Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 22
Jólin eru ekki í matnum eða skreytingunum heldur innra með sjálfum þér Jólin í þér É g gleymdi því í gærmorgun að það var dótadagur á leikskól-anum. Dóttir mín var vitanlega mjög leið þegar við mættum og sáum bara hina krakkana með dót. Ég hefði orðið of sein í vinnuna ef ég hefði farið heim að sækja dót og ákvað því að biðja Lovísu mína að doka við á meðan ég athugaði hvað leyndist í bíln- um því stundum verða þar eftir bækur eða leikföng. Í þetta skiptið var lítið að hafa, litla gula mús sem hefur hangið á sætinu fyrir framan hana frá því hún var ungbarn, og í skottinu fann ég síðan forláta frisbídisk sem ég fékk á afmæli Atlantsolíu hér um árið og var kirfilega merktur fyrirtækinu. Mér fannst ég hafa heldur lítið upp úr krafsinu en ákvað að at- huga hvernig henni myndi lítast á þessa hluti. Annars myndi ég bara fara heim að sækja dót. Það gerðist nefnilega einu sinni áður að ég gleymdi dótadeginum en komst ekki að því fyrr en í lok dags og Lovísa hafði þá verið miður sín allan daginn. Nei, það skyldi ekki gerast aftur. Full efasemda gekk ég inn með gulu músina í annarri hendi og frisbídiskinn í hinni, en þegar hún sá mig fór hún bókstaflega að ljóma. Á sama tíma kom einn pabbinn inn með dóttur sína og dúkkuvagn og dúkku en Lovísa lét það lítið á sig fá. Þar sem músin og frisbídiskurinn áttu lítið sam- eiginlegt ákvað ég að biðja hana að velja annað hvort og hún hreinlega titraði af spenningi meðan hún skælbrosandi reyndi að ákveða hvort hún vildi, og valdi loks hvíta fisbídiskinn með vöru- merki Atlantsolíu, stóru A-i og O-i. Já, og þetta var sérstaklega flott því Anya, ein besta vinkona Lovísu, átti þarna staf. Stundum vildi ég hreinlega óska að það væri jafn auðvelt að gleðja mig og rétt fjögurra ára barn, og að ég léti ekki tegund eða stærð efnislegra hluta trufla mitt daglega líf. Þessa dagana snýst allt um að kaupa ákveðinn mat og nógu fínar gjafir og skreyta á viðurkenndan hátt því annars er ekki hægt að halda jól. Já, þá koma jólin barasta ekki. Fyrr í desember birtist viðtal í Frétta- tímanum sem ég tók við söngkonuna Sigríði Thorlacius sem sagðist ekki binda jólin við ákveðna hluti. Eftir að fyrsti í aðventu var liðinn gerði hún sér grein fyrir að hún var ekki með neinn aðventukrans og það truflaði hana lítið en hún ákvað samt að fá sér lítinn krans, bara svona af því það er það sem fólk gerir á aðventunni. Ég tengdi mjög sterkt við hvernig hún finnur jólin í sín- um eigin hefðum en ekki þeim utanað- komandi, hefðum sem aðrir hafa búið til fyrir okkur. Hún sagði líka frá því þegar hún eyddi jólunum með vinkonu sinni í París þegar þær voru nýskriðnar upp úr tvítugu og voru þær sannfærðar um að jólin myndu alls ekki koma því aðstæð- urnar voru svo óhefðbundnar. En jólin komu nú samt og þau gera það alltaf. Þetta er ekki spurning um að borða hamborgarhrygg með sparihnífapörum, klæðast glænýjum tískufötum og gefa – og fá – dýrustu gjafirnar. Það eru ekki jólin. Jólin eru hátíð kærleikans og kærleikurinn spyr hvorki um titil né efnahag. Jólin eru hátíð þar sem við fáum tækifæri til að setjast niður, sátt við okkar, og gleðjast í núinu yfir því sem við eigum, því það er sama hversu lítið þú heldur að þú eigir þá veit ég að þú finnur fjársjóðinn ef þú bara leitar vel innra með þér. Stundum vildi ég hreinlega óska að það væri jafn auðvelt að gleðja mig og rétt fjögurra ára barn. Nilfisk er hrein snilld fyrir jólin! GÆÐI OG GÓÐ ÞJÓNUSTA Í MEIRA EN 70 ÁR! FÖNIX Raftækjaverslun • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • fonix@fonix.is • www.fonix.is Um áratugaskeið hafa Nilfisk ryksugurnar sannað yfirburði sína sem gæðamerki sem uppfyllir ströngustu kröfur Power Eco Almennt verð: 56.800 Verð nú: 39.800 Handy 2 in 1 - 14 v Almennt verð: 24.800 Verð nú: 19.800 Handy 2 in 1 - 18 v Almennt verð: 29.800 Verð nú: 23.400 Elite Comfort Almennt verð: 74.200 Verð nú: 58.800 Coupe Neo Almennt verð: 26.800 Verð nú: 19.800 Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is sjónarhóll Vikan í tölum 37,8 milljóna hagnaður varð af rekstri veitingastað- arins Sushisamba í fyrra. Það er viðsnúningur frá 21,1 milljóna tapi árið áður. 1.000.000.000 króna er knattspyrnumaðurinn Alfreð Finnbogason í Heerenveen metinn á. Skoska liðið Celtic er sagt vera að undirbúa tilboð í kappann í janúar. 2,2 milljörðum króna varði Gamma í kaup á fasteignum í fyrra. Félagið á, rekur og leigir út íbúðir í Reykjavík. 70 milljónir króna vann atvinnulaus fjölskyldukona í lottóinu um síðustu helgi. Potturinn var áttfaldur í fyrsta sinn og skiptu tveir með sér vinn- ingnum. 22 viðhorf Helgin 20.-22. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.