Fréttatíminn - 20.12.2013, Page 34
sinn, til þess að myndskreyta söguna enda biskupinn
býsna flinkur teiknari eins og myndirnar í Jólaand-
anum bera með sér.
„Það kom ekkert annað til greina,“ segir Gói en faðir
hans er hógværðin uppmáluð þegar kemur að hans hlut
í bókinni.
„Ég hef teiknað frá því ég man eftir mér,“ segir Karl.
„Alltaf eitthvað verið að krassa og pára.“
„Krassa og pára. Það kemur alltaf,“ segir Gói og
glottir.
En er ekki Karl þarna að sýna á sér áður óþekkta
hlið?
„Að ég sé að stíga út úr rammanum? Jæja, ég veit það
ekki. Ég kalla þetta ellibrek. Maður fer að leika sér í
iðjuleysinu og þarf að hafa eitthvað fyrir stafni,“ segir
Karl og bætir við að trélitirnir séu allra bestir þegar
kemur að teikningunni.
„Hann gerði alltaf afmælisdúka og afmælis- og
jólakort og svona,“ skýtur Gói inn í. „Það eru mikil
listaverk.“
„Þetta hefur tengst krökkunum mikið,“ heldur Karl
áfram. „Ég teiknaði með þeim og fyrir þau og hafði
ofan fyrir þeim með þessu. Og litlu verður Vöggur
feginn. Það er svolítið svoleiðis.“
Jólin koma sama á hverju gengur
Ætli megi ekki segja að helsti boðskapur Góa með
Jólaandanum sé að hann sé ekki að finna í stressi og
kaupæði í kringum jólin? Reynsla hans af jólaundir-
búningi í æsku er þó fyrst og fremst sú að þrátt fyrir
miklar annir hafi verið hægt að halda stressinu utan við
jólahaldið.
„Ég hef nú einmitt oft
verið að hugsa út í það að
miðað við hvað það var
alltaf mikið að gera þá man
ég ekki eftir því að það
hafi verið mikið stress eða
mikið verið að velta sér
upp úr því. Þetta var bara
eins og það var og það var
alltaf tími til að teikna fyrir
okkur eða gera eitthvað
með okkur. Ég reyni nú
alltaf að muna þetta þegar
ég er á þönum sjálfur með
börnin og finnst eins og ég
hafi ekki tíma fyrir neitt.
Þá skjóta þessar minningar
upp í kollinum. Um hvernig
þetta var þegar maður var
sjálfur lítill.“
„Já, já. Það er gaman að
heyra þetta. Ég held að í
þessari sögu þá hafi Gói
náð að draga upp mynd af
þessum veruleika sem er
í samfélaginu fyrir jólin.
Annars vegar er mikið
stress og mikil krafa um
að finna hinn rétta anda
og svo er gríðarlega margt
sem gert er í þessum til-
gangi sem verður til þess
að það sem þetta nátt-
úrlega snýst allt um vill
gleymast. Þetta kemur vel
fram í þessari litlu sögu og
því sem bangsinn upplifir á
þessu kvöldrölti sínu. Það
er auðvitað alls konar jóla-
stemning og jólatiltæki í
gangi sem móta umhverfið
en stundum fer svo að það
sem á að draga fólk saman
og móta samstöðu veldur
kannski tvístringi.“
Og Gói tekur við. „Það er voða leiðinlegt ef kapp-
hlaupið verður þannig að þú ert alltaf að haga öllu
þannig að allt verði fínt þegar þið eruð saman en af
þeim sökum náir þú ekki að vera með fólkinu þínu.
Af því að þú ert alltaf að leita að einhverju til að gera
huggulegt þegar samverustundin rennur upp.“
„Já. Vegna þess að þetta er ekki þannig að það sé
merkt inn á töflu hvenær rétta augnablikið kemur,“
segir Karl. „Þetta rétta augnablik kemur ekki einhvern
tíma seinna. Það er núna. Þetta snýst um það. Jólin
koma bara og fara en þú átt bara þetta andartak sem er
núna og ef þú leggur þig í það og leitast við að gera gott
úr því þá er það rétti andinn.“
Tvær messur á aðfangadag
Á æskuárum Góa messaði séra Karl að sjálfsögðu
klukkan sex á aðfangadagskvöld og aftur klukkan hálf
tólf. Og annir prestsins mótuðu jólahaldið óhjákvæmi-
lega.
„En alltaf náðist að halda jól og í minningunni eru
þetta hátíðlegustu stundir ársins,“ segir Gói. „Spenn-
ingurinn var mikill og við þurftum alltaf að mæta
svolítið snemma í kirkjuna til að ná sætum og svona
enda var alltaf troðfullt. Svo var komið heim og við
fengum alveg að borða og fengum pakka,“ segir Gói
og feðgarnir hlæja. „Og svo var farið í næstu messu og
það var ekkert verið drífa okkur áfram og segja manni
að sturta í sig rauðkálinu eða eitthvað til þess að við
yrðum ekki of sein. Ef það varð einhver pakki eftir þá
var bara voða gaman að koma heim úr seinni messunni
eða opna á jóladag.“
„Krakkarnir tóku líka þátt í þessu öllu saman. Í sam-
bandi við matarundirbúninginn og þess háttar,“ segir
Karl. „Gói var ansi liðtækur í því og er allavegana föður-
betrungur í eldhúsinu, eins og á fleiri sviðum.“
Þegar messuhaldið er komið til tals bendir Karl á að
jólamessan sem Ríkisútvarpið sendir út klukkan sex
á aðfangadag hafi mikið vægi og sé víða ómissandi
þáttur jólanna. „Hún hefur gríðarlega mikið að segja og
er undirleikur undir borðhaldi stórs hluta þjóðarinnar
þótt það séu líka gríðarlega margir í kirkju á þessum
tíma.
