Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 64

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 64
60 nyiar kvöldvökur. er Gerða var komin nokkur skref, flýtti hann sjer á eftir henni og mælti: »Mig langar til að biðja yður bónar, ung- frú Ahrneli, en jeg þori það varia.« »Yður er það víst óhætt,« mælti Gerða og brostHhughreystandi. »Haldið þjer að móðir yðar leyfi að jeg heimsæki ykkur?* Karl horfði biðjandi á Gerðu og hún full- vissaði hann um, að það mundi móður sinni gleðiefni að sjá hann. Gerða hjelt síðan tif sira Z. Þar fjekk hún þá sorgarfregn, að hann hefði legið veikur í tvo daga. Hún gat því eigi fundið hann að máli. Hún hafði farið erindisleysu og hjelt því heim til þess að vinna upp tímann, sem hún hafði mist. Nokkrir dagar liðu og ekkert bar til tíð- inda. Mæðgurnar unnu" af kappi, en alt af ððru hvoru varð Marianne veik; nú var farið að hausta að og þá var hún ætíð heilsulin. Gerða var svo hrygg í hjarta, að hún gat eigi sungið og hlegið, þótt hún reyndi til að vera glöð. Hún gat eigi leitað sjer þeirrar huggunar, að skýra neinum frá hörmum sín- um. Átti hún að auka raunabyrði móður sinn- ar með sorg sinni? Nei, þúsund sinnum nei. Átti hún að segja við hana: »Maðurinn þinn var glæpamaður, tilfinninga- laus, samviskulaus bófi. Faðir barns þíns er illvirki; meðvitundin um þetta hefir svift dótt- ur þína hamingju hennar.« Gerða varð því að leyna sorgum sínum í djúpi hjaita síns. Hún gat eigi heldur sagt: »Dóttir þín hefir elskað, elskar og mun elska mann, sem búinn er að gleyma henni, mann, sem hún þorði eigi að ganga að eiga til þess að búa honum eigi sömu raunaforlögin, sem ást þín bjó föður mínutn.* Gerða varð einnig að leyna þessu í hjarta sínu og gæta sín að hryggja eigi móður sína með því. Hún vildi heldur eigi raska ró henn- ar með því að segja henni, að Strömberg hefði beðið sín; hún var einnig hrædd um, að móðir^ hennar mundi vilja breyta ákvörðun hennar í þeim efnum. Hún varð því að halda öllum raunum sínum í þagnargildi.- Hálfum mánuði eftir að síra Z. hafði lagst veikur fengu þær mæðgur þá sorgarfregn, að hann væri látinn — einkavinurinn þeirra og verndarinn. Mæðgunum varð þetta þungbært. Þær fundu vel, að þær höfðu mist einu stoð sína. Marianne varð svo mikið um lát prestsins, að hún lá nokkra daga veik. Henni batnaði samt aftur og kveld eitt sátu þær mæðgur að vinnu. Stormur var úti og regn. Gerða saumaði af svo miklu kappi, að hún leit eigi upp. Marianne lagði saumaskap- inn skyndilega frá sjer og mælti: »Nei, Gerða mín, það má eigi lengur svo til ganga, að við segjum eigi hvor annari leynd- armál okkar. Jeg hefi þjáðst svo mikið und- anfarna daga, að jeg verð að segja það, sem mjer býr í brjósti. Betur að við gætum enn ráðfært okkur við blessaðan prestinn.* »Leyndarmál?« endurtók Gerða og stökk upp af stólnum, eins og hún hefði verið stungin með nál. Hún fór þégar í stað að hugsa um föður sinn. »Þú ætlar þó eigi að neita því, að þú leynir mig einhverju?* »Hvað ætti það að vera?« spurði Gerða og Iaut niður að saumunum. »Gerða, horfðu á mig og svaraðu mjer. Hvað fór ykkur Strömberg á milli um daginn?« Marianne tók undir höku dóttur sinnar og lyfti höfði hennar. Hún var nábleik í andliti. Gerða leit á móður' sína og svaraði föstum rómi: »Strömberg bað dóttur þinnar.* »Af hverju hefirðu leynt mig þessu?« spurði Marianne. »Af því að jeg vildi ein ráða örlögum mín- um, kæra, elsku mamma mín.« Gerða bar hðnd móður sinnar að vörum sjer og bætti við: »Jeg var hrædd um, að þú, sem ert áhyggjufull út af framtíð minni, mundir vilja . , ,«

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.