Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 41
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 37 I anddyrinu stóð skrautklædd kona, góðleg á svip. Hún spurði eftir Frú Ahrnell og Gerða bauð henni að ganga inn. A málfæri konunnar var auðheyrt, að hún var útlendingur, og hún átti erfitt með að mæla á sænsku. Hún nefndi nafn sitt. Hún var kona Strömbergs námueiganda og kom til þess að panta kraga og línstúkur hjá frú Ahrnell. Hún bað um tylft af hvoru og það lá á því, því að hún ætlaði að ferðast til Englands að nokkrum vikum liðnum til þess að heim- sækja ættingja sína. Hún gaf nánar gætur að Gerðu meðan hún lýsti erindi sínu. Gerða tókst verkið á hendur, því að móðir hennar gat eigi int slík störf af höndum sök- um sjóndepru. Fjekk Gerða nú nóg að starfa og hafði eigi tíma til draumóra; keptist hún við að Ijúka sýniskraganum í tæka tíð. Þá er honum var loksins lokið, hjelt hún til heimilis Strömbergs við hafskipaklöppina. Retta hús hafði verið keypt nokkrum árum fyrir komu Strömbergs til Stokkhólms, en hann hafði að eins búið þar síðastliðinn árshelming. Með Gerðu var uudir eins farið inn til hinn- ar auðugu frúar, sem var henni mjög vingjarn- leg og lýsti velþóknan sinni yfir verkinu. Hún Ijet kalla á hina litlu dóttur sína og barmaði sjer yfir því, að hún talaði svo illa sænsku af því að móðir hennar gæti eigi mælt rjett á það mál. Hún ætlaði því að útvega sjer unga stúlku, sem verið gæti henni til skemtunar og fóstra Elísu. Gerða hlýddi á hana án þess að gefa orð- um hennar nokkurn frekari gaum og hjelt heimleiðis án þess að íhuga þau ger. Nokkrar vikur liðu. Gerða var iðnari en áður, en kæti hennar var þrotin. Nokkru síð- ar kom frú Strömberg óvænt að heimsækja þær. Hún vildi tala við Marianne einslega og stakk upp á því, að Gerða færi á meðan að aka með dóttur sinni, sem beið í vagninum. Gerða varð í sjöunda himni yfir þessu og þáði boðið með þökkum. Stundarkorni síðar sat hún í vagninum við hlið Elísu litlu, sem taiaði sænsku illa. En 17 ára telpa, sem ekur í skrautvagni fyrsta sinni, hugsar eigi um, hvort sessunautur hennar talar sænsku vel eða illa. Meðan Gerða var í ökuferðinni hafði frú Strömberg fariö að tala um það við frú Ahr- nell, að fá Gerðu fyrir kenslukonu handa Elísu og sjer til skemtunar í Englandsförinni. Gerða átti að fá 300 kr. í árslaun og auk þess alt, er hún þarfnaðist. Frú Strömberg lofaði ennfremur að kenna henni ensku og gefa henni kost á, að læra hljóðfæraslátt og frönsku. Frú Strömberg ætlaði til Englands að 3 vik- um liðnum og vildi hún þá að Gerða væri í för nieð sjer. Frú Strömberg bað eigi um svar undir eins, en bað frú Ahrnell um, að hugsa sig um nokkra daga og leita ráða þeirra, sem hún bæri traust til. Marianne kvaðst ætla að finna síra Z. og mundi hún fara að hans ráðum. Eftir síðustu samræður við síra Z. — um hið breytta hugarástand Gerðu — voru hugsanir Marianne komnar inn á aðrar brautir en áður. Hún æskti nú einkis fremur, en að Gerða gæti aflað sjer slíkrar þekkingar, að hún gæti átt frjálsari kjörum að fagna en nú. Marianne fann síra Z. undir eins samdægurs. Hann rjeði henni til að láta Gerðu fara, og nú fyrst fjekk Gerða að vita um ráðagerðina. Marianne átti í hörðu stríði við hana. Hún vildi eigi fara frá móður sinni, og með hörku- brögðum fjekk Marianne því til leiðar komið, að hún Ijeti undan og færi með frú Ström- berg. Síra Z. lofaði, að þau hjónin skyldu oft heimsækja móður hennar, og frú Z. kom því svo fyrir, að hin gamla þjónustumær frú Ahr- nell skyldi búa í kjallara hennar meðan Gerða væri í burtu. Marianne hafði aldrei áður skilið við dóttur sír.a og kveðjustundin varð henni því þung- bær. Návist dóttur'hennar hafði verið öll gleði hennar, því að hjúskaparsæla hennar var svo skammvinn. Dóttirin hafði Ijett henni fátæktina og stritið og mildað þjáningainar,

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.