Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Síða 72

Fréttatíminn - 20.12.2013, Síða 72
K O R T E R . I S íslenskt ung nautakjöt Smössin dynja inn í hljóðlausan sím- ann. Stuðningsmenn mínir telja þetta hreint kosningasvindl. Ég sit hinn rólegasti út allan fund- inn. Í fjölmiðlum er sótt að Stefáni Benediktssyni, formanni kjörstjórn- ar. Hann ver sig með því að vísa til þess að mikið hafi borist af kvört- unum frá fólki sem hafi fengið kynn- ingarefni og upphringingar og kann- ist ekki við að vera í flokknum. Annar frambjóðandi segir hins vegar við Eyjuna að það sé alltaf eitthvað um að fólk sem hringt er í vegna prófkjörsins kannist ekki við að vera í flokknum. Það sé þó fráleitt bundið við félaga í Rósinni: „Mínir úthringjarar hafa líka lent á fólki sem var skráð í Samfylkingarfélag Reykjavíkur og önnur aðildarfélög flokksins sem taldi sig ekki vera í flokknum. Í heild er þetta aðeins lítið brot af þeim sem skráðir eru á lista flokksins.“ Sjálfur þekki ég flokksskrána. Hún er samsafn úr gömlum flokks- skrám Alþýðuflokksins, Kvennalist- ans, Þjóðvaka, Alþýðubandalagsins og ofan í kaupið úr hefðbundnum smölunum í prófkjörum og formann- skosningum. Síðustu 12-13 árin hafa frambjóðendur komið í burtreiðar prófkjara með sæg stuðningsmanna sem margir eru fyrir löngu búnir að gleyma því að fyrir árum eða áratug skráðu þeir sig í flokk til að fylgja sínum frambjóðanda. Menn gefast ekki upp þótt á móti blási. Ég set upp stassjón í stofunni á Vesturgötunni, kalla til mín harðasta kjarnann í hvelli. Við útbúum eyðu- blað og mönnum bíla til að leita uppi stuðningsfólk okkar og láta það kæra sig inn á kjörskrá með persónulega undirritaðri kæru. Það hlýtur fjanda- kornið að vera staðfesting á því að viðkomandi hefur einbeittan vilja til að vera í flokknum! Um kvöldið hafa hátt í hundrað manns undirritað kærur og Sigurður G. Guðjónsson hrl. fer með þær til kjörstjórnarinnar. Kæra, undirrituð af einstaklingi, er eins skýr persónu- leg staðfesting og hægt er að hugsa sér á vilja viðkomandi til að vera félagi í stjórnmálaflokki. Kærunum er umsvifalítið hafnað. Fyrir því eru engin rök gefin. Menn eru staðráðnir í að koma þessum at- kvæðum fyrir kattarnef. „Hvílíkt offors,“ segir Einar Karl Haraldsson á herráðsfundi upp úr miðnætti. „Þetta lið ætlar bara að drepa þig hvað sem það kostar – jafn- vel þótt það kosti Samfylkinguna líftóruna.“ Laugardagur 17. nóvember Birgir Dýrfjörð, formaður Rósar- innar, er harðorður í fjölmiðlum og kallar framkomu kjörstjórnar ýmist „lúalega“ eða „svívirðilega“. Hann skefur ekki utan af orðum sínum og kallar þetta „samsæri“. Á forsíðu Fréttablaðsins kveðst hann hafa leitað eftir því strax á mánudag við formann kjörstjórnar hvort hann þyrfti að senda inn staðfestingar á nýskráningunum en verið sagt að þess gerðist ekki þörf. Búið væri að samþykkja kjörskrá og senda út eftir henni. Á fimmtudag hafi hins vegar komið fram krafa um staðfestingar – og honum gefinn örstuttur frestur til þess. „Ég geri engar athugasemdir við að vera krafinn um staðfestingar,“ segir Birgir í forsíðufréttinni. „Ég leitaði eftir upplýsingum um það á mánudag, en var sagt að þess þyrfti ekki. Það er svívirðileg framkoma og þannig getur fólk ekki hagað sér.“ Hann er jafnómyrkur í máli á Vísi. is. „Þetta er samsæri á lúalegasta máta sem um getur, okkur voru gefnir fimm virkir tímar til þess að klára þetta.