Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Page 55
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
51
Bernhard hafði litið forvitnisaugum á Gerðu,
og auðsætí var, að hann langaði til að vita
nafn þessarar fríðu meyjar. F*á er staðið var
upp frá borðum, gekk Bernhard til Strömbergs
og spurði hann, hver þessi unga stúlka væri.
»Kenslukona dóttur minnar,* svaraði hann
og sneri sjer síðan að Gerðu, sem var í nánd
og kynti hr. Bernhard ungfrú Gerðu Ahrnell.
Pótt hinum síðarnefnda virtist eigi bregða
við smámuni, varð honum sarnt kynlega við,
að heyra nafn Gerðu. Hann hrökk saman,
dökkur roði hljóp fram í andlit hans og eldur
brann úr augum hans. Hann leit heiftaraugum
til Strömbergs, hneigði sig fyrir Gerðu, sem
kvíðafull hafði horft á hann, og fór því næst.
Gerða fór burt úr borðstofunni og hraðaði
sjer til herbergis síns.
Hún fjekk eigi lengi að vera í næði, því að
Strömberg kom inn til hennar.
Gerða hafði ætíð verið hálf hrædd við hann,
en hvers vegna, það vissi hún eigi. Þá er
hún sá hann fyrsta sinni heima hjá móður
sinni, var sem hvíslað væri að henni:
»Gæt þín fyrir manni þessum.«
Þá er hann stóð nú frammi fyrir henni, hvísl-
aði sama viðvörunarröddin, að hún skyldi vera
vel á verði, þótt hann væri nú blíður á
svipinn.
»Jeg vildi gjarnan spyrja yður eins, ungfrú
Ahrnell,* mælti Strömberg og settist í legu-
bekkinn, »en má jeg biðja yður að svara hrein-
skilnislega?*
»Því lofa jeg,« svaraði Gerða.
»Mjer fanst þjer vera í æstu skapi við morg-
unverðinn. Viljið þjer segja mjer, hvað olii
þessari geðshræringu?« sagði Strömberg og
ieit rannsakandi augum á hana.
»Jeg vil komast hjá að segja það af því að
jeg heid, að þjer vitið orsökina,* svaraði Gerða
og leit niður.
»Pjer hafið þekt hr. Bernhard?*
»Mjer skjátlaðist þá eigi. Það er áreiðan-
lega hann!« hrópaði Gerða.
Augu hennar fyltust tárum og hún nötraði öll.
»Yður hefir eigi skjátlast,« var alt, sem
Strömberg svaraði, og hann vildi sjá áhrif
þessara orða. Þeirra var eigi lengi að bíða.
Gerða hneig niður á stól, fói andlitið í hönd-
um sjér og tautaði:
»Mamma, veslings mamma mín!«
Hún sat síðan lengi þögul og agndofa.
Strömberg sat einnig kyr og íhugaði þá hags-
muni, sem hann hefði. Hann hafði gamla
skólabróður sinn alveg á sínu valdi; hann
hafði þá yiirburði yfir Gerðu, að heill og
heiður föður hennar var í hans höndum og
hann ætlaði að færa sjer það í nyt.
Eftir langa þögn mælti hann:
»Jeg vildi, ungfrú Gerða, að þjer væruð svo
stiltar, að jeg gæti sagt yður ýmislegt viðvíkj-
andi foreldrum yðar.«
Gerða leit upp og spurði:
»Hvað er það?«
»í fyrsta lagi megið þjer aldrei láta móður
yðar vita, að þjer hafið sjeð hann. Látið hana
lifa við þann misskilning, sem veldur henni
hamingju og látið hana deyja með traust á
þeim eiginmanni, er brást henni. Það væri
grimdarfult, að svifta hana því trausti.«
»Hjarta mitt hefir einnig hvíslað mjer því
ráði í eyra,« stamaði Gerða.
»F*að vissi jeg, en jeg hefi' enn ýmsu við
að bæta. F*jer þekkið eigi hr. Bernhard, en
jeg þekki hann, og því segi jeg yður: hann
má eigi fá að vita, að þjer þekkið hann. Hann
elskar núverandi lífsstöðu sína of mikið og
hatar hið liðna svo mjðg, að hann mundi
neyta hverra bragða sem væru til þess að ryðja
þeim rnanni úr vegi, sem væri honum hættu-
legur.«
»Hr. Strömberg,* mælti Gerða í angistar-
róm, »gleymið eigi, að þjer talið um föður
minn.«
»Einmitt þess vegna er jeg eins vægur og
unt er, en samviska mín skipar mjer að segja
yður: Bernhard má eigi fá minsta grun um,
að þjer hafið þekt hann.«
»Ber hann þá enga hlýju í brjósti til dóttur
7*