Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 77

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 77
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 73 í að bæta fyrir þennan brest. Hafði lifin því mörgum sinnum fengið Stínu allmiklar fjár- upphæðir,. sem hún hafði dregið saman og ætlað frú Ahrneli. Lovísa hafði sjálf iátið pen- ingana í umslag, ritað heimilisfangið utan á og fylgt Stínu að húsi frú Ahrnell. Karl hlustaði hryggur á jj'essa sögu, sem miðaði að því, að hindra hjúskap Níelsar og Lovísu og gramdist vonska Stínu. Hann sagði hið sauna og rjeð hénni til að fara áður en Níels kæmi; lofaði hann að færa alt í lag. Hann óttaðist einnig, að Stína hefði sagt Níels einhverja sögu um Lovísu. Pá er hún var farin, fór Karl inn tii Stínu til þess að reyna að koma vitinu fyrir hana. Hún neyddist tii að hlýða á hann. Hann heimtaði, að hún skilaði Lovísu peningunum og játaði allan rógburð sinn; annars segði hann Níels alt háttalag hennar og mundi hann þá eigi láta sjer ant um hana framar. Yrði hún þá að leita til sveitarinnar, eða sjá sjer farborða sem 'best hún gæti. Stína þekti Níels og vissi að hann var góð- menni, en fastur fyrir og enginn flysjungur. Hún neyddist því til að gera alt, sem Karl heimtaði, með því skilyrði, að Níels fengi eigi að vita ummæli hennar við Lovísu. Óvild sú, sem Stfna hafði haft á Karli, varð nú að liatri. Eftir gifting Nielsar var eina ósk hennar sú, að hefna sín á Karli. Þá er Níels kom úr kirkjunni, höfðu þau Stína og Karl nylokið við sáttagerð sína. Fór Karl þegar til hans. Var auðsætt á svip skó- smiðsins, að særandi hugsanir og geðshræring- ar brutust um í brjósti hans. »Gott er að þú ert kominn, Karl,« mælti hann. »Jeg var að hugsa um, að það væri svo Inngt síðan að jeg hefði sjeð þig.« Karl kvaðst hafa verið störfum bundinn und- anfarið, en sneri svo talinu að Lovísu. Hann sagðist hafa talað við hana og reyndi af fremsta megni að skýra hegöan hennar. Hann mintist á, að Stína hefði játað, að húnr hefði farið ósannindaorðum um hana. Karl sá sjer til mikillar svölunar, að eftir að þeir höfðu ræðst við í klukkustund, þá tók svipur bróður hans að Ijettast og gleðiblær að leika um andlit hans. Níels æskti nú einkis fremur en að hitta Lovísu, og mundi hafa þotið til hennar, ef Karl hefði eigi sagt honum þá fregn, að hún kæml síðdegis. Karl þurfti einnig að ræða ýmislegt við bróð- ur sinn. Karl sagði honum, að hann hefði endur- nýjað kunningsskapinn við frú Ahrnell og dótt- ur hennar. Hann mintist á veikindi Marianne og ráðagerðir þær, sem hann og Gerða hefðu rætt um viðvíkjandi framtíð hennar, ef hún gæti fengið tækifæri til dráttlistarnáms. Hann gat því næst um tilboð háskólakennarans og uppástungu sína um það, að hfin kendi ensku. Hann leitaði nú úrskurðar Níelsar um það, hvað hentast mundi mærinni. Níeis áleit í alia staði rjett, að hún tæki til- boði náskólakennarans. Hann leit svo á, að hann mundi mæla með henni, ef honum fjelli vel við hana. Hann gæii einnig útvegað henni nemendur í enskunni, en þeir bræður gætu það eigi. — Með því V2r ráðið fram úr þess- um vandamálum. Rá er bræðurnir skildust og Lovísa kom aftur, var útkljáð, að Gerða skyldi taka boði háskólakennarans. Einnig hafði þeim Karli og Níels komið saman um, að Stína yrði eigi framvegis heima, en að Níels sæi henni fyrir húsnæði eftir að hann væri giftur. Karl fór frá Níels í glöðum hug, því að þau Níels og Lovísa höfðu sætst heilum sáttum. Lovísa hafði heitið að giftast honum um vor- ið. Hún ætlaði að eins að enda vistartíma sinn. (Framh.). 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.