Fréttatíminn - 20.12.2013, Page 112
Þ að þarf ekki að kynna Stefán Mána fyrir íslenskum lesend-um. Enda meistari íslensku
undirheimanna – hvað bókmenntirnar
áhrærir í það minnsta. Grimmd er hans
nýjasta bók og þar sækir hann ekki vatn-
ið yfir lækinn. Nóg af glæpamönnum,
aðeins af löggum og fjölskyldudrama af
bestu sort.
Sagan verpist í kringum smákrimm-
ann Smára Clover sem reynir, einn síns
liðs, að eiga stór lokaviðskipti við aðal
glæpakíkurnar á Íslandi. Það fer að sjálf-
sögðu allt úr böndunum hjá okkar manni
sem reynir eftir bestu getu að krafsa
sig úr vandræðunum. Önnur saga flétt-
ast svo inn í ævintýri smáglæpamanns-
ins, heilmikið fjölskyldudrama þar sem
meðal annars ungbarni er rænt. Betra
að fara ekki nánar út í það plott hér til að
skemma nú ekki neitt.
Sagan flakkar líka aðeins um í tíma.
En eins og gerist oft með svoleiðis er
gamla sagan áhugaverðust. Stefáni tekst,
með þessu tímaflakki og af stakri list,
að manngera forhertan glæponinn. Mig
langaði að fá að vita meira. Sérstaklega
hvernig hann gerði æskuna upp. Ég
ímynda mér í það minnsta að ekki allir
hafi komið heilir út úr því blóðuga upp-
gjöri. En hvað um það. Ekkert var um
það í þessari bók. Við eigum það
kannski inni.
Góðkunningjar úr sögum
Stefáns eru nokkrir
mættir til leiks með
rannsóknarlögg-
una Hörð Geirs-
son fremstan í
flokki. Hann spilar
reyndar ekki nema
aukahlutverk hér enda
þreyttur og pirraður nýbak-
aður faðir með heiminn á herð-
unum.
Stefán segir söguna skáld-
verk byggða á raunverulegum
atburðum. Ætli flestir sem lesa
séu ekki fegnir því að einhverjir
aðrir stóðu í stappinu sem
þar er lýst. Þannig er það að
minnsta kosti með undirrit-
aðan sem las bókina í hlýrri
borgaralegri íbúð í Hlíð-
unum. Þessi óraunveruleiki,
sem sjálfsagt er þó raunveru-
leiki hjá mörgum, er enda
það sem gerir bækur Stefáns
Mána að því sem þær eru. Og
gerir um leið borgurum eins og
mér með sínar skyldur og skatta kleift
að kúpla sig út án þess að brjóta landslög
eða horfa á ameríska hasarmynd.
Aðall bóka Stefáns hefur jafnan verið
hvernig hann setur bækurnar upp eins
og kvikmynd. Næstum eins og leikstjóri.
En með þessari bók sem er feikilöng, rétt
um 450 blaðsíður, missir okkar maður
sig aðeins. Þetta er svona „directors cut“
bók. Það hefði verið hægt að stytta tals-
vert án þess að missa niður taktinn.
Persónulýsingarnar eru til dæmis full
langar og eru líka orðnar dálítið keim-
líkar þeim sem hafa lesið eina eða tvær
bækur eftir Stefán. Þær eru til dæmis
orðnar nokkrar persónurnar sem varla
fara úr þumlungsþykkum leðurfrökkum,
klæðast gæruvestum eða Adidas íþrótta-
göllum. Þung brjóst vilja líka gjarna
hanga utan á kvenpeningnum.
Það er þó mjög skemmtilegt hvernig
höfundi tekst að setja senuna með tónlist.
Já, tónlist í bókum er greinilega eitthvað
sem er til. Alla vega er ég með eitt lagið
límt á heilabörkinn. Búm, búm mega,
mega... Takk Stefán Máni. Held barasta
að Jakob Frímann og þeir þarna hjá STEF
geti mögulega sent honum bakreikning.
Þrátt fyrir lengdina og keimlíkar pers-
ónur er bókin og sagan sem hún segir að
vanda fín lesning. Því eftir aðeins brös-
óttan kafla rétt fyrir miðja bók hélt hún
mér pikkföstum í sófanum.
Haraldur Jónasson
112 bækur Helgin 20.-22. desember 2013
Bókadómur: Leiðin tiL sigurs
Ólæsinginn sem kunni
að reikna, eftir Jonas
Jonasson, trónir á toppi
Bóksölulistans yfir þýdd
skáldverk. Innbundin er hún
á toppnum en í kilju
í því þriðja.
ÁBerandi óLæsingi
ritdómur grimmd
Halldór Svavarsson er elsti unglingabókahöfundurinn sem tekur þátt í bóka-
flóðinu í ár. Hann er á áttræðisaldri en sendi nýverið frá sér unglingaspennu-
söguna Lífsháski.
Lífsháski segir af þremur systkinum sem fara í dálitla sjóferð sér til skemmt-
unar og sögusviðið er norðurströnd Íslands í svartasta skammdeginu.
Bilaður viti, hafrannsóknarskip sem fær á sig brotsjó, hafís, hættuleg sker og
endalaus vetrarnóttin gera ferðina að háskalegu ævintýri.
Bókin er sögð vera fyrir hugrakka unglinga, skrifuð af höfundi sem þekkir af
eigin reynslu hversu óvægin og viðsjárverð Norðurhöf geta verið. Halldór er alinn upp í sjávarþorpi
þar sem brimsorfnir sjávarhamrar voru leikvöllurinn. Þráður sögunnar er spunninn úr hans eigin
reynslu af sjómennsku og mannraunum.
