Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 47

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 47
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 43 Pá er Richard hafði um nokkurt skeið látið sjer nægja stundarhamingjuna, tóku tilfinningar hans að breytast. Hann tók eftir því, að ýmsir aðrir, sem heimsóttu yngri Smith og konu hans, rendu auga til hinnar fríðu meyjar við hlið Elísu. Hann fann til afbrýði og gremju, er þessir menn nálguðust Gerðu til þess að ávarpa hgna með nokkurskonar lítillæti. Ef einhver talaði meira við Gerðu en aðra, vildi Richard helst bana honum þegar í stað. Gerða var blíð og bljúg í lund, eins og flestar göfugar konur. Hún skildi Richard eigi, þá er hann svipþungur kvartaði um, að menn sýndu henni eigi þá virðingu, sem hann æskti eftir, að henni væri sýnd. Hann hafði samt til þessa haft taumhald á afbrýði sinni og óá- nægju, en þá er ungur maður nokkur, fríður sýnum, tók að koma hvað eftir annað og gefa sig meira að Gerðu, varð afbrýði hans svo mögnuð, að hún varð eigi bæld niður. Kvöld eitt, þá er nefndur ungpr maður kom að Lislehæð, ræddi hann því nær eingöngu við Gerðu. Richard sat þögull og þungbúinn úti í horni í herberginu og gaf gætur að hverjum drætti í andliti Gerðu. Á þessum kvalastundum brut- ust sárar hugsanir fram í huga hans. Þá er hann sá Geiðu brosa, hugsaði hann: »Alveg ^ins brosir hún til mín.« Síðan sökti hann sjer niður í hugsanir. Hann hafði alveg gleymt, að hún sagðist elska annan. Hann hafði verið of sæll til að minn- ast þess. Hann hafði treyst svo mjög á al- mætti ástar sinnar, að hann gat eigi annað vit- að, en að Gerða bæri sama hug til hans. En þetta kvöld kom endurminningin eins og böð- ull til þess að láta sál hans sæta sárustu kvölum. Loks fóru þær Gerða og Elísa litla út úr herberginu. Richard varð hughægra, en gat eigi hlotið þá ró, sem undanfarið hafði ríkt í brjósti hans. »Jeg verð að fá að vita vissu mína,« hugs- aði hann. 111. Daginn eftir var þungbúið veður og þoku- drungað; enskur vordagur, sólarlaus og svalur. Gerða var að greiða hár Elísu litlu, þá er vinnukonan færði henni brjef frá hr. Schneider. Gerða opnaði það eigi strax, en lauk við að klæða barnið. I5á er Elísa var farin niður til afa síns, gekk Gerða til herbergis síns til þess að lesa eftirfarandi brjef í næði: »Gerða! Jeg skrifa þjer af því, að jeg er of hrærð- ur til þess að greina frá því, sem mjer býr í brjósti. Pú munt fá að heyra játningu, sem kemur máske hjarta þínu til að slá hraðar og hleypir roða í kinnar þínar, eða bakar þjer gremju og óánægju. En jeg legg alt í hættu. Jeg hefi alt að vinna, en engu að tapa. Einu sinni — fyrir mörgum mánuðum — sagði jeg við þig: Leiðir okkar verða að skiljast; jeg vil eigi elska þig. Manstu hverju þú svaraðir? Vertu kyr; jeg verð þjer eigi hættuleg, því að jeg elska annan. í dag segi jeg: Enda þótt hjarta mitt gæti hætt að elska þig, þá vildi jeg það eigi. Pú ert líf mitt; án þín er líf mitt dauði. Nú spyr jeg: Sagðirðu satt, þá er þú sagðist vera búin að lofasl öðrum? Pað getur eigi verið; hjarta mitt mundi eigi unna þjer eins og raun ber vitni, ef að hjarta þitt væri þrungið af ást til annars. Og þó er jeg fullur kvíða. Sár efi knýr mig í dag til þess að heimta svar við hinni einföldu spurningu: Elskar þú mig? Pegar á bernskuárum varð jeg þess var, að örlög mín mundu hvíla í þínum hönd- um. Jeg sá þig á ný, og jeg ætlaði eigi að láta buga mig. Jeg hefi aldrei elskað nokkra konu. Pú ert hin fyrsta og verður hin eina; framtíðar- fi*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.