Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Side 8

Fréttatíminn - 20.12.2013, Side 8
K ortavelta Íslendinga á erlendri grundu hefur aukist um 6,2% það sem af er ári en kortavelta innan- lands hefur aðeins vaxið um 0,7% á sama tíma. „Þessi aukning á kortaveltu Íslendinga erlendis er athyglisverð,“ segir Greining Íslandsbanka, „sér í lagi í ljósi þess að utan- ferðum Íslendinga hefur aðeins fjölgað um 1,1% á milli ára á sama tímabili. Við teljum afar líklegt að þessi mikli munur sé til- kominn vegna þess að Íslendingar eru í mjög auknum mæli að versla við erlendar netverslanir, á borð við kínversku síðuna Aliexpress.“ „Nýjustu tölur yfir greiðslukortaveltu benda til þess að þó nokkur vöxtur hafi verið í einkaneyslu í nóvember síðastliðnum frá fyrra ári. Líkt og að undanförnu var sá vöxt- ur að miklu leyti drifinn áfram af aukinni veltu innlendra korta erlendis. Þá má lesa út úr tölunum að mikil aukning var á notkun erlendra korta hérlendis í nóvember á milli ára, sem rímar vel við tölur Ferðamálastofu um þá miklu fjölgun sem var á erlendum ferðamönnum hér á landi í mánuðinum,“ segir Greiningin. Samkvæmt tölum Seðlabankans, sem birtar voru síðastliðinn föstudag, jókst korta- velta Íslendinga innanlands að raungildi um 0,9% í nóvembermánuði frá sama mánuði í fyrra, en kortavelta þeirra erlendis jókst hins vegar um 15,6% á sama mælikvarða. Síðar- nefndi vöxturinn er talsvert hraðari en sá 10% vöxtur sem átti sér stað á brottförum Ís- lendinga um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Vöxturinn í kortaveltu einstaklinga í nóvember er svipaður og sá 2,3% raunvöxtur kortaveltu sem var í október, en talsvert hraðari en sá 1,2% vöxtur sem hefur að jafn- aði verið á árinu. Vöxturinn á árinu er að miklu leyti drifinn áfram af aukinni veltu innlendra korta erlendis en lítil aukning er á veltu innlendra korta hérlendis,“ segir Greiningin og bendir um leið á nýlega um- fjöllun Fréttablaðsins um aukna póstverslun frá Kína kom til að mynda fram að póstsend- ingum þaðan til Íslands fjölgaði fimmfalt á fyrstu tíu mánuðum ársins frá sama tíma í fyrra, og raunar virðist hafa hert á þessari aukningu eftir því sem liðið hefur á árið. „Þrátt fyrir að ofangreind þróun leiði til þess að einkaneysla vaxi meira en ella, þá er hún ekki til þess fallin að ýta undir meiri vöxt vergrar landsframleiðslu. Ef sú er raun- in að vöxtur einkaneyslu eigi sér að miklu leyti stað utan landsteinanna gætu framan- greindar tölur bent til eitthvað hægari hag- vaxtar en ella,“ segir Greining Íslandsbanka. „Ástæðan er sú að erlend neysla, þá hvort sem það sé eyðsla Íslendinga sem halda erlendis eða þeirra sem láta sér það nægja að vera heima og versla á netinu, kemur að fullu til frádráttar í innflutningsliðum þjóðhags- reikninga en innlend neysla aðeins að hluta.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Kortin straujuð í Kínabúðunum Íslendingar versla í auknum mæli við erlendar netverslanir á borð við kínversku síðuna Aliexpress. Erlendar net- verslanir á borð við kínversku síðuna Aliex- press virðast höfða mjög til Íslendinga.  AuKin netverslun drifKrAftur einKAneyslu? Ólafur Garðar Halldórsson og Sigríður Mogensen hafa verið ráðin til Samtaka atvinnulífs- ins sem hagfræðingar á nýju efnahagssviði samtakanna. Efnahagssvið SA hefur faglegt sjálfstæði innan samtakanna en meginverkefni þess er að annast rannsóknir og greining- ar á íslensku efnahagslífi. Ólafur er með M.Sc. gráðu í hagfræði frá University of Essex og með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur áður starfað á hag- fræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands og sem sér- fræðingur í greiningu hjá IFS ráðgjöf. Sigríður er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur síðustu ár starfað sem hagfræðingur hjá embætti sérstaks saksóknara og sem stundakennari í fjármálum og hagfræði við Háskóla Íslands. Þá hefur Sigríður starfað sem fréttamaður á Stöð 2 og var blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Ólafur hefur þegar hafið störf en Sigríður mun hefja störf í byrjun nýs árs. - jh Ólafur Garðar og Sigríður til SA Ólafur Garðar Halldórsson og Sigríður Mogensen. ÍTALSKT JÓLABRAUÐ Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunudaga 8.00 -16.00 Grípandi lög sem allir geta sungið með ! FIMMUND Útgáfa og dreifing ehf. Sími 822 6866 • hugarflug@internet.is Bráðskemmtileg barnaplata !il l ! Fimmtán ný lög eftir Inga Gunnar Jóhannsson, við ljóð Þórarins Eldjárns úr ljóðabókinni „Grannmeti og átvextir“. Flytjendur: Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Ingi Gunnar Jóhannsson, Hilmar Sverrisson, Ómar Ragnarsson og Örn Árnason. 8 fréttir Helgin 20.-22. desember 2013
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.