Halldór er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum á eftirstríðsárunum. Rétt eins og aðrir ungir
menn fór hann til sjós og stofnaði fjölskyldu. Nótt eina þurfti hann að flýja ógnarkraft náttúru-
aflanna þegar eldur gaus úr iðrum jarðar, fjölskyldan missti heimili sitt og varð að byrja upp á nýtt á
nýjum stað. Hann hefur búið í Hafnarfirði um áratugaskeið, en tengslin við æskuhagana hafa aldrei
rofnað. Hann hefur alla tíð skrifað og sagt sögur en aldrei fyrr gefið út skáldsögu.
Á áttræðisaldri með unglingabók
María Krista Hreiðarsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermanns-
dóttir eru tilnefndar til Gourmand-verðlaunanna. María Krista er
tilnefnd fyrir bókina Brauð og eftirréttir Kristu og Eva Laufey sem
besti matarbloggarinn 2013.
Í bók sinni tínir Krista til auðvelda, fljótlega eftirrétti; kökur,
konfekt og brauðrétti fyrir öll tækifæri og þykir sýna og sanna að
sætindi og eftirréttir geta verið ljúffengir og spennandi þótt í þá
vanti allan sykur, ger og hveiti. Eva Laufey hefur haldið úti afar
vinsælu matarbloggi www.evalaufeykjaran.com frá síðari hluta
ársins 2010. Nýverið kom út bók hennar Matargleði Evu með rúmlega 80 gómsætum
uppskriftum.
Gourmand verðlaunin eru meðal þeirra virtustu í heiminum á sviði matar- og vín-
bóka. Bækur frá yfir 150 löndum eru jafnan sendar í keppnina þannig að samkeppnin
sem mætir íslensku matgæðingunum er hörð. Keppnin fer þannig fram að bækur eru
tilnefndar til hinna ýmsu flokka en jafnframt er valinn sigurvegari hvers lands fyrir sig
sem keppir um aðalverðlaunin. Verðlaunin verða afhent í Peking í maí á næsta ári.
Tilnefndar til Gourmand
Ég hef alltaf furðað mig á því
hversu mikill fjöldi sjálfshjálpar-
bóka er gefinn út um víða veröld
og aðallega fundið í þessari dellu
tilefni til þess að gera grín að
öllum þeim vitleysingum sem
ríghalda í einhverjar skruddur
eftir misklára spekinga til þess að
reyna að koma skikki á sjálfa sig
og líf sitt.
Þar sem ég hef, með reglulegu
millibili, af einurð og festu klúðrað
lífi mínu ítrekað með dyggri að-
stoð áfengis hefur fólk stundum
freistast til þess að gauka að mér
einhverjum svona bókum. Allar
hafa þær endað ólesnar í Góða
hirðinum.
Eftir að hafa lesið Leiðina til
sigurs, eftir Gulla stjörnu,
í hálfgerðu bríaríi neyðist
ég nú til þess að draga
aðeins úr fordómum
mínum gagnvart sjálfs-
hjálparbókum. Gulli kom
mér skemmtilega á óvart
og ég fæ ekki betur séð
en skýrar og kjarngóðar
leiðbeiningar hans um
hvernig maður geti byggt
sig upp, andlega og líkam-
lega, séu líklegar til þess
að skila árangri.
Gulli gefur mikið af sér
í bókinni og er persónu-
legur, eins og hans er von
og vísa, þegar hann segir frá eigin
ósigrum og sigrum í lífinu.
Vegurinn til vítis er varðaður
góðum ásetningi og þá fyrst og
fremst þegar heill hugur fylgir
ekki máli. Gulli bendir þannig
réttilega á að það stoðar lítt að
leyfa sér að dreyma og gera sér
vonir ef efinn og óttinn fylgja í kjöl-
farið og skjóta væntingarnar niður
áður en á reynir.
Auðvitað er þetta allt sáraeinfalt
og það er jafn auðvelt að klúðra
málum og ná árangri. Allt veltur
þetta á þeim grunni sem byggt er á
og Gulli gefur skýrar leiðbeining-
ar á mannamáli um hvernig hægt
er að reisa sig upp og ná tökum á
tilverunni með því að huga fyrst að
undirstöðunni.
Þetta kostar vissu-
lega smá tiltekt, enda
mikilvægt að kasta af
sér þungum fortíðarfar-
angri svo hægt sé að
skoppa leikandi létt út
í lífið.
Leiðin til sigurs er
aðgengileg og auðlesin
bók sem ég held svei
mér þá að geti í raun
og veru gagnast í eilífri
glímu manneskjunnar
við sjálfa sig.
-Þórarinn Þórarinsson
Beitt vopn í innri baráttu
grimmd
Stefán Máni
JPV 452 s, 2013
Leiðin til sigurs
Gunnlaugur Guðmundsson
Bókafélagið 208 s, 2013
Krimmi kemst
í hann krappan
Stefáni tekst,
með þessu
tímaflakki og
af stakri list,
að manngera
forhertan
glæponinn.
Mig langaði
að fá að
vita meira.
Sérstaklega
hvernig hann
gerði æsk-
una upp. Ég
ímynda mér í
það minnsta
að ekki allir
hafi komið
heilir út úr
því blóðuga
uppgjöri.
17.600 kr.
16.500 kr. stgr.
Gunnlaugur
Guðmundsson,
Gulli stjarna, er
þekktastur sem
stjörnuspekingur
en í Leiðinni til
sigurs er hann
með báða fætur
á jörðinni og
gefur einföld
og góð ráð sem
ættu að virka.
Mynd/Hari