Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 54

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 54
50 NYJAR KVÖLDVÖKUR. sína í ljósi, fór hann að gera framtíðar-fyrir- ætlanir. Að tveim árum liðnum var líklegt, að hann yrði orðinn svo efnum búinn, að þau gætu gift sig. Qerða átti þá að verða hans fyrir guði og mönnum. Stuttu síðar en brjefið kom frá Strömberg, sat Gerða kveld eitt við gluggann á herbergi sínu. Glugginn stóð opinn og Gerða leit dreymandi augum út í vorhúmið, svo að auð- sætt var, að hugur hennar var á reiki. Hún vaknaði skyndilega af draumum sínum við raddir, sem töluðu í skemtigarðinum tungu- má! henni kært. Rað var sænska. Önnur mælti: »Rað hvílir þá enginn grunur á mjer?« j>Nei, alls eigi. Hásetinn er alment álitinn sekur.« »Gekst hann við morðinu?* »Nei. Hann neitaði að sjálfsögðu og varð elgi dæmdur, þar eð nægar sannanir voru eigi fyrir hendi.« »Þá hefir alt gengið að óskum.« »Talaðu ekki svona hátt. Hjer eru fleiri Svíar en við.« Raddirnar fjarlægðust. Gerða lokaði glugganum og hugsaði með hryllingi um orðið morð. Ungu stúlkunni leið illa, hún lagðist til svefns í æstu skapi og slæmir draumar ásóttu hana. Morguninn eftir sagði vinnukonan henni frá, að hr. Strömberg hefði komið seint kvöldið áður og lagt svo fyrir, að Elísa skyldi koma til hans undir eins og hún kæmi á fætur. Gerða átti að hitta auðmanninn við morg- unverðarborðið. Elísa var alt árdegið hjá föður sínum, og þá er Gerða gekk inn í borðsalinn, var bú- stýran þar ein að breiða á borðið. Strömberg kom litlu síðar inn og leiddi Elísu. Hann bar sig eigi eins drembilega og áður. Hann var f alla staði hæst ánægður með dóttur sína. Gerða gladdist yfir hrósi Strömbergs og var honum þakklát. Hann bar henni kveðju frá móður hennar; sagði að henni liði vel og væri ánægð yfir dvöl dóttur sinnar í Englandi. En nú færi hún að taka enda. Strömberg ætlaði eigi að vera nema 3 vikur eða máske skemur. Hann vildi því, að Gerða hefði ah undirbúíð til fararinnar, hvenær sem vera skyldi. Strömberg hafði nýlokið við að segja Gerðu þetta, þá er hitt heimilisfólkið kom inn í borð- salinn og tveir ókunnir menn á hælum þess. Sá, sem fyr kom inn, var hár maður vexti, geðþekkur og bar sig fyrirmannlega. Svipur- inn var harður og ennið hrukkótt. Strömberg kynti hann fólkinu. Hann hét hr. Bernhard. Förunautur hans hét hr. Simson. Pá er Bernhard kom inn í borðstofuna starði Gerða undrandi á hann, eins og hún sæi gaml- an kunningja, en tryði þó vart augum sínum. Rödd hans minti hana á málrómínn, sem hún hafði heyrt í skemtigarðinum kveldið áður. Gerða hlýddi eftirvæntingarfull á alt, sem hann sagð;, og heyrði á samtali hans við hr. Smith, að hann hafði lengstum dvalið á Vest- ur-Ind!andi, að hann hefði eignast offjár þar og ætlaði nú að setjast að í Englandi ásamt ungri konu sinni. Gerða gat eigi horft af honum. Hún hafði sjeð þessa andlitsdrætti fyr; hún þekti þá vel. Hún hafði elskað þá frá barn- æsku og eigi getað gleymt þeim, þótt mörg ár væru liðin síðan hún sá þá síðast. Pá var þetta andlit fölt og magurt vegna fátæktar og neyðar. Pað hafði eigi verið svona hart og tilfinn- ingalaust á svip, en verið ritað rúnum þrauta og þrenginga. En þrátt fyrir alt var það sama andlitið. Já, það gátu ekki verið misgrip; það hlaut að vera hann og þó — gat það eigi verið eiginmaður móður hennar, sem tal- aði um ungu konuna frá Vestur-Indlandi. Hjarta Gerðu hafði aldrei verið í slíkum kvölum eins og nú. Hún hugsaði um móður sína, sem hafði svo mörg ár vonast eftir, að faðir hennar kæmi heim. Ef þessi Bernhard væri faðir hennar, hverjtiig gat hann þá verið kvæntur? Loksins var morgunverðinum lokið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.