Klukknahljómurinn úr Dómkirkjunni klukkan sex,
þegar Ríkisútvarpið kemur inn, nær áreiðanlega eyrum
margra. Ég held að hann marki nú bara fyrir þjóðinni
þessa breytingu sem verður á öllu þegar jólaandinn
leggst yfir heilt samfélag. Ég held bara að þetta sé ein-
stakt í heiminum. Þetta íslenska jólahald sem byrjar
á slaginu klukkan sex þegar klukkur Dómkirkjunnar
hringja í útvarpinu. Og maður hefur tekið eftir þessu,
inni á stofnunum, sjúkrahúsum, elliheimilum og alls
staðar að þetta kemur þar inn og snertir alla.“
Kröfuharður kúnni
Feðgarnir segja samvinnuna við gerð Jólaandans hafa
verið ákaflega ánægjulega en Karl vill þó meina að
sonurinn hafi verið dálítið ýtinn.
„Hann skipti sér af þessu öllu saman,“ segir Karl og
hlær.
Gói er ekki alveg á sama
máli og segist voða lítið
hafa þurft að skipta sér af
teikningunum.
„Hann þurfti heilmikið
að gera það.“ Segir Karl og
gefur sig ekki.
„Nei, nei. Sagan var í
grunninn tilbúin og svo
ræddum við um hvar
myndir ættu að koma inn
og af hverju,“ segir Gói.
„Þá bættist alltaf við
kröfurnar,“ segir Karl en
Gói bað um stöðugt fleiri
myndir eftir því sem á leið.
„Þetta var mjög kröfu-
harður kúnni.“
„Þú getur sjálfum þér
um kennt vegna þess að
þú varst svo snöggur að
þessu. Fljótur að teikna,“
segir Gói.
„Já, þetta var fljótaskrift
svona,“ segir Karl.
„Ef þú hefðir verið eitt-
hvað að drolla við þetta
þá hefði maður bara látið
minna duga.“
„Já, já. Ég er nú ein-
hvern veginn þannig að
ég vil klára hlutina strax
og ekkert vera að bíða.
Þótt þetta hafi verið mjög
skemmtilegt samstarf. Það
er alltaf gaman að vinna
með honum Góa. Það
hefur alltaf verið það frá
fyrstu tíð.“
Feimni leikarinn
Karl segir aðspurður að
leikhæfileikar Góa hafi
komið snemma fram. „Já.
Ég held nú að það hafi verið nokkuð fljótt. Samt var
hann alltaf afskaplega feiminn sem krakki og ófram-
færinn.“
„Það eru ekki til myndir af mér, sko. Nema þá bara í
felum.“
„Nei. Hann faldi sig á bak við stóru systur eða
mömmu.“
„Ég var alveg bældari en allt,“ segir Gói og hlær.
„En þetta kom nú samt,“ segir Karl. „Hann varð fljótt
mjög lunkin eftirherma og hermdi oft eftir þeim sem
hann sá eða heyrði til á förnum vegi. Það var mikil
skemmtun af því.“ Karl segir Góa einnig hafa fundið
sér fólk til þess að herma eftir í kirkjunni. „Þar voru
margir sérkennilegir karakterar þar og í nágrenninu
líka. Það urðu svona leikþættir við matarborðið.“
Sigurbjörn Einarsson, faðir Karls og afi Góa, var ást-
sæll biskup á sínum tíma en Karl segist aldrei hafa alið
með sér þann draum að Gói fetaði í fótspor afa, föður
og frænda með því að skrýðast hempu.
„Nei, nei. Auðvitað dreymir mann um að börnin taki
til sín þá lífssýn sem maður stendur fyrir en maður
gleðst yfir því að þau finni fjölina sína og það gerði
hann mjög snemma og hvikaði ekki frá því. Það er bara
mikil gæfa. Svo hefur honum bara vegnað vel í þessu
starfi sínu og það er mikið þakkarefni.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Jólaandinn
Jólin nálgast en Ari litli
hlakkar ekki til. Foreldrar
hans eru alltaf að vinna
og hafa aldrei tíma til
neins og hafa ekki einu
sinni ráðrúm til þess að
gera jólalegt. „Það er
bara enginn jólaandi
á þessu heimili!“ Segir
mamma Ara reiðilega við
pabba hans.
„Hvað er þessi jóla-
andi?“ Hugsar Ari með
tárin í augunum. Hann
telur víst að ef hann fyndi
þennan jólaanda yrði allt
í lagi. Um kvöldið vaknar besti
vinur hans, bangsinn Bjössi, til
lífsins. Hann er staðráðinn í að
finna jólaandann svo Ari verði
glaður fyrir jólin og heldur ein-
samall af stað út í nóttina.
Ævintýri eins og
þau gerast best!
Grimmsystur · Úlfur í sauðargæru
BÓKAÚTGÁFA
SÍMI 588 6609
WWW.BOKABEITAN.IS
Bókaflokkurinn í heild
sinni komst á metsölulista
Allir sem unna ævintýrum
eiga eftir að elska þennan
ævintýraráðgátubræðing!
Ertu búinn
að lesa fyrstu
bókina?
Frábærar
myndskreytingar
– fyrst og fre
mst
ódýr og snjöl
l
1398kr.kg
Krónu hamborgarhryggur
Jólamaturá frábæru verði
34 viðtal Helgin 20.-22. desember 2013