Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Qupperneq 116

Fréttatíminn - 20.12.2013, Qupperneq 116
 Menning Hádegistónleikar á kjarvalsstöðuM Hamingja, hátíðleiki og hugarró Listasafn Reykjavíkur og Tríó Reykjavíkur hafa verið í sam- starfi um ókeypis hádegistón- leikaröð á Kjarvalsstöðum síðan 2008 við afar góðar undir- tektir. Í dag, föstudaginn 20. desember, kemur Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari fram ásamt Peter Maté píanóleikara og Huldu Björk Garðarsdóttur söngkonu. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Corelli, Bach og Strauss. Á tónleikunum kemur hamingjan fram í hinum glaðlega Mozart, hátíðleikinn hljómar í Corelli og Bach og hin ægifögru lög Strauss kalla fram hugarró, eins og segir í tilkynn- ingu Listasafns Reykjavíkur. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Hulda Björk Garðarsdóttir hefur starfað sem söngkona hér á landi og erlendis frá því hún lauk námi árið 1998 frá The Royal Academy of Music í London. Hún hefur komið fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, sungið aðalhlutverk við Norsku óperuna í Noregi, Malmö óperuna í Svíþjóð og við Íslensku óperuna þar sem hún var fastráðin um tíma. Guðný Guðmundsdóttir og Peter Maté eru meðlimir Tríós Reykjavíkur, en tríóið var stofnað árið 1988. Þau starfa bæði við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík ásamt reglulegu tónleikahaldi hér á landi og erlendis. - jh Hulda Björk Garðarsdóttir söngkona.  Myndlist sara riel sýnir í týsgalleríi Skógrækt er mér mjög hugleikin Sara Riel hefur opnað sýningu á verkum sínum í Týs- galleríi við Týsgötu 2. M yndlistarkonan Sara Riel er af mörgum talin einn áhugaverð-asti listamaður sinnar kynslóðar og sýning hennar í Listasafni Íslands síðastliðið sumar, Momento Mori: Nátt- úrugripasafn, fékk verðskuldaða athygli. Almenningsrýmið er Söru hugleikið en sköpunarverk hennar eiga rætur sínar að rekja til strætislista og getum við notið verka hennar á nokkrum húsveggjum höfuðborgarinnar. Á húsveggjunum og í Listasafni Íslands skipar náttúran stórt hlutverk og það gerir hún einnig í nýrri sýningu sem hefur fengið nafnið Bara- barrtré og var opnuð í Týsgalleríi í gær. Umfjöllunarefnið eru tré og fagurfræði þeirra og er sprottið upp úr áhuga Söru á skógrækt. „Það er hópur á landinu sem er á móti skógrækt, hann er ekki mjög stór en hann er hávær. Þetta er viðkvæmt við- fangsefni og örugglega erfitt að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Skógrækt er mér mjög hugleikin en áhugi minn á málefninu vaknaði í gegnum mann- inn minn sem er skógfræðingur,“ segir Sara. „Á sýningunni er ég að skoða barrtré. Fagurfræði þeirra, form og liti. En mig langar líka að benda á funksjón þeirra, því skógurinn veitir okkur mikla þjónustu sem nær langt út fyrir fagurfræðilegar pælingar. Umræðan snýst bara svo oft um smekk.“ Sara segir umræðuna um skógrækt oft snerta þjóðernislega fleti. „Á Þingvöllum er til dæmis barrskógarreitur, sem var eitt af fyrstu landgræðsluverkefnunum sem voru framkvæmd á Íslandi, og þar hefur skapast umræða um barrið, hvort það sé nógu íslenskt fyrir þjóðgarðinn eða hvort það sé kannski sjónmengun sem skemmir ásýnd Þingvalla. Og spurningar vakna um hvað sé íslenskt og hvort birkið, okkar lágvaxna kjarr, sé íslenskara en barrið. Mín afstaða er sú að mig langar að sjá mun blandaðari skóg, með fjölbreyttu tegun- daúrvali.“ Viðfangsefnið á líka vel við núna um jólin því eins og Sara bendir á þá eru barrtré inni á mörgum heimilum nú um hátíðarnar, þangað sem þau eru tekin inn og upphafin í nokkurn tíma. Týsgallerí við Týsgötu 2 er nýjasta við- bótin við menningarflóru borgarinnar, en það sérhæfir sig í samtímalist eftir listamenn sem starfa á alþjóðlegum vett- vangi. Áhugasamir hafa tækifæri til að sjá þessar vangaveltur Söru Riel í galleríinu til 19. janúar. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ný sýning á verkum myndlistar- konunnar Söru Riel var opnuð í Týs- galleríi í gær. Á sýningunni skoðar Sara barrtré, fagurfræði þeirra, form og liti. Hún fékk áhuga á skógrækt í gegnum manninn sin sem er skóg- fræðingur. TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opið alla daga fram að jólum og eftir samkomulagi AðVENTA TVEIR HRAFNAR LISTHÚS Davíð Örn Halldórsson Hallgrímur Helgason Hulda Hákon Húbert Nói Jóhannesson Jón Óskar Ragnar Þórisson Steinunn Þórarinsdóttir Óli G. Jóhannsson Kristján Davíðsson og fleiri Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl Mary Poppins (Stóra sviðið) Sun 22/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Sun 12/1 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Fös 20/12 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fös 17/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 28/12 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 18/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 29/12 kl. 20:00 Mið 15/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 19/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fös 10/1 kl. 20:00 Gamla bíói Fim 16/1 kl. 20:00 Gamla bíó Flytur í Gamla bíó í janúar vegna mikilla vinsælda Hamlet (Stóra sviðið) Fös 10/1 kl. 20:00 fors Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Lau 11/1 kl. 20:00 frums Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Mið 15/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Þekktasta leikrit heims Refurinn (Litla sviðið) Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Lau 4/1 kl. 20:00 Mið 8/1 kl. 20:00 Sun 22/12 kl. 20:00 Sun 5/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 21/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:30 Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 16:00 aukas Lau 28/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 16:00 aukas Fös 27/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 14:30 aukas Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap 116 menning Helgin 20.-22. desember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.