Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 76
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
72 .
illi samviskusemi er jeg þó gædd, að jeg vildi
eklci eiga þann mann, sem hefir gert eins og
Níels og eigi bætt fyrir það og það mun víst
á löngu líða.«
»Já, en Stína! Jeg er farin að halda, að
saga yðar sje eigi sönn, og þá finst mjer jeg
hafa breytt órjettilega. Stundum, er jeg horfi
f hin sakleysislegu augu hans, verð jeg efa-
söm, og jeg hugsa: Ef að Stína hefði nú
logið að mjer! Hve miklum rangindum hefi
jeg þá eigi beitt veslings Níels.«
»Að jeg hafi logið?« æpti Stína og var grát-
ur í rómnum. »Að jeg hafi borið bróður
minn, sem jeg ann svo heitt, rógi. Og þjer
segið þétta upp í opið geðið á mjer? Rað
er of djúpt tekið í árinni.«
Polinmæði Karls var nú nóg boðið og hann
stappaði niður í gólfið.
»Oóða Stína mín! Rjer megið ekki láta yð-
ur fallast svona mikið um þetta,« mælti Lo-
vísa. »En lítið þjer á. Skömmu eftir að Ní-
els var orðinn meistari, sögðuð þjer mjer, að
hann hefði eigi greitt ekkjunni skuldina. Rað
varð til þess, að jeg fór að efast um orð yð-
ar og ákvað, að grenslast nánar eftir þessu.
Nú er Níels farinn að tortryggja mig af því
að jeg hefi færst undan að halda brúðkaupið,
og jeg vil eigi lengur láta við svo búið standa.
Hann verður heldur að fá að vita, að jeg veit
um afbrot hans, og að hann verði að bæta
fyrir ranglæli sitt áður en jeg verði konan
hans. Viljið þjer eigi leysa mig frá loforði
mínu, svo að . . .«
»Ætlið þjer að rjúfa það?« æpti Stína. »En
áður en þjer fáið leyfi til þess, ætla jeg að
kæfa yður.«
»Nei, það skal eigi verða,« hrópaði Kari og
hratt opnum herbergisdyrunum.
Stína hafði ráðist á Lovísu, sem reyndi til
að verjast. Rótt eldingu hefði slegið niður,
þá hefði hún eigi valdið meiri -undrun en
koma Karls. Stína starði heiptaraugum á bróð-
ur sinn.
»Hvaða læti eru þetta, Stína?« mælti Karl
og gékk til hennar. »Retta verður þjer dýrt
spl&g; þjer er óhætt að trúa, að jeg segi Ní-
els alt saman, og gaman hefði jeg að vita,
hvernig þú ferð að verja þig, þar eð þú hefir
borið hann rógi.«
»Dirfist þú að segja það?« sagði Stína og
gekk að honum, en Karl þreif um báða hand-
leggi hennar, hratt henni frá sjer og mælti:
»Hættu að æpa og minstu þess, að jeg er
kominn af drengjaárunum: Annars hefi jeg
'ekkert við þig saman að sælda, en ætla að
tala nokkur orð við Lovísu f einrúmi.*
Stína jós skammaryrðum yfir bróður sinn,
en hann Ijet það eigi á sig fá, én tók Lovísu
við hönd sjer og fór með hana inn í herbergi
Níelsar og læsti á eftir þeim.*
Stína varð æðisgengin og lamdi svo mjög
hurðina, að sveinninn kom hlaupandi úr vinnu-
stofunni og spurði hvað á gengi.
»Stína er í slæmu skapi,« mælti Karl, og
sveinninn fór með þau orð á vörum, að ef
henni þætti skemtun að því að lemja á hurð-
ina, þá gæti hann unt henni þess gamans.
Loksins voru þau Karl og Lovísa ein sam-
an. Hann bað hana nú að segja sjer alla
sögu og fullvissaði hana kröftuglega um, að
Níels væri hinn ráðvandasti og hefði aldrei
gert sig sekan um neina óhæfu.
Lovísa sagði því næst frá, að skömmu áð-
ur eti Ntels hefði fyrsta sinni nefnt giftingu
við sig, hefði Stína komið til sín döpur í
bragði og sagt sjer, að viðlögðu þagnarheiti,
að skipstjóri nokkur hefði fengið Níels í hend-
ur allstóra fjárupphæð til frú Ahrnell, en Níels
hafði að eins fengið ekkjunni nokkrar krónur.
Hinu hefði hann stungið í sinn vasa og notað
til ýmsra hluta. Stína kvaðst hafa ámælt hon-
um fyrir þetta, og hefði hann þá lofað að
endurborga ekkjunni peningana. Stína hafði
nú beðið Lovísu að játast eigi Níels fyr en
hann væri orðinn meistari og búinn að greiða
skuldina, Kvað hún hann enn eigi'færan um,
að sjá fyrir fjölskyldu. Mundi hann eigi geta
borgað ekkjunni, ef hann giftist, og hafa þá
sífelt samviskubit af þjófnaðinum. Lovísa var
góð stúlka og göfuglynd og vlldi styðja Níels