Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 43
NÝJAR KVÖLDVÓKUR.
39
»Gerða!« tók Richard upp eftir henni og
greip um hönd hennar.
»Ó, nú man jeg eftir fagureyga barninu, sem
lofaði að gleyma mjer aldrei.«
Gerða brosti og roðnaði.
»Nú þekki jeg yður,« bætti Richard við og
leit inn í augun fögru, sem iitu niður undan
hinu djarflega augnaráði hans. »Hver heillarík
örlög hafa flutt yður til Engiands og valdið
því, að þjer eruð hinn fyrsti, sem hittið mig
hjer. Þjer eruð víst eigi giftar?«
»Jeg er í för með frú Strömberg sem skemíi-
mær hennar og kenslukona barns hennar,«
svaraði Gerða.
»Rjer eruð þá vinnuhjú?* sagði Richard,
slepti hönd hennar og ieit með raunasvip á
hana og bætti svo við: »Mjer hefði verið það
gleðiefni, ef því hefði eigi verið þannig farið.«
»Vinnuhjú erum við öll að meira eða minna
leyti,« svaraði Gerða djarflega, »en með starfi
voru getum við orðið frjáls og óháð einhvern
tíma. Jeg vænti að minsta kosti eftir þeim
degi.«
»Pjer eruð ung stúlka,« mælti Richard með
meðaumkvunarbrosi. »Rjer öðlist að eins frjáls-
ræði og sjálfstæði með því að giftast.«
»Ef svo er, er jeg hrædd um, að mjer auðn-
ist eigi að hljóta frjálsræði,« mælti Gerða.
»Hafið þjer í hyggju að deyja ógiftar?«
»Jeg ætla aldrei að giftast fyrir hagsmuna
sakir.«
»En af ást?«
»Ástin er stundartilfinning og hæfir eigi
vinnulýðnum. En ræðum eigi frekar þar um.
Mig minnir, að þjer væruð að spyrja um hr.
Smith. Jeg sje að hann kemur þarna eftir
trjágöngunum.4
Gerða benti í þá átt, sem eldri Smith kom
gangandi úr, og fór skyndilega burt af svöl-
unum.
Richard hjelt henni eigi eftir; hann leit hugs-
andi á eftir henni og tautaði:
»Jeg held að æskudraumar mínir sjeu að
vakna á ný. En hvað hún er orðin fögnr.
Samt eigum við ekkert sameiginlegt, Leiðir
okkar verða að skilja, þótt þær hafi legið
saman.«
Richard Schneider gekk niður svalagangriðið
og móti hr. Smith. Hann nefndi nafn sitt og
var honum tekið með mestu virktum af hinum
auðuga verksmiðjueiganda.
Smith & Son, eigendur stórrar efnaverk-
smiðju, höfðu ráðið hinn unga Schneider, sem
var kunnur sökum hinnar frábæru þekkingar
sinnar í efnafræði, til þess að stjórna hinni
miklu verksmiðju, sem var í nágrenni sumar-
bústaðarins. Richard var kominn til þess að
taka við starfi sínu, sem var vel launað.
Nokkrir dagar liðu þar til að frú Strömberg,
er dvalið hafði í Lundúnum, kom heim aftur
ásamt manni sínum.
Strömberg hafði eigi verið í för með konu
sinni, þá er hún ferðaðist til Englands. Hann
var nýkominn til Lundúna; þangað hafði kona
hans ferðast til að hitta hann. Gerða hafði
eigi hitt Strömberg síðan daginn, sem hún tók
við starfi sínu í fjölskyldu hans og hann fylgdi
þeim til eimskipsins.
Auðmaðurinn virtist nú eigi heldur gefa
neinn gaum að fátæku sfúlkunni. Hann heils-
aði að eins með lítilli hneigingu. Richard var
þann dag böðinn þangað í miðdegisveislu.
Hann heilsaði Gerðu ókunnuglega, en kurteis-
lega; hún hafði eigi áður þekt óþægindi þau,
sem eru samfara ófrjálsri stöðu á auðugu heimiii,
en nú fór hún að verða þeirra vör.
Frú Strömberg var ein þeirra kvenna, sem
gædd var engilshjarta. Hún hafði þvi frá byrj-
un sýnt Gerðu þá velvild, að unga stúlkan
hafði gleymt því, að hún væri hjú.
Smith eldri var einn þeirra, sem byrjað
hafði með tvær hendur tómar, en var nú orð-
inn miljónaeigandi. Hann var blátt áfram og
öllum jafn.
Eftir komu sína til Englands hafði frú Ström-
berg að eins haft samneyti við föður sinn og
kvæntan bróður, sem einnig bjuggu á Lislehæð.
Um tveggja mánaða tíma hafði hún eigi
farið úr húsi föður síns. Hún ferðaðist að
eins til Lundúna tii þess að taka inóti manni