Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 126

Fréttatíminn - 20.12.2013, Blaðsíða 126
Grafísku hönnuðirnir Dagný Reykjalín og Guðrún Hilmis- dóttir reka saman auglýsingastofuna Blek á Akureyri. Þær eiga heiðurinn af líflegum myndskreytingum Vísindabókar Villa sem hefur heldur betur slegið í gegn í bókahasarnum fyrir jólin. Dagný segir vinnuna við bókina hafa verið sérstaklega skemmtilega. „Þetta var mjög skemmtilegt og við kláruðum þetta í rauninni bara á tveimur mánuðum. Þetta var svolítið góð törn í að gera mjög skemmtilega bók.“ Samvinnan við Vísinda Villa fór mest fram í gegnum netið þar sem þær unnu mest fyrir norðan og hann fyrir sunnan. Og þótt Villi hafi verið með í ráðum þá „fengum við lausan tauminn og það var bara nánast allt samþykkt sem við gerð- um sem var mjög gaman. Þetta var mjög frjálslegt.“ Dagný segir þær hafa reynt að nálgast viðfangsefnið eftir texta Villa og reynt að finna út frá honum hvernig best væri að koma efninu til skila myndrænt. „Við byrjuðum á að velja okkur grunnliti og gerðum eina opnu til að búa til stemninguna og svo kom restin út frá því.“ Dagný segir vinsældir bókarinnar hafa komið þeim vin- konum skemmtilega á óvart. „Bara eins og Villa í rauninni. Hann er þekkt andlit og við vissum að hann myndi sjá um að kynna bókina og allt það en við lögðum upp með að búa til bók sem okkur langaði í, sem við vildum fletta og eiga uppi í hillu. Við vildum gera eitthvað sem myndi lifa áfram, ekki sérstaklega barnabók heldur eitthvað sem fjölskyldan öll gæti haft gaman af og við líka.“ -þþ Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Gleðileg jól  Dagný og guðrún Teiknuðu vísinDi Villi gaf þeim lausan tauminn Lífseigir blaðamenn Blaðamenn halda fast í númeraröð sína hjá Blaðamannafélagi Íslands en þar hefur í áratugi trónað á toppi Þorbjörn Guðmundsson, fyrrum blaðamaður Morgunblaðsins, sem hóf störf árið 1942. Margir eru þar á lista sem halda fast í númer sín þótt þeir hafi ekki sinnt blaðamennsku árum eða jafnvel áratugum saman. Með lægstu númer eru að vonum þeir sem komnir eru á eftirlaun en næstir á eftir Þorbirni í númeraröðinni eru Atli Steinarsson, Elín Pálmadóttir, Matthías Johannessen og Jónas Kristjánsson. Athygli vekur hins vegar í nýútkomnum félagstíðindum Blaðamannafélagsins, Blaðamanninum, að ýmsir félagar eru sagðir hafa hafið blaðamennsku sína nokkuð snemma, eða 1905, árið eftir að Hannes Hafstein varð ráðherra Íslands. Það á meðal annars við um ritstjórana Matthías og Jónas, Odd Ólafsson sem var á Tímanum á sinni tíð, Sigurdór Sigurdórsson sem var á Þjóðviljanum, DV og Bændablaðinu, glæpasagna- höfundinn Árna Þórarinsson sem var á Mogga, Ellert B. Schram, fyrrum ritstjóra Vísis og DV – og síðast en ekki síst ljósmyndarann góðkunna, Gunnar V. Andrésson, sem hóf feril sinn á Tímanum, var á DV en myndar nú fyrir Fréttablaðið.  Bragi Páll sigurðarson orðljóTa ljóðskálDið Bragi Páll er með höfuð fullt af ógeðs- legum hugs- unum sem hann gefur vængi í ljóðum sínum. Bókarkápan hlýtur að teljast ein sú frum- legasta þetta árið en á henni stendur skáldið á sprellanum með svínshöfuð í stað andlits. Mynd/Hari. B ragi Páll Sigurðsson hefur vakið athygli með óhefluðu orðfæri í kveðskap sínum. Í fyrra gaf hann bók með ljóði þar sem Davíð Oddsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og fleiri þekktir Íslendingar voru leiddir til aftöku á íþróttaleikvangi. Sitt sýndist hverjum. Bragi Páll slær hvergi af í nýjustu ljóða- bók sinni, Hold, þar sem hann rífur subbu- kjaft og stígur fram á kápunni, kviknakinn með það allra heilagasta dinglandi og með svínshaus fyrir andlitinu. En hvað var það sem varð til þess að gleðja eða hrella væntanlega lesendur, eftir því hvernig á það er litið, með því að stripplast á kápumyndinni? „Hugmyndin var nú ekki að laða að les- endur með typpinu en það rataði þangað,“ segir skáldið. „Þegar handritið var að taka á sig endanlega mynd kom þessi hugmynd til mín og ég vann hana áfram með Hall- gerði Hallgrímsdóttur, vinkonu minni og listakonu, en þetta var alls ekki hugsað til þess að gera bókina söluvænni.