Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Page 76

Fréttatíminn - 20.12.2013, Page 76
Örlög rjúpunnar V Við ætlum að reyta rjúpurnar annað kvöld – eða hamfletta öllu heldur – á vetrarsól- stöðum þegar sólargangur er stystur. Það er hátíðleg athöfn og góð samverustund þegar jólamaturinn er gerður klár fyrir nokkrar fjölskyldur. Skemmtilegt er að sú stund hitti á dagpartinn sem stystur er og myrkur mest. Ekki aðeins er komið að hátíð jólanna heldur getum við frá og með komandi laugardagskvöldi farið að hlakka til bjartari daga, lengri sólargangs. Pabbi minn, sem er hagmæltari en sonurinn, orðar það svo: Hér á landi myrkramet, mest er fyrir jólin. Síðan um himneskt hænufet, hækka tekur sólin. Ekki ætla ég að reyna að orða það betur. Rjúpnaathöfninni fylgir að ég þarf að taka til í bílskúrnum svo við komumst fyrir, synir mínir og tengdasynir, auk mín og tengdapabba sem kenndi okkur hand- bragðið og er okkur árlega til leiðbein- ingar. Fleiri mæta væntanlega með sínar rjúpur, mágur minn til dæmis, en hann er í veiðifélagi með strákunum sem undanfar- in ár hafa spreytt sig í skotveiði og gengið eftir atvikum bærilega. Mágkona sonar míns kemur enn fremur með sínar rjúpur en hún gefur strákunum ekkert eftir í veið- inni. Í haust náði hópurinn það mörgum rjúpum að vel dugar stórfjölskyldunni. Veiðináttúruna hafa strákarnir ekki frá mér en ég hef engu að síður gaman af stússinu í kringum hamflettingu fuglanna. Langt er síðan við byrjuðum á þessu, tengdapabbi og ég, einir í eld- húsinu hjá tengdamömmu. Henni fannst atgangur okkar hins vegar full mikill í fyrsta sinn er við áttum við rjúpurnar, enda hafði innfluttur Svarti dauði á flösku frá Lúxemborg og örfáar dósir af dönskum Elefant áhrif á limaburð okkar þegar leið á hamflettinguna. Við lá að rjúpurnar flygju á ný, slík voru tilþrifin. Tengdamamma var fram á annan dag jóla að finna fiður í ýmsum vistarverum þeirra hjóna. Hún vísaði okkur því í bílskúrinn þegar leið að næstu jólum og þar vorum við í góðu yfir- læti í nokkur ár uns við fluttum athöfnina í bílskúrinn minn. Þar er hópurinn vel geymdur og sakar ekki þótt fugl og fugl takist á loft og fjaðrir fjúki. Ég sé til þess að strákarnir og aðrir viðstaddir fái svolítið jólaöl til þess að auðvelda starfið og hugsanlegt er að einn úr veiðihópnum gauki að okkur staupi af dönsku jólaákavíti. Allt fer þó sóma- samlega fram enda höfum við ákveðin fyrirmæli frá konu minni um meðferð á jólamatnum. Fyrir utan að ganga vel frá bringunum ber okkur að halda til haga beinunum í sósuna, lærunum og innmat. Hjartað og fóarnið skal nýta og ekki síst ef ber og lyng eru í sarpi. Allt eykur þetta og bætir bragð hinnar mikilvægu sósu. Strákarnir, synir mínir og tengdasynir, eru matgæðingar. Þeir hafa gaman af matargerð – ekki síst ef þeir hafa veitt sjálfir það sem borða skal – en almennt eru þeir snjallir í kúnstum eldhússins. Þeir úrbeina, steikja og töfra fram alls konar meðlæti – og sósur við hátíðleg tækifæri. Þá láta þeir sitt heldur ekki eftir liggja hvunndags og matreiða ofan í sig og sína. Þeir fylgjast vel með nýjungum í matar- gerð og synir mínir skrifa sitt á hvað um mat og vín hér á síðum Fréttatímans. Þeir eru föðurbetrungar því ekki get ég logið upp á mig að hafa verið góð fyrirmynd í eldhúsinu. Þar hafa þeir þurft að leita til móður sinnar sem oftar en ekki gefur þeim góð ráð. Eitt hef ég hins vegar lært af hinum ungu mönnum, það er að horfa á matar- gerðarþætti í sjónvarpi. Það er skemmti- legt að horfa á þá sem þekkingu hafa safna saman hráefni og breyta í dásemdir. Ég efa ekki að það er gaman að búa til góðan mat, hafi menn tíma til þess og kunnáttu – og sannarlega er yndi að koma saman í góðum hópi og neyta þess sem gert er. Þetta hefur meðal annars sést í ágætum sjónvarpsþáttum Úlfars Finnbjörnssonar matreiðslumeistara undanfarið. Hann hefur veitt til matar með ýmsu fólki, gæs, hreindýr, skarf og sel – og eflaust fleira. Auk þess að fara fimum höndum um bráðina og gera úr henni fínirí kennir hann um leið að nýta hana alla. Þá bætir hann við ýmsu skemmtilegu. Í liðinni viku steikti hann til dæmis hjarta og lifur hreindýrs á veiðislóð og bætti og skreytti með berjum og laufum úr móanum. Þá gaf hann kollega mínum og fyrrum sam- starfsmanni, Jakobi Bjarnari Grétars- syni blaðamanni, hráa selslifur eftir að Jakob Bjarnar hafði skotið selinn. Úlfari þótti lifrin góð, volg úr skrokki selsins, en af svipbrigðum skyttunnar mátti ráða að karlmennskan ein og stoltið réð því að hann kyngdi bitanum fyrir framan sjónvarpstökuvélina í stað þess að spýta honum út úr sér. Hann þáði að minnsta kosti ekki ábót þegar Úlfar skar sér annan bita og þann þriðja. Ég hef nokkurn skilning á viðbrögðum Jakobs. Selkjöt borðaði ég sem strákur í sveit en hætt er við að ég hefði blánað í framan hefði lifrin verið borin fram hrá. Það datt bændum í Múlasveit hins vegar ekki í hug enda var vel hugsað um borgar- börnin. Þessar áhyggjur þarf hins vegar ekki að hafa af rjúpunni. Hennar örlög eru að vera svo bragðgóð að allir einstaklingar tegundarinnar eru sagðir enda í maga matgæðinga af ýmsum dýrategundum, ef ekki mannsins á jólum, þá fálkans þar sem rjúpan ræður stofnstærð, eða sísvangs rebba. Gleðilega hátíð og njótið matarins, hvort heldur á borðum verður rjúpa, hamborgar- hryggur, hangikjöt, lambalæri – eða hnetusteik sem meistarakokkurinn Albert Eiríksson töfraði fram í sjónvarpsþætti í síðustu viku, hjá enn einum meistaranum, sjónvarpskokknum Rikku. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Gói í nýju hlutverki! „Falleg og vel skrif uð bók ... Teikn ing arnar lyfta undir góða frásögn og gera bókina að einni af eigulegustu barnabókum sem völ er á ...“ Pressan.is * * * * UGLA Jólagjafir prjónakonunnar Laugavegi 59, 2. hæð | Sími 551 8258 | www.storkurinn.is 76 viðhorf Helgin 20.-22. desember 2013
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.