Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 63

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 63
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 59 brjósti sjer og mælti við sjálfa sig: »Broit með allar hugsanir um það, hvað jeg hefi mist, hve lítið jeg er og hefi verið honum, hve mikið jeg get hræðst þann mann, sem hefir boðið mjer hönd sína — en nú til starfa. Jeg verð að afla mjer einhverra starfa, sem svala þrá minni og gera mjer jafnframt fært, að sjá mömmu farborða. Jeg verð að breyta lífskjörum mínum, en gleyma og sætta mig við missi minn. O, Richard, Richard, hve heitt heft jeg eigi elskað þig!«• - Hún teygði úr handleggjunum, gekk inn til að kveðja þær frú Hólm og Elísu. Hún mátti eigi vera lengur, en varð að halda heim. Gerða svaf ekkert um nóttina. Morguninn eftir, þá er hún var klædd og komin á fætur, sagði hún við mömmu sína: »Jeg ætla að fara til síra Z. og finna hann að máli.« Gerða reyndi til að brosa, en brosið varð angurblítt og svipurinn raunalegur. Marianne klappaði dóttur sinni og andvarpaði. Óvanalegur þunglyndisblær hvildi einnig yfir andliti hennar þennan dag; augnaráðið var sljóft og hún var kinnfiskasogin. Gerða gekk hægum skrefum þar til hún kom að Katrínar-kirkjugarði. Par settist hún stund- arkorn niður., Hún hugsaði margt og hjarta hennar var þrungið kvíða, sorg og söknuði. Henni fanst dauðinn hafa rænt sig einhverju, sem aukið hafði giidi lífsins. Meðan hún sat þannig og var að reyna að átta sig, kom ung- menni gangandi eftir kirkjugarðinum. Hann var látlaust, en hreinlega klæddur. Hann var svo blátt áfram og þó svo einkennilegur, að hann virtist knýja menn til að hoifa á fríða, gáfulega og hreinskilnislega andlitið. Hann kom auga á Gerðu þar sem hún sat, og er hann kom til hennar, tók hann oían og mælti: »Góðan daginn, ungfrú Ahrnell. Pjer þekkið mig víst eigi?« Gerða leit upp og horfði á unglingirm, en auðsjeð var, að hún þekti hann eigi. »Jeg heiti Gústavson, en áður var jeg að eins nefndur Karl. Nú munið þjer máske eftir mjer?« Gerða hýrnaði á svip. Hún rjetti unglingn- um hendina og mælti: »Jeg man vissulega vel hinn duglega og vingjarnlega Karl, sem var svo hjálpfús og greiðvikinn við okkur mömmu. Pökk fyrir alla vináttuna á þeim raunatímum.* Petta þakklæti hrærði hjarta Karls, en hann varð vandræðalegur á svip. Gerða spurði, hvernig hann hefði þekt hana eftir svona mörg ár. Karl sagðist oft hafa sjeð hana koma til ungfrú Edith. Gerða spurði hann þá, hvernig hann hefði orðið lærisveinn Schneiders háskólakennara. Karl skýrði henni frá því í fám orðum og því með, að hann vonaðist til, að verða listamaður síðar. Gerða hlýddi hugsandi á hann. Pá er hann hafði vakið hana af þeim hugs- unum, sem hún var sokkin niður í, hafði hún spurt sjálfa sig, hvort hún væri eigi gædd neinni þeirri gáfu, sem rutt gæti henni braut til sjálfstæðis. Frammi fyrir henni stóð nú rjettur' og ^sljettur skósmíðasveinn, sem virtist eiga glæsilega framtíð fyrir höndum vegna hæflleika sinna. Níu ár voru liðin síðan þau höfðu talast við. Pá hljóp Karl um berfættur eins og aðrir náms- sveinar og líkur þeim að ásýnd og talshætti. Nú var hann orðinn ungur maður, sem færði hugsanir sínar í fögur, vel valin orð, og var þess fullviss, að starf hans mundi síðar skipa honum í tignarsess í þjóðfélaginu. »Er karlmanninum einum að eins unt þess, að breyta þannig kjörum sínum og afla sjer sjálfstæðis með starfi sínu?« hugsaði Gerða og andvarpaði. Klukkan á Katrínarkirkju sló 10. Gerða mundi þá eftir, að hún var búin að tefja of lengi hjá Karli. Hún stóð strax á fætur og kvaddi hann. Karl kvaddi, en stóð kyr, og þá 8’
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.