Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Side 4

Fréttatíminn - 19.04.2013, Side 4
Fjórir Íslendingar róa yfir Atlantshafið Tölum yfir dauðsföll íslenskra barna vegna illrar meðferðar er ekki haldið saman og hafa þær aldrei verið birtar. Ljósmynd/Hari  Barnavernd dauðföll íslenskra Barna Sex börn dáin vegna illrar meðferðar Staðfest er að sex íslensk börn undir tíu ára aldri hafa látist á liðnum áratug vegna ofbeldis og illrar meðferðar. Erlendar rannsóknir sýna að yfirleitt eru það líffræðilegir foreldrar sem verða börnunum að bana. Vímuefnaneysla og alvarlegar geðtruflanir koma þar oft við sögu. a ð jafnaði deyr barn annað hvert ár á Íslandi vegna ofbeldis og illrar meðferðar. Þetta staðfest- ir forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson. Hann segir þessum tölum ekki haldið saman með kerfis- bundnum hætti og þær hafi aldrei verið birtar. Á síðustu tíu árum hafa sex börn undir tíu ára aldri látist vegna ofbeldis. Þetta er sá fjöldi barna þar sem óyggj- andi er að ill meðferð er orsök dauða. Í fleiri málum hefur leikið grunur á ofbeldi en það ekki sannað. Bragi vill ekki fjalla nánar um hvert dauðsfall og finnst það ekki við hæfi þar sem það myndi ýfa upp sár hjá fjöl- skyldumeðlimum sem eiga um sárt að binda. Samkvæmt skýrslu rannsóknar- miðstöðvar Unicef um dauðsföll barna vegna illrar meðferðar í efnameiri ríkjum eru það yfirleitt líffræðilegir feður eða líffræðilegar mæður sem verða börnunum að bana. Algengt er að fátækt, streita og vímuefnaneysla komið við sögu. Þá vitnar Unicef um tug rannsókna sem sýna að í miklum meirihluta er um að ræða foreldra með alvarlegar geðtruflanir. Samkvæmt sænskri rannsókn sem vísað er í frem- ur um helmingur foreldranna sjálfsvíg eftir að barnið er látið. Í skýrslunni kemur fram að hlutfallið er mjög lágt á Íslandi en þegar hún kom út hafði eitt barn dáið á voveifleg- an hátt á fimm ára tímabili. Samkvæmt Unicef er algengast að börn undir eins árs aldri deyi vegna illrar meðferðar eða þrisvar sinnum algengara en börn frá eins til fjögurra ára. Þessi síðarnefndi hópur er síðan í helmingi meiri hættu en börn á aldrinum fimm til fjórtán ára. Alyngstu börnin deyja yfir- leitt vegna „shaken-baby-syndrome“. Bragi segist lengi hafa barist fyrir því að komið verði á laggirnar sérstöku við- bragðsteymi vegna voveiflegra dauðs- falla barna og unglinga sem hefði það hlutverk að rannsaka dauðsföllin með til- liti til vanrækslu og ofbeldis. Hann segir slík teymi starfa víða erlendis, til að mynda í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í framkvæmdaáætlun í barnavernd sem samþykkt var á Alþingi í mars- mánuði kemur fram að eitt þeirra til- raunaverkefna sem eigi að vinna að sé einmitt stofnun slíks teymis. Bragi segir þó ekki í hendi að það verði gert þar sem það kallar á mikla samvinnu ólíkra aðila, heilbrigðisyfirvalda, lögreglu, saksókn- ara og barnaverndaryfirvalda. Þá sé stærsti óvissuþátturinn hvort viðkom- andi stofnanir hafi heimild til að deila upplýsingum á meðan mál eru í rann- sókn. „Mikilvægustu ástæðurnar fyrir því að koma svona teymi á laggirnar er að rannsaka kerfisbundið ástæður og að- draganda dauðsfalla til að minnka líkur á þeim og læra að bregðast við þeim,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Bragi Guðbrandsson, for- stjóri Barnaverndarstofu, vill koma á laggirnar sérstöku viðbragðsteymi vegna voveiflegra dauðsfalla barna á Íslandi. Ljósmynd/Hari Í fleiri málum hefur leikið grunur á ofbeldi en það ekki sannað. Fiskafli í mars 207 þúsund tonn Fiskafli nam alls 207.026 tonnum í mars 2013 samanborið við 193.340 tonn í mars 2012, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Heildarafli íslenskra skipa í mánuðinum, metinn á föstu verði, var hins vegar 6,1% minni en í mars 2012. