Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 64
 Í takt við tÍmann anna kristÍn Pálsdóttir Borðar sushi þrisvar í viku Anna Kristín Pálsdóttir er 25 ára Breiðholtsmær sem býr nú í Vesturbænum. Hún lauk prófi í verkfræði fyrir þremur árum og hefur síðan starfað sem fréttamaður á RÚV. Undanfarið hefur hún vakið athygli fyrir skelegga frammistöðu í kosningasjónvarpinu. Anna Kristín elskar loðfeldi og hefur þrisvar sinnum hlaupið maraþon. Staðalbúnaður Ég hef rosalega gaman af fötum og finnst bæði gaman að kaupa föt og skoða þau. Uppáhaldsbúðin mín á Íslandi er Zara. Í út- löndum reyni ég að birgja mig upp af fötum og þá finnst mér gaman að fara í Urban Outfitters og American Apparel. Helming- urinn af fötunum mínum er svartur en ég reyni að poppa þetta upp með litum líka til að lífga aðeins upp á heildarlúkkið. Ég nota aldrei skart en ég hef lengi verið hrifin af loðfeldum og finnst gaman að klæða mig í pelsa. Ég er 1.76 á hæð en elska samt að vera á hælaskóm, helst mjög háum, en það eru ekki allir hrifnir af því. Hugbúnaður Ég kíki út á lífið eins og venjulegar 25 ára dömur gera. Kaffibarinn verður oft fyrir valinu en annars fer það oftast eftir því hvar vinir mínir eru. Ég er mjög dugleg að hlaupa og hef hlaupið þrjú maraþon, á Íslandi og í Danmörku. Nú er ég að reyna að koma mér í fínt form svo ég geti alla vega hlaupið hálfmaraþon í sumar. Ég held ekki athygli mikið lengur en hálftíma þegar ég horfi á sjónvarp svo það hentar mér ágætlega að horfa bara á stutta þætti. Undanfarið hef ég verið að horfa á 30 Rock og Modern Family til skiptis á flakkaranum. Svo horfi ég alltaf á Borgen og Útsvarið, það eru eini þættirnir sem ég fylgist með á dagskrá sjónvarps- stöðvanna fyrir utan fréttir og fréttatengda þætti. Vélbúnaður Ég fer ekki neitt án þess að taka iPhone-inn með mér. Þar er allt skipulagið mitt og hann er ómissandi tæki. Ég nota þrjú öpp mest. Facebook eins og allir, ég kíki reglulega þangað. Ég er nýbúin að uppgötva Snapchat sem er mjög skemmtilegt. Og svo Fitnes- spal þar sem ég skrái allar æfingarnar mínar. Við erum nokkrar vinkon- ur sem gerum það og getum fylgst með hvernig hinum gengur. Ég er ennþá með gömlu góðu Dell- tölvuna mína úr verkfræðinni. Ég verð að vera með PC því þar kann ég á Excel sem ég nota ógeðs- lega mikið. Aukabúnaður Það er vandræðalegt að segja frá því en ég nota aldrei glæsilega eldhúsið mitt. Oftast nær kippi ég bara einhverju með mér heim eða fer til yndislegrar móður minnar eða tengdaforeldra sem eru mjög dugleg að elda fyrir mig og ég er þakklát fyrir. Þegar mann langar ekki í kjötbollunar í mötuneytinu í RÚV er gott að koma við í Glæsibæ. Allt sem ég þarf er þar; Saffran og Tokyo sushi. Ég borða sushi örugglega þrisvar í viku. Í fyrra- sumar fór ég í sex vikna lestarferð um alla Evrópu og heimsótti fullt af nýjum stöðum. Það er ekki komin nógu góð mynd á sum- arið í ár en stefnan er að slaka á í sól. Ég keyri enn sama bílinn og ég keypti mér dag- inn sem ég varð 17 ára. Það er 2003 módel af Yaris. Blá þruma sem ég safnaði mér fyrir með því að vinna í Hagkaup með skólanum. Hann hefur nýst mér vel. Anna Kristín Pálsdóttir er mikil hlaupakona og nýtur þess að hlaupa á Ægisíðunni og í Elliðaár- dalnum. Ljósmynd/Hari  aPPafengur Little Writer Tæknin getur opnað undraver- öld fyrir foreldra ungra barna. Nú er nefnilega hægt að kenna börnunum að skrifa bókstafi og tölustafi þegar þau halda að þau séu bara að leika sér í símanum hennar mömmu. Appið Little Writer leiðir börnin í gegn um hvernig skrifa skal bókstafi og tölustafi með hjálp ýmissa dýra sem eru sólgin í epli og ananas. Little Writer hefur það fram yfir mörg erlend öpp að hægt er að lesa inn allt sem appið „segir“ á sínu eigin tungumáli. Með smá tilfæringum heyra íslensk börn því að þau hafi skrifað „bókstafinn bé“ og er hrósað á viðeigandi hátt: „Flott hjá þér!“ Lengra komnir geta síðan lært ei- lítið í ensku. Þá eru börnin áfram leidd í gegn um stafina sem mynda orðið og þegar búið er að skrifa þá alla birtist viðeigandi mynd, fiskur með orðinu „fish.“ Little Writer fær hæstu einkunn frá heimili þriggja ára stúlkubarns í Vesturbæ Reykjavíkur. -eh Háskólinn á Bifröst býður upp á MS og MIB nám í alþjóðaviðskiptum til að sjá fyrirtækjum fyrir vel menntuðum stjórnendum og starfsmönnum með afbragðs þekkingu á fjármálum, stjórnun og markaðsmálum. Alþjóðleg viðskipti verða sífellt meira krefjandi Alþjóðaviðskipti (MS og MIB) J ó n s s o n & L e ’m a c k s • J L .i s • s Ía Nánari upplýsingar á althjodavidskipti.bifrost.is Umsóknarfrestur er til 15. maí 64 dægurmál Helgin 19.-21. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.