Fréttatíminn - 20.12.2013, Page 84
84 heilsa Helgin 20.-22. desember 2013
Jólamatur hollt og gott
Hollari jólabakstur um jólin með
Gleðilega hátíð
Þú finnur girnilegar jólauppskriftir á .is
Ekki gleyma að kaupa nóg af möndlum
þegar keypt er í jólamatinn. Möndlur
eru mjög hollar en á sama
tíma ómissandi í fyllinguna
og eftirréttinn. Hafðu
möndlupoka með hýði
í töskunni og þú lifir
daginn af þótt að
þú hafir ekki
náð að fara
í hádegis-
mat.
Möndlur eru
jólalegastar
m öndlur eru jólaleg-
asta hnetutegund-
in og ættu að vera á
jólainnkaupalistanum.
Við getum notað möndlur
í jólakökuna, jólabúðinginn
og fyllinguna hvort sem það er í kal-
kúninn eða sæta jólaböku. Möndlur
hafa það fram yfir aðrar hnetur að
þær haldast ferskari lengur en val-
hnetur og heslihnetur. Minni líkur
eru á því að þær þráni og þær þola
að vera skildar eftir á eldhúsborð-
inu. Þegar þær eru bakaðar gefa þær
frá sér mikið og stökkt hnetubragð
og þær verða einfaldlega ávanabind-
andi. Möndlur passa í allan mat hvort
sem þú ert að snæða morgunmat,
hrísgrjónarétt eða eftirrétt. Malaðar
möndlur er líka ótrúlega góðar í
bakstur, tertur og marsipan og rist-
aðar möndluflögur eru yndislega fal-
legar og girnilegar til skreytingar til
dæmis ofan á rjóma eða ís.
Möndlur eru ekki bara góðar, þær
eru líka mjög holl-
ar. Þær innihalda
mikið af prótíni
og eru tilvaldar til
að minnka hungrið
þegar maður gleymir
að borða við jólaundir-
búninginn. Hlutfall ómettaðra
fitusýra er hátt og rannsóknir hafa
sýnt fram á að þær minnki líkurnar
á hjartasjúkdómum. Möndlur eru
með ríkustu uppsprettum e-vítam-
íns sem er sagt að verndi okkur
fyrir UV-geislum og Alzheimer-
sjúkdómnum. Ef þú ert dugleg/ur
að borða möndlur á milli mála færð
þú nóg af steinefninu mangan sem
hjálpar líkamanum að byggja upp
sterk bein og jafna blóðsykurinn. Í
möndlum er mikið af magnesíum
sem er nauðsynlegt fyrir starfsemi
líffæra, tauga og vöðva og til þess
að stjórna blóðþrýstingnum. Fólk
ætti að borða möndlur með hýði því
að í hýðinu eru efni, flavoníðar, sem
auka upptöku e-vítamíns í líkam-
anum sem er mjög gott að fá.
„þú færð meira
fyrir peninginn!“
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19, 201 KÓPAVOGI | S. 585 4000 NÁNAR Á UU.IS
Þú greiðir ákveðna upphæð en færð hærra andvirði í ferð!
Tilboðinu lýkur 24. desember
* Aðeins er hægt að nota gjafabréfið í bókun í leiguflug með Ferðskrifstofu
Íslands. Hámarks verðhækkun á gjafabréfi er 15.000 kr.
Reiðhjólahjálmar
fyrir íslenskt veðurfar
................
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Gleðileg jól