Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Page 78

Fréttatíminn - 20.12.2013, Page 78
78 bílar Helgin 20.-22. desember 2013  ReynsluakstuR nissan note acenta Plus Öryggismyndavélar allan hringinn gera ökumanni kleift að leggja af miklu öryggi í þröng stæði. PI PA R\ TB W A • S ÍA VIRB Elite Hasarmyndavél Innbyggður skjár, 2000mAh rafhlaða, 16Mp myndflaga, GPS skráir hraða og hæð, WiFi tenging við síma og margt annað setur Garmin hasarmyndavélarnar í sérflokk. virb frá 54.900 Forerunner 620 Hlaupaúr Hvíldartími, súrefnisupptaka, skrefafjöldi, skreftími og sendir þráðlaust á Garmin Connect með WiFi. hlaupaúr frá 23.900 Monterra Útivistartæki Android, Vídeó, FM útvarp, netvafri, tölvupóstur, myndavél og margt annað spennandi. útivistartæki frá 29.900 Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is | Opið kl. 10-18 fram að jólum. Kl. 10-12 á aðfangadag. H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S ÓKEYPIS ÓKEYPI S Heilsan á nýju ári Fréttatíminn gefur út sérblað um HEILSU föstudaginn 3.janúar 2014. Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa auglýsingu í þessu spennandi blaði hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3310. Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Gleðileg jól Öryggið í fyrirrúmi Nissan Note er lipur og þægilegur bíll þar sem öryggið er í fyrirrúmi. Acenta Plus útgáfan er búin öryggismyndavélum allan hringinn sem henta sérstaklega vel þegar lagt er í þröng stæði. Mjög rúmgott er fyrir farþega í aftursæti og útlit bílsins fallegt. Útlit nýjasta Nissan Note er bæði frísklegt og fágað. n issan Note myndi flokkast sem smábíll en er þó eng-inn smá bíll. Eitt af því sem heillar mig við Nissan er hversu hátt ökumaður situr og því líður mér alltaf eins og ég aki mun stærri bíl þegar ég ek Nissan. Bíllinn er líka mjög rúmgóður og ekki væsir um farþega í aftursætunum þegar kemur að plássi. Týpan sem ég prufukeyrði var Nissan Note Acenta Plus og er hann búinn öryggismyndavélum allan hringinn. Það er því ekki aðeins bakkmyndavél heldur er líka hægt að horfa út til hliðanna í gegnum myndavélar og fram á við. Tæknilega séð ætti því að vera hægt að aka bílnum þó ekki sæist út um neinar rúður en ég mæli nú ekki með slíku en þessi tækni hentar sérstaklega vel þegar verið er að leggja í þröng stæði. Bíllinn er einnig búinn skynjurum þannig að hann pípir þegar eitthvað er of nálægt bílnum, hvort sem maður er við það að bakka á eða til dæmis ef barn hleypur skyndilega til hliðar við bílinn. Þetta allt gerði það að verkum að mér hefur sjaldan fundist ég öruggari þegar ég er að bakka. Bíllinn er líka með blindhornavið- vörun þannig að ef bíll nálgast að aftan og er ekki sýnilegur öku- manni lætur búnaðurinn vita með viðvörunarhljóði og blikkandi ljósi í hliðarspeglinum þeim megin sem bíllinn er. Það sama gildir þegar verið er að skipta um akrein og bíll kemur hættulega nálægt. Þeir sem eru ekki hrifnir af þessum píp-hljóð- um öllum slökkva vitanlega bara á þeim. Án þess að ég mæli sérstak- lega með Nissan Note fyrir fólk sem komið er á aldur, því hann er mjög töff í útliti, þá er ég ekki frá því að bíll með svona miklum umferðar- öryggisbúnaði geti hentað vel þeim sem komnir eru af léttasta skeiðinu. Bíllinn sem ég ók var beinskiptur og ef ég var ekki nógu fljót að skipta um gír eftir hraða birtist lítil ör í mælaborðinu sem gaf til kynna að nú væri lag að skipta um gír. Frekar óþarfur búnaður reyndar, að mínu mati og hentar líklega best þeim sem eru að læra á beinskiptan bíl. Staðalbúnaður í öllum gerðum Note er 6 öryggisloftpúðar, hemla- læsivörn, stöðugleikastýring og spólvörn. Í mælaborðinu er fjölupp- lýsingaskjár þar sem hægt er að fylgjast með akstri og eldsneytis- notkun en hægt er að stilla bílinn á umhverfisvænni akstur, „eco- mode.“ Heilt yfir er Nissan Note mikill alhliðabíll nema þegar kemur að geymslurými sem þó er hægt að stækka með því að leggja niður aftursætin. Note er bíll fyrir ungt fólk, eldra fólk, fólk á miðjum aldri og minni fjölskyldur. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Verð Sparneytinn Umhverfisvænn Rúmgóður Fallegur Lítið geymslupláss Nissan Note Acenta Plus 1,2 Beinskiptur / bensín Verð 3.290.000 kr CO2: 109 g/km 80 hestöfl 4,7 l/100 km í blönduðum akstri Farangursrými 295 l Farangursrými með sætum niðri 381 l
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.