Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Side 60

Fréttatíminn - 20.12.2013, Side 60
R úmt ár er síðan hópnauðg-un í strætisvagni í Delí vakti mikla athygli um allan heim og leiddi til fjölmennra mótmælaaðgerða á götum borgar- innar þar sem þess var krafist að lög og stofnanir Indlands veittu konum betri vernd gegn kynferðis- ofbeldi. Lögum var breytt og nýjar verklagsreglur teknar í notkun hjá lögreglu og dómstólum. Samt er enginn vafi á því að viðhorf fortíðarinnar ráða ennþá ríkjum við meðferð kynferðisbrotamála í landinu. Skömmu áður en nauðgunin al- ræmda átti sér stað í strætisvagn- inum í Delí átti önnur hópnauðgun sér stað í smábæ skammt frá borg- inni. Þá var 17 ára stúlka að ganga heim frá heimili ömmu sinnar eitt síðdegi þegar hópur ungra manna umkringdi hana, tróð henni inn í bíl og ók á afvikinn stað þar sem þeir skiptust á um að nauðga henni. Þeir tóku myndband af árásinni á farsíma og stúlkan segir að þar sjáist greinilega þegar átta menn nauðga henni. Þegar málið komst loks fyrir dóm voru aðeins fjórir dæmdir sekir. Þeir fengu vatn að drekka en ekki hún Stúlkan er dalíti – ein hinna stétt- lausu í samfélagi Indverja. Nauðgar- arnir voru af hærri stigum. Þess vegna var þeim boðið vatn að drekka þegar meðferð málsins tafðist inni í óbærilega heitum dóm- salnum en hún fékk ekki neitt. Og móðir stúlkunnar hefur margt fleira við meðferð málsins að athuga: „Verjendurnir sögðu að hún hlyti að vera lauslát og spurðu af hverju hún hefði ekki verið heima hjá sér.“ Dalítar heyja harða baráttu fyrir sanngjarnri meðferð á Indlandi þar sem þeir eru hornreka á öllum sviðum þjóðlífsins en þegar kemur að kynferðisbrotum er sama hver stéttarstaða þolenda er, þeir mega alltaf búast við því að verða mið- punktur réttarhaldanna. Bar- áttufólk segir að þolendunum sé iðulega kennt um afbrotið. Hluti af vandanum er úrelt lög- gjöf landsins. Hún byggist enn á enskum hegningarlögum frá 1860. Samkvæmt þeim er eingöngu framið kynferðisbrot þegar um samfarir er að ræða. Öll önnur brot eru flokkuð sem brot á blygð- unarsemi samkvæmt lögum. „Orðalag í lögunum hefur oft leitt til þess að kveðnir eru upp dómar sem byggjast á því að konan hafi ekki haft heilbrigða blygðun- arkennd sem hægt að misbjóða,“ Tvær eftirminnilegar Bókaútgáfan Hólar holabok.is / holar@holabok.is Von - Saga Amal Tamimi. Þetta er sagan af stúlkunni sem var fangelsuð af Ísraelsmönnum og flýði síðar á lífsleiðinni á ævintýralegan hátt til Íslands. Hún hefur margsinnis óttast um líf sitt og á þá einu von að komið sé fram við hana og alla aðra af virðingu. Undir hraun er einstök frásögn Sigga á Háeyri af eldgosinu í Heimaey, flóttanum upp á fastalandið og öllu því sem á eftir fylgdi. Staða þolenda kynferðisbrota á Indlandi fékk at- hygli umheimsins eftir hópnauðgun í strætisvagni í höfuðborginni Delí á síðasta ári. Í kjölfarið var efnt til fjölmennra mótmælaaðgerða í landinu þar sem krafist var dauðarefsingar yfir nauðgurunum. Mynd/Getty Hópnauðgun í strætisvagni í Delí vakti athygli umheimsins á stöðu kynferðisbrotamála á Indlandi. Lögum var breytt og lögregla tók upp nýjar vinnu- reglur en gömlu viðhorfin mæta enn þolendum nauðgana og kynferðisbrota í landinu. Orðalag í lögunum hefur oft leitt til þess að kveðnir eru upp dómar sem byggjast á því að konan hafi ekki haft heilbrigða blygðunar- kennd sem hægt að misbjóða. segir Mrinal Satish lögfræðiprófessor. „Nú orðið eru slíkir dómar að vísu fáir og sjaldséðir en þetta forna og úrelta orðalag í lögunum er sjálfstætt vandamál.“ Í Delí ræddi Joanna Jolly, blaðamaður BBC, við konu sem var nauðgað af karl- manni sem hún þekkti og hafði boðið henni út í mat. Hún var í áfalli vegna þeirrar meðferðar sem hún var látin þola á sjúkrahúsinu. „Ég þurfti að bíða lengi og svo var kallað yfir móttökuna: „Hver er það sem var nauðgað?“ Læknirinn var kaldur og óvinveittur. Ég öskraði af sárs- auka.