“ Skáldið segir nektarsýninguna heldur ekki til marks um að hann sé eitthvað sérlega stoltur af limi sínum. „Ég veit það ekki. Kápan varð kannski einhvern veg- inn myndræn framsetning á innihaldinu. Leiðarstefið í bókinni er heiðarleiki og það að strípa sig niður er heiðarleiki. Heiðar- legasta form líkamans er þegar hann er nakinn.“ Mér finnst líka mikilvægt fyrir lista- menn að vera heiðarlegir og eina lista- fólkið sem ég lít upp til er gríðarlega heið- arlegt í sköpun sinni. Og það er nú bara þannig að þegar maður er að skoða sig og skapa eitthvað upp úr því þá verður sú vinna oft dálítið subbuleg og grafísk og þannig endar maður allsber með þetta svínshöfuð.“ Kjafthátturinn í ljóðum Braga Páls er slíkur að jafnvel Didda skáld og Sverrir Stormsker fölna í samanburðinum en hvað á þessi klámfengni munnsöfnuður eigin- lega að þýða? „Það eru svo mörg skáld að skrifa fal- lega og sjá um þá hlið, að upphefja og dýrka tungumálið. Ég passa mig í raun- inni á að skrifa eins og ég hugsa og ég tala. Þá kemur þetta svona út. Ég er ekk- ert að hugsa um þetta sem hin skáldin eru að skrifa um, tunglið, vindinn, ástina og hjartað í sér og eitthvað svoleiðis „fokk- ing“ kjaftæði. Ég hugsa bara ekki þannig.“ Bragi Páll er harður femínisti og tel- ur kveðskap sinn bera þess merki. „Ég hugsa nákvæmlega svona og ef þú skoðar til dæmis ógeðslegustu ljóðin í þessari bók þá eru þau rammfemínísk.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Bullaði ævintýri sem endaði í bók Ljóðskáldið Bragi Páll Sigurðarson vakti athygli og nokkra úlfúð í fyrra með ljóði þar sem hann leiddi þjóð- kunna Íslendinga til aftöku. Hann mun sjálfsagt ekki vekja minni athygli með nýju ljóðabókinni sinni, Hold, en á kápu bókarinnar samein- ar hann innihald og umbúðir með því að stíga fram allsnakinn með svínshöfuð. Þótt hann sé bærilega sáttur við millifótakonfekt sitt var þetta þó hvorki hugsað til að flagga því sérstaklega eða beinlínis að laða að kaupendur. Heiðar- legasta form líkamans er þegar hann er nakinn. Dagný og Guðrún skemmtu sér vel við að myndskreyta hina feikivin- sælu Vísindabók Villa og bjóða nánast upp á listaverk á hverri opnu. Veisla í leikhúsunum Leikhúsáhugafólk fær nóg fyrir sinn snúð á næstu vikum í stóru leikhúsunum tveimur. Á annan í jólum frumsýnir Þjóðleik- húsið Þingkonurnar í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Jólasýning Borgarleik- hússins verður hins vegar ekki frumsýnd fyrr en 11. janúar, á afmælisdegi Leik- félags Reykjavíkur. Er þar um að ræða Hamlet í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar. Með hlutverk danska prinsins fer Ólafur Darri Ólafsson en aðdáendur hans geta fram að þessari frumsýningu barið hann augum í Hollywoodmyndinni The Secret Life of Walter Mitty ásamt Ben Stiller. Af öðrum aðalleikurum í Hamlet má geta Hildar Berglindar sem leikur Ófelíu, Hilmar Jónsson er Kládíus og Elva Ósk Ólafsdóttir leikur Geirþrúði. Jón Sæmundur sýnir í Farmers Market Myndlistarmaðurinn Jón Sæmundur Auðarson sýnir vatnslitamyndir af haus- kúpum á vegg í verslun Farmers Market að Hólmaslóð 2 nú í desember. Hauskúpan hefur fylgt Jóni í listsköpun hans undanfarinn áratug eða frá því hann byrjaði að vinna að Dead konsepti sínu. Á undanförnum tveimur árum hefur hann verið á hljómleikaferðalögum um heiminn með hljómsveit sinni Dead Skeletons og þar hefur hauskúpan einnig verið með í för, þar sem hann hefur unnið og sýnt blekteikningar af hauskúpum á tónleikum sveitarinnar við góðar undirtektir. Mynd- irnar á þessari sýningu eru beinu fram- haldi af þeirri vinnu. Titill sýningarinnar er nýyrði sem Jón hefur uppfundið yfir þessa vinnu sína með höfuðkúpuna; kúpismi. Jón Sæmundur vinnur nú að einkasýningu í Gallerí Bakarí sem opnuð verður á næsta ári. Sýningin í verslun Farmers Market er sölusýning og er opin á verslunartíma. M yn d/ SB S 126 dægurmál Helgin 20.-22. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.