Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Síða 58

Fréttatíminn - 20.12.2013, Síða 58
- Hrein snilld - Í ELDAMENNSKUNA Gerðu máltíðina enn betri með teningunum frá Bong því þeir laða fram það besta úr góðu hráefni. EKKERT MSG ENGIN TRANSFITA ENGIN LITAREFNI Anthony ólst upp í litlum bæ í Kalíforníu sem heitir Paso Robles og er ekki ólíkur Hafnarfirði að stærð en bjó einnig um tíma í San Diego, San Franscisco og New York. „Ég varð mjög þreyttur á því að búa í stórborgum því að mér fannst ég ekki mynda alvöru tengsl við fólk og það var mjög oft að fólk spurði þig ... já og hvað getur þú gert fyrir mig? og eftir það var það búið,“ segir Anthony. „Það er erfitt að kynnast fólki í Bandaríkjunum en þegar ég kom hingað þá hitti ég nokkra ein- staklinga og þeir hafa orðið eins og fjölskylda mín og þeir þekkja mig betur en fólk sem ég hef þekkt allt mitt líf. Svona fólk sem þú vilt eiga að þegar þú verður gamall. Við erum á eyju og flestir sem fara í burtu koma aftur, er það ekki?,“ segir Anthony. Sameinuðu ólíka hæfileika Anthony, Ýr og Lísa hafa á liðnu ári stofnað fyrirtækið sitt Reykjavík Trading Co. Lísa lærði innan- húsarkitektúr í London sem og húsgagnasmíði á meðan Ýr hafði lært ferðamálafræði og viðskipti en fékk svo áhuga á tísku og lærði fatatækni. „Ýr og Lísa eru æsku- vinkonur og ólust upp saman. Þær hafði alltaf langað að gera eitthvað saman og ég var með alls konar hugmyndir. Við höfðum þessa hæfileika og hæfni og við ákváðum að finna leið til þess að nýta þessa þekkingu í sameiningu,“ segir Anthony. „Lísa hefur búið í Nýja Sjálandi og London og Ýr bjó í Kaupmanna- höfn um tíma en ég held að það sé ástæða fyrir því að við hittumst hér. Við komum frá ólíkum stöðum og það er ákveðin tenging sem færir okkur saman. Við höfum svipuð gildi og okkur finnst fjöl- skylda skipta miklu máli,“ segir Anthony. Dóttir Anthony og Ýrar hefur fengið nafnið Mía Ísabella Baciga- lupo. Lísa er gift leikstjóranum Einari Baldvini Arasyni og saman eiga þau dótturina Ólöfu Yrju Ein- arsdóttur. „Við erum hrifin af gamla tímanum og gamaldags munum og í raun varð nafnið Reykjavík Trading Co. til út frá því. Ég var alltaf að koma með fallega muni með mér til Íslands. Í raun þarf að flytja allt inn og þá kom hug- myndin um vöruskipti eða „trad- ing“ til. Við völdum þetta nafn vegna þess að það hljómaði svo vel og hljómar eins og það hafi verið til í 100 ár og það er svona „old feeling“ við nafnið og sam- einar Ísland og Kalíforníu. Það virðist sem fólki líki við hugtakið okkar en við eru enn mjög lítil,“ segir Timothy. „Við vildum búa til hluti sem endast vel og eru tímalausir. Þegar við byrjuðum ákváðum við að gera fáa hluti mjög vel og vörunum okkar hefur verið mjög vel tekið,“ segir Anthony. Einnig eru þau staðföst á því að vörurnar verði ein- göngu framleiddar á Íslandi. Ullarhulstrin fyrir iPad frá fé- laginu hafa notið mikilla vinsælda en stelpurnar hönnuðu mynstrið. Þau vildu hafa útlit á þeim sem ekki væri of kvenlegt og myndi höfða til allra og fundu litablöndu sem er innblásin er af íslensku vetrarlitunum. Leðrið sem þau nota kemur frá Sauðárkróki. Hugmyndin er líka innblásin af gömlu amerísku dagbókunum en Anthony segir að iPadar séu dagbækur nútímans. „Flestum útlendingum sem við höfum talað við finnst allt íslenskt mjög flott,“ segir Anthony. Vilja gamaldags gæði „Við viljum veita persónulega þjón- ustu og það er orðið frekar sjald- séð. Ég er hrifinn af því hvernig þetta gekk fyrir sig í gamla daga þegar fólk fór inn í verslun og bað búðareigandann um að búa til fyrir sig hluti sem það elskaði,“ segir Anthony. Segir hann að fólk sýni fyrirtækinu mikinn áhuga vegna þess að þau séu með alvöru íslenska framleiðslu. Þess vegna hefur félagið einbeitt sér að því að velja vel þær búðir sem selja vör- urnar þeirra og nú eru það verslan- irnar Aurum og Epal. Félagið hefur notað mikið sam- félagsmiðlana til þess að koma vörum sínum á framfæri með árangursríkum hætti. „Við höfum farið í gegnum það hversu mikla framleiðslugetu við höfum og ég hef ákveðið að opna verslun í vor sem mun selja aðallega okkar vörur en líka aðrar vörur í Banda- ríkjunum sem eru í svipuðum stíl,“ segir Anthony. Anthony segir að þau hafi verið heppin hingað til en að þau hafi ákveðið að fá ekki fjárfesta að borðinu og eru þau mjög meðvituð um hvernig fer fyrir mörgum fyrir- tækjum á Íslandi. „Við óskum þess innilega að okkar hönnun lifi af og við á einhverjum tímapunkti grætt peninga. En við vitum að við get- um ekki ætlast til þess að græða peninga strax. Við viljum stækka hægt og rólega,“ segir Anthony. Ýr og Anthony munu halda sveitabrúðkaup á nýju ári en þau hafa þó nú þegar gift sig. „En ég og Ýr áttum að hitt- ast,“segir Anthony. Áhugasamir um geta kynnst félaginu á www.reykjaviktrading. com eða www.anthonybacigalupo. com María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Ýr og Lísa ásamt dætrum sínum Míu Ísabellu og Ólöfu Yrju. Þær eru æskuvinkonur og eignuðust börnin sín í apríl síðastliðnum. 58 viðtal Helgin 20.-22. desember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.