“ Í skýrslu læknisins sem hafði málið til meðferðar stendur að konan hafi verið ósamvinnuþýð við skoðun. Þá athugasemd notuðu verjendur nauðgarans sér óspart til þess að ráðast að konunni í réttarsalnum. Dómarinn sýknaði manninn. Tveggja fingra prófið Svo er það „tveggja fingra prófið“ svokall- aða sem er víða beitt á Indlandi við rann- sóknir kynferðisbrota. Þar er um að ræða skoðun þar sem læknir setur tvo fingur inn í leggöng til að ganga úr skugga um hvort meyjarhaft sé rofið og hvort konan virðist vera „vön kynlífi“. Upphafsmaður þessa prófs var franskur læknir sem mælti með aðferðinni á þriðja áratug síðustu aldar. „Tveggja fingra próf- ið“ varð svo að venju á Indlandi. Ástæðan er talin sú að breska nýlendustjórnin, sem réði landinu þar til um miðja síðustu öld, lagði áherslu á það að í dómsmálum ætti að byggja á vísindalegum rannsóknum fremur en vitnisburði frá Indverjum. Þekktur breskur læknir á 19. öld, Dr. Norman Chevers, skrifaði kennslubók um læknisfræðislega réttarheimspeki þar sem lögð er áhersla á að allir Indverjar séu óáreiðanlegir en sérstaklega konurnar, sem ljúgi meira en karlarnir. Mrinal Satish segist ennþá vera að berjast við þetta við- horf í kynferðisbrotamálum. Þess vegna er tveggja fingra prófið notað enn í dag þótt Hæstiréttur lands- ins hafi fyrir 10 árum kveðið upp dóm um að saga fórnarlambsins skipti engu máli í nauðgunarmálum. Þá afstöðu áréttaði rétturinn fyrr á þessu ári og mælti um leið fyrir um að hætta ætti að láta kon- ur gangast undir prófið við rannsóknir kynferðisbrota. „Þótt læknar í Delí og Bombay séu orðnir meðvitaðir um að beita ekki þessu prófi eru fjölmörg minni sjúkrahús í afskekktum hlutum landsins sem ekki hafa móttekið þau skilaboð,“ segir Rebecca John, lögfræðingur og baráttukona fyrir réttindum kvenna. Hún segir að þegar prófinu er beitt séu líkur á að verjendur geri mál úr niðurstöðunni í dómsalnum og dómarar leyfi þeim að komast upp með það. En þarátta fórnarlamba kynferðis- ofbeldis á Indlandi hefst löngu áður en komið er sjúkrahúsið eða í dómsalinn því það er ekki óalgengt að lögregla neiti að taka á móti kærum vegna kynferðisaf- brota. Þegar 17 ára dalíta-stúlkan sem nefnd var að ofan sneri sér fyrst til lögreglunnar var henni neitað um að leggja fram kæru. Faðir hennar átti við þunglyndi að stríða og þetta fékk svo á hann að hann framdi sjálfsmorð degi síðar. „Við snerum aftur og töluðum við fleiri í dalíta-samfélaginu sem stigu fram og studdu okkur,“ segir stúlkan. „Loks kom að því að fyrsti mað- urinn var handtekinn. Í skýrslunni minni sagði ég að gerendurnir hefðu verið ellefu eða tólf en lögreglan handtók bara átta. Þeir sögðu: ef þú vilt að við handtökum fleiri þá skaltu finna þá sjálf.“ Suman Nalwar, yfirmaður kvenna- og barnadeildar lögreglunnar í Delí, segir að indverska lögreglan sé orðin nærgætnari en áður í umgengni við fórnarlömb kyn- ferðisofbeldis. Umræðan í kjölfar hóp- nauðgunarinnar í Delí á síðasta ári hafi breytt miklu. Búið er að breyta lögum þannig að leyfilegt er að refsa lögreglu- mönnum sem neita að taka við kærum vegna kynferðisbrota en enn sé úrbóta þörf á mörgum sviðum. Meðal annars vanti fleiri konur til starfa í lögreglu landsins en þær eru aðeins 3% starfs- mönnum lögreglunnar. „Við vildum helst láta konur rannsaka málin vegna þeirra félagslegu og sið- ferðislegu reglna sem eru að verki í sam- félaginu. Á Indlandi eru konur hikandi við að tala um mál sem tengjast kynlífi við karlmann.“ Þótt þeim fari fjölgandi sem gagnrýna dómstóla og lögreglu á Indlandi fyrir gamaldags fordóma gegn fórnarlömbum kynferðisbrota eru enn til þeir sem telja að umbætur bjóði heim hættu á misnotk- un. Feðraveldið ræður ríkjum á Indlandi, kynlíf fyrir hjónaband er almennt for- dæmt og mikil áhersla er lögð á meydóm kvenna. R.S. Sodhi, hæstaréttardómari á eftirlaunum, er einn af talsmönnum slíkra viðhorfa. „Það er hægt að mis- nota lögin þannig að stúlka segist hafa orðið fyrir nauðgun þegar svo var ekki,“ segir hann. „Meðan þú ert ekki staðinn að verki við kynlíf, þá er allt í lagi. En um leið og það kemst upp er betra að segja að þetta hafi verið nauðgun.“ Á árinu sem er að líða hafa verið gerðar ýmis konar umbætur í meðferð kynferðis- brotamála á Indlandi. Helstu dagblöð landsins hafa líka bundist samtökum um að halda þessum málum á lofti og setja fréttir af þeim á forsíður blaðanna. Nokkur árangur hefur þess vegna náðst en baráttufólk fyrir umbótum segir að enn sé langt í land áður en hægt er að segja að Indland tryggi fórnarlömbum kynferðisbrota réttláta málsmeðferð. Heimild: BBC. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Kynferðisbrot sýna Indland í fjötrum fortíðar 60 erlent Helgin 20.-22. desember 2013
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.