Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Page 53

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Page 53
NÝJAR KVÓLDÖVKUR. 49 er ráðvandur og áreiðanlegur maður. Vildir þú ekki vinna hjá honum?« íQjarnan, en jeg er nýráðinn hjá hr. D.« »Rað var leitt. Rekkirðu- engan dugandi litarasvein?* »Nei.« »En jeg þekki einn,« sagði jeg og gekk til þeirra. »Jeg vil fá stöðu í litgerðarvinnustofu.« Maðurinn leit efasemdaraugum á mig. Spurði því næst, hvort jeg væri Rjóðverji, hvort jeg hefði skjöl, sem sýndu dugnað minn. Jeg kvað svo vera, og eftir stundarkorns samræðu fjekk hann mjer heimilisfang hr. D. Hann bað mig um að fara þangað undir eins og heilsa frá Jean Redin og segja, að hann hefði vísað mjer á hr. D. Jeg frestaði að selja úrið. Daginn eftir var jeg ráðinn sveinn hjá hr. D. Litgerðarverksmiðjan var lítil utan til í út- borginni. Hann vann sjálfur og hafði fáa verka- menn. Að viku liðinni hrósaði hann mjer mjög og að 3 vikum liðnum hækkaði hann laun mín um helming. Jeg var að hans áliti betur að mjer í iðngrein minni en sjálfur hann. Eftir tvo mánuði varð hann að auka vinnulið- ið um tvo sveina, Ástæðan til þess var sú, að jeg hafði endurbætt litunaraðferðina með hinni miklu efnafræðisþekkingu minni; við fengum hreinni og skýrari liti á efninu en aðrir starfsbræður okkar og löðuðum þess vegna að okkur marga nýja viðskiftamenn. Uppgangur hins fátæka litara var mjer að þakka, og þá er jeg hafði verið hjá honum ár, fjekk jeg mjög hagkvæm tilboð frá öðrum lit- urum, en sinti þeim eigi, því að jeg ætlaði nú að reyna að selja uppgötvun mína og það tókst mjer. Jeg hafði haft góð laun hjá hr. D. og fyrir uppgötvunina fjekk jeg 20,000 franka. Jeg var því að mínum dómi orðinn auðugur; fór frá hr. D. til þess að halda til Lundúna. Eftirspurn var orðin eftir bláa litnum og mjer veittist ljett að selja hann í Englandi. Jeg tók að stunda efnafræði og lauk námi á tveim árum. Pegar jeg kom aftur til Englands eftir nokk- urra mánaða ferð um Frakkland og Þýskaland, fjekk jeg tilboð frá Schneider & Son um, að verða stjórnandi hinnar stóru efnaverksmiðju þeirra og meðeigandf að nokkrum árum liðn- um. Jeg gekk að tilboðinu, og þá er jeg kom til Lislehæðar, hitti jeg þig. Endurminningin um Gerðu litlu var horfin úr hug mjer, þar til þú mintir mig á hana, Pá er jeg hafði verið nokkurn tíma í návist þinni, sá jeg, hve hættulegt það var, að sjá þig daglega. Jeg vildi eigi festa hug minn á neinni konu og ákvað því að fara. Ástin er venjulega óvinur sjálfræðis og tíðast sá fjötur, sem gerir oss ófrjálsa. Þannig hugsaði jeg þá, en geri það eigi nú. Nú verður ást mín á þjer orkugjafi, sem lyftir mjer upp á sigurtindinn. Pú ert laun viðleitni minnar, takmarkið, sem jeg stefni að og hamingja sú, sem hjarta mitt þráir. Frjáls og sjálfstæður vil jeg leiða þig að alt- arinu.< »Já, ef þú elskar mig þangað til,« hvíslaði Gerða. »Tíminn breytir máske tiifinningum þínum og hamingja þín nefnist máske öðru nafni en Gerða.« »Aldrei!« hrópaði Richard. »Jeg get hætt að lifa, en ei að elska þig. Jafnvel hinumegin grafar skal ást mín vera söm, ef hjarta þitt er mitt og það bregst eigi.« »Nei, Richard, það svíkur þig eigi. Gerða er þín og einkis annars.« Richard þrýsti kossi á hinar blómlegu varir og fanst á þessari stundu hamingja sín og framtíð vera á sínu valdi. V. Tímans hjól rann með sama hraða og vor- ið færðist nær. Strömberg skrifaði, að hann kæmi bráðlega til Englands til þess að sækja dóítur sína. Pessi fregn var elskendunum sorgarfrétt; hún leiddi til skilnaðar, sem ef til vill varð mjög langvinnur. Pá er Gerða og Richard höfðu látið hrygð

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.