátt. Hann var Iátlaus og
blátt áfram, eins og þegar hann var skósmíða-
sveinn glaður, ánægður og sparsamur.
Karl var í nánari kynnum við fjölskyldu
háskólakennarans en nokkur lærisveinanna.
Edith sýndi þeim að sönnu fulla kurteisi,
en við Karl var hún vingjarnleg og var auð-
sjeð, að hún Ijet sjer annara um hann en hina.
Dvaldi hann oft á kvöldum hjá Edith og Syl-
víu, þá er háskólakennarinn var ekki heima.
Milli hinnar litlu stúlku og Karls myndaðist
þannig innileg vinátta, sem átti rót sína að
rekja til fyrstu komu Karls í hús háskólakenn-
arans. Sylvía var frítt barn, og Karl þreyttist
í fyrstu eigi á, að virða fyrir sjer andlit henn-
ar, en þá er hann alt fyrsta árið hafði látið
sjer nægja að skoða það, byrjaði hann næsta
ár að draga það upp; og segja má, að Sylvía
hafi verið fyrirmynd hans í dráttlist og lík-
neskjagerð.
Níels hafði aldrei á þessuin átta árum þurft
að iðra þess, að hafa lálið Karl hætta skó-
smíðinu. Fyrir Níels höfðu ár þessi verið
fremur tilbreytingarlítil. Eina breytingin, sem
á var orðin, var sú, að hann hafði meiri vinnu