Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 61

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 61
NYJAR KVOLDVOKUR. 57 Klukkan á Katrínarkirkju sló sex. Gerða heyrði það eigi, en frú Ahrnell sagði: »Áttirðu eigi að koma klukkan 6 til Ström- bergs? F>ú hafðir lofað litlu vinkonunni þinni, að vera hjá henni í kvöld.« Gerða lagði saumadótið frá sjer. »Jeg er orðin svo gleymin,« sagði hún með raunalegu brosi. »Jeg er hrædd um, mamma góð, að þjer finnist jeg hafa breytst, en eigi til batnaðar.« Gerða gekk til mömmu sinnar, lagði hand- legginn um háls hennar og bætti við um leið og hún horfði í augu hennar: »Játaðu, að þjer hafí fundist jeg vera leið- inleg, vanrækslusöm og eigi eins iðin og áður þessa mánuði, sem jeg hefi verið heima; með öðrum orðum: að þú nafir eigi þekt Gerðu þína. aftur.« »Rú ert mikið breytt, barnið mitt,« svaraði Marianne, »og það hryggir mig. Jeg hefði ekki átt að láta þig fara. Þjer veitist máske erfitt, að sitja hjer og strita.* »Við verðum að líta svo á, að alt, sem ger- ist, sje okkur til gagns og blessunar, og því var förin til Englands einnig rjettmæt; en þú mátt eigi segja, að mjer finnist vinnan erfið, því að þá hlyti jeg að vera orðin verri en jeg var.« »Verri?« endurtók Marianne og Iagði áherslu á orðið, eins og Gerða hefði sagt eitthvað heimskulegt. »Jeg er mikiu fremur hrædd um, að þú sjert orðin miklu betri.« »Hrædd um?« sagði Gerða brosandi. »Er það nokkuð að óttast ?« • Nærri því. Mjer finnst þú hafa breyst svo stórum, vera orðin svo in.kið fullorðnislegri. Jeg elskaði söng þinn, hinar barnslegu hug- myndir þínar og glaðværð. Jeg þekki þig eigi iyrir hina sömu, en þó finnst mjer þú vera orðin miklu betri, en þú ert eigi hin áhyggju- lausa Gerða mín.« »Áhyggulaus! Ó, mamma hver getur verið það, þá er hann er farinn að hugsa nokkuð.« Gerða andvarpaði, hristi höfuðið og sagði því næst í gleðiróm. »Til er eigi svo sólglitað málverk að skuggi sjáist þar ekki. Gallinn er aðeins sá, að við tökum fremur eftir skugganum eti birtunni. En þú verður að fá hina syngjandi Gerðu þína aftur; hún er leiðinleg í þessurn fullþroska með drúpandi höfði og grátþrunginn svip. Við kveðjum því fullþroskann. Vertu sæl.« Gerða kysti móður sína á ennið í kveðju- skyni. Hjá Strömbreg var nú ráðskona ekkjufrú nokkur Hólm. Hann hafði fengið hana, þá er hann kom til Svíþjóðar eftir lát konunnar sinn- ar, Frú Hólm átti nú að ganga Elsu í móður stað eftir að Gerða var farin. Pá er Gerða kom inn í stofuna, kom Elsa hlaupandi á móti henni með fagnaðarópum. Frú Hólm tók einnig vel á móti henni. Ström- berg var eigi heima og Gerða ætlaði að vera hjá þeim alt kvöldið og þær ætluðu þá að gera sjer sannarlega glaða stund. Pær fóru inn í setustofuna; þar voru þær vanar að vera á kvöldin. En jafnskjótt og búið var að kveikja, kom Strömberg inn. Hann kysti dóttur sína á enni'ð, hneigði sig þegjandi fyrir hinum og bað um tebolla. Hann var þungbúinn á svip og leit öðru hvoru á Gerðu. Pá er hann var búinn að drekka teið, sneri hann sjer að Gerðu. og sagði: »Jeg þarf að tala einslega við yður, ungfrú Ahrnell. Frú Hólm og Elísa geta farið inn í hliðarklefann á meðan.« Fiú Hólm leiddi Elísu á burt og Gerða og Strömberg voru ein. »Jeg verð að byrja á því,« mælti Strömberg, »að spyrja yður, hvort þjer hafið nýlega feng- ið bréf frá Englandi?* Gerða brá litum og neitaði. • Schneider hinn yngri hefir þá eigi látið yð- ur vita um væntanlega trúlofun sína?« »Trúlofön!« hrópaði Gerða náföl. »Hann giftist Milly Smith. Lesið þetta.« Hann rjetti henni brjef frá Milly Smíth. Hún kvaðst vonast eftir, að geta sagt Strömberg þá gleðifregn í næsta bréfi, að þau Richard Schnei- der væru trúlofuð. 3

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.