“ Um morguninn þegar mönnum er orðið ljóst hvað er á seyði brýst út gríðarleg reiði í harðasta kjarnanum. Menn vilja ganga úr flokknum, mars- era á Jóhönnu Sigurðardóttur, slíta ríkisstjórn ef hægt er – og láta vaða á súðum bræðinnar. Öflugur stokkur vill stöðva prófkjörið með lögbanni. Menn hafa talað við Sigurð G. Guð- jónsson, lögmann Rósarinnar, sem segir það engum vandkvæðum bund- ið og telur sig öruggan um að vinna málið að lokum fyrir dómstólum. Ég tek öllum slíkum hugmyndum af og frá. Fyrsti formaður Sam- fylkingarinnar sprengir ekki sinn eigin flokk í loft upp. Þá er betra að tapa sætinu. Í hjarta mínu er ég eigi að síður viss um að þótt allt fari á versta veg er ég yfir í flokksstabb- anum. Vinnum frekar úr stöðunni – segi ég við mitt fólk og bendi á yfirlýsingar Stefáns Benediktssonar, formanns kjörstjórnar. Hann virðist með böggum hildar yfir ákvörðun kjörstjórnarinnar og áréttar á Vísi.is að skráðir meðlimir Rósarinnar geti kært ákvörðunina samhliða því sem þeir kjósa í prófkjörinu. – „Tökum hann á orðinu,“ segi ég við mína sveit og vil ná sem flestum á kjörstað í Laugardalshöllinni þar sem hægt er að kjósa upp á gamla mátann seinni dag prófkjörsins, laugardag. Við förum á útopnuðu í að ná sem flestum hinna brottreknu á kjörstað, símalínurnar glóa og við erum með heilan flota af bílum á keyrslu. Inni í Laugardalshöll fá allir að kjósa. Atkvæði þeirra eru sett til hliðar og kjörstjórn á að úrskurða síðar í dag um gildi þeirra. Þegar ég fer sjálfur að kjósa klukk- an hálffimm er iðandi kös á kjörstað í Laugardalshöll. Ég þekki fjölmarga og mér virðist sem langmest af þessu fólki sé komið til að styðja mig í efsta sætið. Mitt fólk er á fleygiferð og meðan ég stend við drjúga stund hitti ég margt af því önnum kafið við að koma með mannskap á kjörstað. Þegar kosningu er lokið gef ég mér tíma til að sækja Birtu sem er að koma úr sumarbústað með vinkonu sinni. Ég slekk á óstöðvandi muldri símans og við feðginin spjöllum um heima og geima. Dramatík er alltaf spiluð niður á heimavígstöðvunum. Þegar hún fer úr bílnum heima á Vesturgötu spyr hún áhyggjufull hvort ég muni ekki vinna. „Örugg- lega,“ svara ég, „alltaf fljótastur á endasprettinum.“ Hún kveður glöð. Þegar ég hitti liðið telst Stefáni Gunnarssyni húsasmíðameistara svo til að samtals hafi yfir 200 manns á okkar vegum kært sig inn á kjörskrá, annaðhvort með yfir- lýsingu í gær eða með því að mæta á kjörstað í Laugardalshöllinni. Verði þessi atkvæði tekin gild erum við örugg um pottþéttan sigur í efsta sætið. Kjörstjórnin er hins vegar að reka önnur erindi en þeirra sem hafa skráð sig í flokkinn gegnum Rósina. Hún heldur sínu striki og úrskurðar öll atkvæðin ógild! Það dugar sem sagt ekki til að verða félagi í Sam- fylkingunni að menn geti sýnt nafn sitt á flokksskránni, mæti í holdi og blóði á kjörstað með persónuskilríki og kæri sig skriflega inn á kjör- skrána. Í augum kjörstjórnarinnar er það ekki nægileg staðfesting á að þeir hafi einbeittan vilja til að vera fé- lagar í Samfylkingunni. Ekki ef þeir eru skráðir gegnum Rósina. Um kvöldið sigra ég Sigríði Ingi- björgu Ingadóttur í hólmgöngu um leiðtogasætið í Reykjavík. Ár drekans – Dagbók utanríkis- ráðherra á umbrotatímum Össur Skarphéðinsson Kilja, Sögur útgáfa, 378 blaðsíður, 2013 M yn di r/ H ar i 72 bækur Helgin 20.-22. desember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.