Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Síða 124

Fréttatíminn - 20.12.2013, Síða 124
NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -2 4 9 3 Kia Sorento LX 4wd Árg. 2010, ekinn 45 þús km., dísil, 164 hö., beinskiptur, eyðsla 7,8 l/100.* Verð: 3.890.000 kr. Kia Sportage EX 4wd Árg. 2012, ekinn 33 þús. km, dísil, 136 hö., beinskiptur, eyðsla 5,7 l/100.* Verð: 4.690.000 kr. Kia cee‘d Sportswagon LX 1,6 Árg. 2012, ekinn 35 þús. km, dísil, 116 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,6 l/100.* Verð: 2.950.000 kr. Kia cee‘d LX 1,6 Árg. 2012, ekinn 45 þús. km, dísil, 116 hö., 6 gíra, beinskiptur eyðsla 4,4 l/100.* Grænn bíll. Verð: 2.550.000 kr. Opið virka daga kl. 10-18 * Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda. 5,5 ár eftir af ábyrgð 5,5 ár eftir af ábyrgð 5,5 ár eftir af ábyrgð Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð Kia Sportage EX 4wd Árg. 2013, ekinn 31 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,9 l/100.* Verð: 5.790.000 kr. Greiðsla á mánuði 39.900 kr. M.v.60% innborgun og 84 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,94%. 6,5 ár eftir af ábyrgð Kia Rio LX 1,4 Árg. 2013, ekinn 24 þús. km, dísil, 90 hö., beinskiptur, eyðsla 4,1 l/100.* Grænn bíll. Verð: 2.450.000 kr. Greiðsla á mánuði 19.900 kr. M.v.53% innborgun og 84 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 12,53%. 6,5 ár eftir af ábyrgð Gott eintak  Í takt við tÍmann Oddur SturluSOn Ætlar að drekka kokteila úr kókoshnetum í janúar Oddur er mikill fagurkeri og snyrtimenni enda hefur hann unnið í mörgum tískuvöru- verslunum í gegnum tíðina. Nú selur hann bindi, slaufur og fleira ásamt félaga sínum í vefversluninni Sons. Ljósmynd/Hari Oddur Sturluson er 24 ára fagurkeri sem er annar stofn- enda vefverslunarinnar Sons sem selur bindi og aðra fylgihluti fyrir karlmenn. Oddur er að klára nám í mann- fræði um áramótin og byrjar í kjölfarið í meistaranámi í stjórnun og stefnumótun. Hann drekkur Konga-kaffi, æfir víkingaþrek og gengur í handgerðum leðurskóm. Staðalbúnaður Ég vil hafa fötin klassísk, einföld og vel gerð. Það er líka lang hentugast, þá þarf ekki að brjóta heilann of mikið um þetta; ef það er klassískt og einfalt þá passar það við allt. Uppáhalds tískuborgin mín er London. Mikið af mínum hugmyndum og innblæstri koma frá London og Napólí. Það er reyndar margt flott í boði á Íslandi, það hefur batnað mikið á síðustu tíu árum. Ég hef ákveðin prinsipp með skó; ég geng bara í hvítum strigaskóm og ef ég geng í leðurskóm vil ég að þeir séu handgerðir. Þá geng ég bara í hvítum eða ljósbláum skyrt- um. Og ég nota aldrei flipann aftan á bindum sem ætlast er til að menn stingi stutta end- anum í gegnum. Það er plebbalegt. Hugbúnaður Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég á Kex, Bunk og Kaffibarinn. Ég tek stundum vaktir á Bunk og kann því að gera „mean“ kokteila en sjálfur er ég hrifnastur af bjór. Þá er gott að fara á Bunk og Kex þar sem er úr einhverju að velja á krana. Á Reykjavík Roasters fæ ég frábært kaffi, sérstaklega eina týpu sem heitir Konga. Ég æfi bæði box og víkingaþrek í Mjölni. Ég hef rosalega litla þolinmæði fyrir því að fylgjast með sjónvarpsþáttum en er að reyna að vinna mig í gegnum Breaking Bad og fylgist enn með Walking Dead. Síðustu þættirnir sem náðu alveg að grípa mig voru 24. Vélbúnaður Ég er loksins genginn til liðs við Apple-klúbbinn því ég fékk mér iPhone um daginn. Það er reyndar aðeins of seint, greinilega, því flestir vinir mínir eru að skipta yfir í Samsung núna. Þessi iPhone er að einhverju leyti mikið böl því með honum er maður alltaf í vinnunni, það er reyndar bæði gott og slæmt. Það sem ég eyði mestum tíma í en ætti ekki að gera er QuizUp. Það er frábær leikur en alger tímaþjófur. Ég held að ég þurfi að eyða honum úr símanum. Aukabúnaður Ég reyni að borða hollan mat og er nokkuð duglegur við að elda. Bloggið hennar Evu Laufeyjar Kjaran hefur reynst mér vel, það er fínt að hafa bara einn góðan stað til að finna upp- skriftir á. Ef ég kaupi mér mat þá fer ég helst á Gló. Ég bý niðri í bæ þannig að ég kemst upp með að vera ekki á bíl. Ég hjóla bara um allt, held mér í góðu formi og sleppi því um leið að menga. Um jólin fer ég til foreldra minna í Danmörku og eftir það fer ég til Sri Lanka í mánuð. Systir mín býr þar og þetta verður hálfgerð útskriftarferð hjá mér. Ég ætla að sóla mig og drekka kokteil úr kókoshnetu en ætli ég verði svo ekki bitinn af hræðilegri risastórri eitraðri könguló. 124 dægurmál Helgin 20.-22. desember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.