Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 57

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 57
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 53 Einlægni og velvild skein nú sem áður úr andliti Strömbergs, svo að Gerða varð með öllu grunlaus. sJeg þigg þakklátlega hvert ráð, sem hr. Strömberg lætur mjer í tje,« mælti Gerða. »Enda þótt það valdi yður sársauka?« »Einnig þá. Jeg mun telja mjer trú um, að það sje mjer fyrir bestu.« »Jeg þakka yður og mun nú tala afdráttar- laust. Mjer hefir verið sagt, að þið Schneider unnið hvort öðru hugástum. Pið eruð bæði ung og fríð sýnum og ást og hamingja virð- ist brosa við ykkur. En hafið þið hugsað um framtíðina? Jeg krefst eigi svars við þessari spurningu; hefi eigi rjett til þess, en bið yður að hugsa yður vel um og eigi að bindast hon- um fyr en hann er orðinn sjálfstæður efnalega. Vinna hans er nú hin eina eign hans. Nú sem stendur fær hann að vísu mikið fje í hendun en hann er rjett að byrja Iffsferil sinn, og hann á fagra framtíð í vændum, ef hann skil- ur, hvað honum er heilladrýgst. En það getur orðið honum algerð tortým- ing, ef bann kvongast og þarf fyrir fjölskyldu að sjá. Honum er bráðnauðsynlegt að vera fullkomlega frjáls; annars er heill hans og vel- ferð í veði. Schneider er drambsamur að eðl- isfari; hann verður að skara fram úr í iðn sinni; hann mun eigi láta sjer nægja að hrúga saman fje og gera þekkingu sína að auðlind; hann verður einnig með henni að afla sjer frægðar og frama. Jeg er hræddur um, að þessir draumar hans muni eigi rætast, ef hann kvongast. Jeg þarf eigi að minna yður á, hví- líkt ógæfuspor það er, að ganga út í hvatvís- Iegt hjónaband; hjúskapur foreldra yðar er glögg sönnun þess. En þjer vitið eigi til hvers fátæktin getur knúð drambsaman mann, sem orðið hefir að kenna á allri þeirri niður- lægingu, sem henni er samfara. Pví ríkari sem framtíðarvonir hans hafa ver- ið, því auðveldlegar lætur hann bugast fyrir freistingum neyðarinnar og eitt augnablik getur gert hann að glæpamanni, þótt hann áður hafi vc:rið ráðvandur fátæklingur. Hugsið yður þess vegna vel um áður en þjer ráðið til lykta ör- lögum ykkar beggja og minnist þess, að iðr- unin yfir því að hafa verið sök í ógæfu og böli þess manns, sem maður elskar, er sárasta þrautin, sem særir konuhjartað. Jeg hefi nú engu við að bæta; skynsemi yðar mun segja yður, hvernig þjer eigið að breyta.« Strömberg færði sig aftur nær dyrunum. Gerða flýtti sjer á eftir honum, þreif með titr- andi hendi í handlegg hans og stamaði með nábleikum vörum: »Segið mjer í drottins nafni: Hefir pabbi framið nokkurt — nokkurt — verk — sem hefir gert hann að — að glæpamanni?* »Hann hefir gert sig sekan um tvíkvæni. Er það eigi glæpur?* • Mikill glæpur,« hvíslaði Gerða, fól andlitið í höndum sjer og bætti við í veikum rómi: »Er það hið eina sinni, sem hann hefir vilst af hinni rjettu braut?« Strömberg brosti. Pá er hann svaraði eigi, hrópaði Gerða kvíðafullum rómi: »Svarið spurningu minni í nafni drottins og allra heilagra. Hræðilegur grunuf hefir vakn- að í sál minni og hvíslar mjer í eyra, að enn stærri glæpur 'nafi flekkað líf hans.« »Ungfrú Ahrnell,* mælti Strömberg með nokkurri áherslu, »rannsakið eigi hið liðna; það stenst eigi rannsókn. Pví miður er grun- ur yðar eigi ástæðulaus.* Strömberg opnaði dyrnar og fór. Gerða fjell á knje. Samræðan í skemtigarðinum endurómaði fyrir eyrum hennar, og það var sem hjarta hennar hætti að slá. Hún gat vart dregið andann. »Mamma, elsku ógæfusama mamma!« taut- aði hún. Tárastraumur brautst fram og Ijetti byrði þá, sem hvíldi á herðum hennar. VI. Það var kvöld. Hlýtt og blítt í veðri. Gerða hafði eigi farið út úr herbergi sínu allan dag-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.