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 9,6% miðað við sama tímabil 2012, sé hann metinn á föstu verði. Botnfiskafli dróst saman um 988 tonn frá mars 2012 og nam rúmum 45.100 tonnum. Þar af var þorskaflinn rúm 25.800 tonn, sem er aukning um tæp 2.300 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam tæpum 5.000 tonnum sem er rúmum 1.500 tonnum minni afli en í mars 2012. Karfaaflinn dróst saman um rúm 1.800 tonn samanborið við mars 2012 og nam tæpum 6.100 tonnum. Tæp 3.700 tonn veiddust af ufsa sem er 142 tonna aukning frá mars 2012. Afli uppsjávartegunda nam rúmum 158.300 tonnum, sem er um 15.600 tonnum meiri afli en í mars 2012. Aukningu í uppsjávarafla má rekja til rúmlega 15.900 tonna aukningu í loðnuafla. -jh Yndisstundir fyrir konur Endurnærandi yndisstundir fyrir konur á öllum aldri þar sem leidd hugleiðsla eða djúpslökun við lifandi tónlist skapa einstaka upplifun hefj- ast næstkomandi mánudag, 22. apríl, að því er fram kemur í kynningu Hannesarholts. „Yndisstundirnar eru opnar öllum konum og standa frá kl. 16.45-17.30 en húsið opnar kl. 16.30. Gengið er inn frá Skálholtsstíg. Alls er um fjögur skipti að ræða, 22. og 29. apríl og 6. og 13. maí. Það eru þær Anna Ingólfsdóttir jógakennari, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Stefanía Ólafsdóttir hugleiðslu- leiðbeinandi sem halda utan um yndisstundirnar. Ýmist verður boðið upp á djúpslökun (22. apríl og 6. maí) eða hugleiðslu (29. apríl og 13. maí). Í djúpslökun verða konur að mæta með teppi og kodda.  Úthafsróður í fótspor feðranna Á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí næstkomandi, munu fjórir Íslendingar, Einar Örn Sigurdórsson, Eyþór Eðvarðs- son, Kjartan Jakob Hauksson og Svanur Wilcox, leggja upp í róður á sérstökum úthafsróðrarbáti frá Noregi til Íslands. Ýtt verður úr vör frá Kristiansand og farið í fyrsta áfanga til Orkneyja og þaðan áleiðis til Færeyja. Áfangastaðurinn er Ísland. Áætlað er að ferðin taki allt að tvo til þrjá mánuði. Leiðin sem áætlað er að róa er um 1600 kílómetrar og yfir hálft Norður-Atlantshafið. Róið verður á tveggja tíma vöktum allan sólarhringinn og tveir í einu. Verkefnið er mikið íþróttaafrek, að því er fram kemur í til- kynningu um róðurinn – og má nefna sem dæmi að brennslan á hverjum sólarhring er sambærileg við 6 hálfmaraþon. Ef fjórmenningunum tekst ætlunarverk sitt kemst þetta afrek í heimsmetabók Guinness, segir enn fremur. Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari róðrarmannanna. Sjósetning bátsins fór fram 6. apríl síðastliðinn þar sem báturinn fékk nafnið Auður eftir landnámskonunni Auði djúpúðgu. Líkt og Auður sigla Íslend- ingarnir til Orkneyja og þaðan til Færeyja á leið sinni til Íslands. Íslendingarnir fjórir sem róa frá Noregi til Íslands, Einar Örn Sigur- dórsson, Eyþór Eðvarðsson, Kjartan Jakob Hauksson og Svanur Wilcox. veður föstudagur laugardagur sunnudagur HvAssviðri og rigning þEgAr Frá lÍður. slyddA á FjAllvEgum. HöFuðborgArsvæðið: FER Að RigNA uM HÁDEGI. AllHvAsst og slydduél suðvEstAn og vEstAntil. él og HálkA til FjAllA. HöFuðborgArsvæðið: SV-ÁTT OG SLYDDuéL. snýst Í HægA n-átt, roFAr vÍðAst til og kólnAr HöFuðborgArsvæðið: BiRTiR upp mEð HiTA um FRoSTmARK. rigning, en kólnar síðan aftur Fyrsta lægðin lengi er nú væntanleg úr suðvestri. Skil hennar með hvassri SA-átt og ringingu eða slyddu fara yfir seinna í dag og snemma í nótt. Það nær að hlána um stund um land allt, á fjallvegum verður krapableyta og fyrst snjókoma. Á laugard. tekur við allhvöss SV-átt og kólnar á ný. Slydduél suðvestan- og vestanlands, en él á fjallvegum og varasöm aksturskilyrði. N- og A-lands birtir upp. Á sunnud. verður komin hæg N-átt en að mestu úrk.laust. 4 3 1 0 4 2 3 2 4 3 1 -1 -2 0 3 Einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 19.-21. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.