Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 68

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 68
64 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. sem flestum öðrum. Meðan þung sorg eða mikil hætta ógnar eigi, lætur maður sársauk- ann, sem þær valda,»ná tökum á sjer, en mæti sannarlegt böl, vakna hinir blundandi sálarkraft- ar og maður varpar at sjer öllum veikleika.« »Hvað áttu við með því?« spurði Marianne kvíðafull. »Að jeg get framvegis álitið Strömberg óvin minn. Hann er ríkur og í mildum metum, jeg fátæk, lítt merk stúlka. Baráttan milli okkar verður ójöfn, ef til hennar kemur. Hann get- ur unnið mjer tjón, en jeg eigi honum. Jeg verð því að vera hugrökk og styrk, ef hætta ógnar mjer. Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sjer sjálfur. Og tökum nú til vinnu okkar.« Marianne fanst huggun lýsa sjer í róm og svip Gerðu, en samt var hún hálf kvíðafull. Dagurinn leið tfðindalaust. í rökkrinu sat Gerða á skemli við hliðina á Marianne og var að segja henni frá framtíðarfyrirætlunum sínum. Af launum sínum hjá Strömberg hafði hún dregið saman 150 dali og sett á sparisjóð. Hún ætlaði að nota þessa peninga til þess að læra eitthvað, sem henni mætti að gagni verða. Henni hafði komið til hugar, að fá tilsögn í dráttiist, og því vildi hún fullkomna sig í þeirri iðngrein, sem væri vel Iaunuð. Fyrir sauma og útsaum fjekk hún eigi meir en kr. 1,60 á dag og stundum minna. Fengi hún eigi annað starf hefði hún aldrei neitt af- löguin af daglegum gjöldúm. Pegar elli og veikindi bæri að höndum, væru þær allslausar. Hún sá að móðir hennar varð hrumari með hverju ári sem leið, og húu kveið þeim tíma, þá er hún yrði ein að sjá þeim báðum far- borða. Saumarnir yrðu þá alveg ónógir og þess vegna varð hún að afla sjer þeirrar þekk- ingar, séin gerði henni fært að vinna þeim nægilegt inn sjer til viðurværis. Mæðgurnar voru einmitt búnar að koma sjer saman um, að Gerða skyldi nota sparifje sitt í þessu skyni, þá er Karl Oústavson gekk inn. Gerða sagði að hann kæmi á heillastund, því að hún hefði verið að hugsa um hann all- an daginn. Karl brosti og roðnaði við að heyra þessa fríðu, elskulegu stúlku segja þetta. Honum fanst Gerða fegurri en nokkru sinni áður. Kynlegur glampi skein úr augum henn- ar. Karl spurði því að hún hefði verið að hugsa um hann; kvaðst Gerða hafa gert það af tómri eigingirni. Rá er búið var að kveikja og þær mæðgur sestar að vinnu, sagðist Gerða hafa verið á leið til síra Z. til þess að leita ráða hjá hon- um dag þann, sem hún mætti Karli í kirkju- garðinum. Hún vildi Iæra eitlhvað, sem gæti orðið henni arðmeira en saumarnir. Dauðinn hafði svift hana ráðlegging síra Z., en þá höfðu forlögin hagað því svo, að Karl varð á vegi iiennar. Hún bað hann nú að segja sjer, hvar hún ætti að fá tilsögn í dráttlist, svo að hún gæti fengið vinnu hjá einhverjum mynd- skera. Gerða sagði að sjer hefði komið þetta í hug eftir að Karl hefði heimsótt þær síðast. Hún sagði honum fyrirætian sína og kvaðst vera viss um, að hún hefði dráttlistar-hæfileika. Niðurstaðan af íhugunum ungmennanna varð sú, að Karl yrði bráðabirgða kennari Gerðu í dráttlistinni. Seinna átti hún að njóta tilsagn- ar færari kennara, sagði Karl, sem Ijet lítið yfir sjer. Pá er Karl fór skildi hann eftir fagrar fram- tíðarvonir í hjarta Gerðu. Hún sofnaði með bæn til guðs á vörum; hún bað hann að vernda sig, bað einnig fyrir ástvini sínum og ógæfusama föður. Hefði Gerða verið veikgerðari og eigi bor- ið eins ríkt traust til forsjónarinnar, mundi hún daginn eftir hafa farið að efast um gæsku guðs. En guðsást hennar og traust var óbifanlegt, hve þungar raunir sem bar að höndum. Allsnemma morguninn eftir kom Strömberg til þeirra mæðgna. Gerða varð kvíðafull, er hún sá hann, en það hvarf undir eins, því að hún hjelt, að hann kæmi tíl að borga þeim síðustu vinnu þeirra. Hann var samur í við- móti og áður. Hann greiddi skuld sína, spurði síðan um Iíðan frú Ahrnell og Ijet henni ýms- ar ráðleggingar í tje við taugaveiklun hennar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.