Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Síða 28

Fréttatíminn - 20.12.2013, Síða 28
ÞINN STUÐNINGUR GERIR KRAFTAVERK Aðgangur að hreinu vatni er ekki sjálfgefinn. Hjálparstarf kirkjunnar gerir fólki kleift að byggja brunna í Afríku – og þitt framlag skiptir sköpum. Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka. EINNIG: • Frjálst framlag á framlag.is • Gjafabréf á g jofsemgefur.is • Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.) • Söfnunarreikningur: 0334-26-50886, kt. 450670-0499 Gefðu gjöf sem skiptir máli HREINT VATN BJARGAR MANNSLÍFUM PI PA R \ TB W A • SÍ A PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 33 63 9 Demants hálsmen -falleg jólagjöf jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Systir í Sinfóníunni Hún segist njóta þess að koma fram á tónleikum. „Mér finnst mjög gott að vera á sviði og ég fæ aldrei leið á að spila. Ég get ekki hlustað á plötuna því ég er búin að hlusta svo mikið á lögin en það er allt annað að flytja þau og gefur mér mikla orku. Ég hugsa stundum um hvað tónlist er miklir töfrar. Ekki bara okkar tónlist heldur tónlist almennt. Tónlist skerpir á huganum og til- finningum og hefur óumflýjanlega áhrif á mann. Tónlist er öflugt list- form, maður efast aldrei um tónlist og þarf ekki að spyrja spurninga. Annað hvort hittir hún mann eða ekki.“ Mikið var hlustað á tónlist á æskuheimili Katrínu og ólst hún upp við sellóleik stóru systur sinnar sem byrjaði 7 ára að læra. „Ég leit mjög upp til hennar og man vel eftir að hafa hlustað á hana æfa sig. Hún er núna í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Ég prófaði að læra á alls konar hljóðfæri en hélst aldrei í neinu, þar til ég byrjaði í hljómsveit- inni þegar ég var þrettán ára,“ segir hún en Mammút sigraði í Músíktil- raunum árið 2004. Heilluð af Óráði Öll hljómsveitin semur lögin í sam- einingu en síðan vinnur Katrína textana. „Lagið kemur alltaf á undan. Ég á ekki auðvelt með að semja texta. Stundum rennur hann fram og stundum þarf ég virkilega að sitja við. Það er ekki langt síðan mér fannst textar skipta máli. Ég hef oft sungið á sviði án þess að hafa texta en það hefur farið aðeins í taugarnar á hinum í hljómsveit- inni. Mér finnst allt í lagi að bulla og búa til hljóð, en þegar textarnir eru komnir sé ég hvað þeir eru mikilvægir. Af textunum á plötunni finnst henni textinn við lagið Salt ná hvað best utan um plötuna. Þar segir meðal annars „Stráðu á mig salti“. „Í þessum texta fjalla ég um baráttuna við tímann og með því að strá á mig salti er verið að leggja mig í salt, svona eins og matvæli, og augnablikið fryst þannig að það hverfi ekki strax. Textarnir eru allir unnir út frá tilfinningum og ímyndunarafli eins og þegar maður er að ýfa eitthvað upp. Ég er svo hrifin af þversögnum í textum og tvíræðni. Textarnir eru auðvitað innblásnir af Davíð Stefánssyni sem var alltaf að rífa úr sér hjartað. Í tónlist og myndlist finnst mér dramatík svo frábær en það þarf líka að leika sér að dramatíkinni. Þannig hef ég unnið textana.“ Auk Salts hefur lagið Blóðberg notið vinsælda í útvarpi en þar segir: „Ég drekk úr þér blóð og kyrja orð til þín, um alla töfrana í þér.