Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 51
NÝJAR KVÖLDÖVKUR.
47
allri sálarró. Jeg þorði eigi að fallast á þetta,
þar eð jeg óttaðist reiði föður míns, og jeg
vildi eigi heldur scgja, að jeg þyldi eigi að
vera borinn niður í vagninn.
Bústýran útkljáði inálið með því að lýsa
yfir því, að best væri að prófessorsfrúin færi
með ungherrann heim með sjer. Vinnukonan
hjálpaði mjer nú í fötin, síðan var jeg borinn
niður í vagninn og Antonía fór með mig heim
til föður míns.
Hann var ekki heima.
F*að var farið með mig upp á herbergi mitt
og alt gert til þess að lina þjáningar mínar.
Og jeg var svo eigingjarn, að jeg hugsaði að
eins um sælukend þá, sem fylti hjarta mitt, en
eigi uin afleiðingarnar af aðgerðum Antoníu.
Hið fyrsta, sem vakti mig morguninn eftir,
var rödd föður míns. Jeg lauk augunum upp.
Hann stóð við rúm mitt og mælti:
»En hvað þú ert aumlegur ásýndum. Ef
jeg þekki rjett, þá er þetta þrjósku þinni að
kenna, en af því að það er full harðleikið af
hr. H.-berg að fara þannig með son prófess-
ors Schneiders, þá ferðu frá honum; en fram-
vegis mun þjer hollast, að brjóta eigi inóti
vilja nn'num; annars muntu verra af hljóta.«
Að svo búnu fór hann. Jeg fann, að jeg
var fullur gremju til hans, en hún hvarf, þá
er Antonía kom inn. Hún sat hjá mjer alt
árdegið, ræddi við mig og las fyrir mig, blíð
og broshýr eins og sólargeisli.
Mjer batnaði bráðlega og komst þá að raun
um, að faðir minn hafði orðið hamslaus af
reiði, þá er hann frjetti, að Antonía hefði kom-
ið heim með mig.
Astúð hennar hafði samt varnað öllu ofbeldi.
Hann hafði algerlega látið sefast, þá er Ant-
onía lýsti yfir því, að henni hefði fundist
móðgandi, að syni Schneiders háskólakennara
var ofþyngt með störfum öðrum fremur.
Pessi orð höfðu áhrif á hinn dratnbsama
föður minn, svo að jeg losnaði frá hinum
slæma karli.
Þá er mjer var aiveg batnað, var jeg settur
til náms í stærri litgerðarverksmiðju. Stjúpa
mín borgaði fyrir mig, svo að jeg losnaði við
alla erfiðisvinnu. Hún vgr næstu ár hinn frið-
þægjandi engill, sem hjelt uppi friði milli okk-
ar feðga og sætti mig við lífskjör mín. Áhrif-
um þeirrar góðu og elskulegu konu á jeg að
þakka það, sem jeg er.
Eftir þetta sælutímabil kom hin þyngsta af
öllum raunum mínum, þá er dauðinn svifti
oss henni.
Hún dó í blóma aldurs síns, að eins 21 árs að
aldri. Dauði hennar var reiðarþruma, sem lamaði
einnig hið tilfinningarsljóa hjarta föður míns,
og ætlaði eyðileggja mig gersamlega. Mjer fanst
jeg vera sem stjórnlaust fley, sem berst á hin-
um trylda sæ. Mjer hafði skjátlast. Engillinn
hafði, þá er hann breiddi út vængi sfna og
sveif burt frá jarðlífinu, skilið mjer eftir tvent,
sem mátti mjer til frelsunar verða frá glötun.
Annað var minningin unt hana, sem varð mjer
nokkurskonar leiðarstjarna um æfina; hitt var
Edith, sem lækkaði ástríðuofsa minn með því
að minna mig á, hvað Antonía hafði viljað
leggja mikið í sölurnar til þess að þroska mig
og göfga.
Edith var að sönnu eigi jafningi Antoníu,
en var gædd svo mörgum ágætum eiginleikum,
að hún varð mjer ómetanleg vinkona. Hinn
skarpi skilningur hennar, hin áreiðanlega dóm-
greind hennar, skyldurækui og hreinleiki, ollu
því, að hlýtt var með virðing á ráðleggingar
hennar og vöktu vináttu og hlýju í brjóstum
manna.
Þá er jeg sá þig fyrsta sinni hjá Edith, fanst
mjer se.ni jeg sæi í augum þínum skuggsjá af
sál Antoníu. Það voru skæru, blíðu augun
hennar, en úr þeim skein sakleysi og gæði
barnsins.
Nítján ára að aldri fór jeg frá Svíþjóð til
Riga sem litgerðarnemi. Þú manst, að það
var seint um haustið.
Skipið, sem flutti mig frá Finnlandi til Riga,
fórst, og mesta mildi var, að jeg bjargaðist.
Jeg kom til Rigaborgar sjúkur og allslaus.
Gamall vinur föðhr míris veitt.i mjer læknis-
hjálp, og þá er jeg var orðinn hress, tók jeg