“ Katrína segist upphaflega haldið að Davíð Stefánsson hafi bara ort ljóð á borð við ljóðið um Litlu Gunnu og litla Jón en eftir að hún las hið ástríðufulla ljóð „Óráð“ varð hún alveg heilluð. „Ég féll algjör- lega fyrir honum. Hann setur sig líka svo oft í spor kvenmanns þegar hann skrifar sem er svo furðulegt því hann er fæddur 1895. Hann er með ótrúlegar myndlíkingar og rosalega dramatík, en á einhvern hátt finnst mér skrifin hans mjög fersk þó þau séu gömul.“ Í umfjöllunum um plötuna hefur verið sagt að söngurinn sé tælandi og undir- tónninn jafnvel kyn- ferðislegur. Katrína mótmælir því ekki. „Það má alveg skilja þetta þannig. Stundum þegar ég hlusta á gítarleikinn hennar Alexöndru Baldursdóttur þá finn ég alveg hvað hann getur verið kynferðislegur. Í textanum tala ég líka um „hvílubrögð“ og er örugg- lega með fleiri skírskotanir beint í kynlíf. Mér finnst kynlíf brjóta niður veggi og hömlur en í raun finnst mér kynlíf vera mjög hvers- dagslegt viðfangsefni. Það er líka búið að eyðileggja kynlíf sem við- fangsefni á ákveðinn hátt og upp- hefja, þannig að það er ekki eins og maður sé fyrst að uppgötva þetta. Engan veginn.“ Tileinkað elskhugum Innan í plötuumslaginu segir „Til- einkað fyrrverandi & núverandi elskhugum okkar.“ Hún segir að þessi hugmynd, að tileinka þeim plötuna, hafi einfaldlega komið upp hjá öllum í sveitinni. „Í gegnum þau fimm ár sem liðin eru frá síðustu plötu, eða jafnvel bara alveg frá því við byrjuðum að vinna saman fyrir tíu árum, hafa alls konar elskhugar komið og farið. Elskhugar geta samt líka verið vinir sem maður hefur átt í ástarsambandi við, hvort sem það er kynferðislegt eða ekki. Þetta vísar bara til fólks sem hefur haft áhrif á okkur, textana og tónlistina, því maður er jú alltaf að semja um þessa ást.“ Forsíða plötuumslagsins hefur vakið nokkra athygli og þegar Fréttablaðið valdi á dögunum bestu og verstu plötuumslögin var „Komdu til mín svarta systir“ valið það umdeildasta. „Þetta er besti titill sem hægt er að fá, að vera með umdeildasta plötuumslagið. Ég hló svo mikið þegar ég las umsagn- irnar og að sumum fyndist hrein- lega óþægilegt að horfa á þetta, og einhver sagði að þetta væri eins og kartöfluspíra. En þarna framan á eru ég og Sunneva Ása Weisshap- pel, góðvinkona mín. Við unnum þetta saman og fórum í hugmynda- fræðina á bak við svörtu systurina. Okkur langaði að fanga stemn- inguna á plötunni og unnum þetta í gjörningi með hreyfingum eða eins konar dansi. Við erum þarna á dýnu og erum þaktar fjöðrum sem við rifum úr koddum. Þetta er „gro- tesque“ og það er í góðu samtali við tónlistina. Við erum með róleg lög og mjög „aggressív“ lög.“ Eftir síðustu plötu fór Mammút í tónleikaferðalag um Evrópu „þar sem við spiluðum á rómantískum, sveittum, skítugum börum. Þetta var rosalega skemmtilegt.“ Planið er að fara aftur í tónleikaferðalag til að fylgja svörtu systurinni eftir. „Okkur langar til þess. Okkur langar að ná eins mörgum eyrum og hægt er og hræra í eins mörgum hjörtum og við getum.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Plötuumslag „Komdu til mín svarta systir“ þykir umdeilt. Mammútliðar: Katrína Mogensen, Arnar Pétursson gítarleikari, Ása Dýradóttir bassa- leikari, Alexandra Baldursdóttir gítarleikari og Andri Bjartur Jakobsson trommuleikari. Ljósmynd/Ronja Mogensen C M Y CM MY CY CMY K FINALMAMMVT_poster.pdf 1 10/10/13 10:16 AM 28 viðtal Helgin 20.-22. desember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.