Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 34
Breytir sér í nöfnu yngsta barnabarnsins Glerlistakonan Ólöf Davíðsdóttir býr í Brákarey í Borgar- nesi þar sem hún tínir svartbaksegg á vorin og unir hag sínum vel. Hún er einnig með annan fótinn á Ísafirði þar sem hún ætlar að opna heimsins minnsta óperu- hús og láta þannig gamlan draum rætast. Ólöf er hvik og hugmyndarík og bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðarmenn hennar sem sést ef til vill best á því að nú ætlar hún að breyta nafni sínu í Þjóðskrá svo hún verði nafna yngsta barnabarnsins og mun bráðum heita Björt Ólöf. Ó löf Davíðsdóttir býr í stóru húsi í Brák- arey þar sem hún sinnir glerlist sinni og öðrum áhugamálum sem óhætt er að segja að séu ótal mörg. Hún er á stöðugu flakki og Ísafjörður er fastur viðkomustaður en hún festi nýlega kaup á húsi í Vatns- firði í Ísafjarðardjúpi þar sem hún ætlar, með vinkonu sinni, að opna minnsta óperuhús í heimi. „Það eru svona 30 ár síðan ég leit þetta hús fyrst augum og sagði þá strax að þetta hús yrði ég að eign- ast og við keyptum það svo í fyrra, ég og Bryndís Frið- geirs, vinkona mín,“ segir Ólöf. Bryndís býr á Ísafirði þar sem Ólöf er tíður gestur enda á hún þar dóttur og þrjú barnabörn. „Allir héldu að ég vildi gera húsið að sumarbústað en ég hef engan áhuga á því,“ segir Ólöf sem efast ekki í augnablik um hver hinn eini sanni tilgangur húss- ins góða er. „Þarna er pínulítið svið, alveg ofboðslega fallegt og náttúran í kring er líka alveg yndisleg og ég hef ekki áhuga á neinu öðru en að gera þarna minnsta óperuhús í heimi. Sviðið rúmar svona eins og einn óperusöngvara eða tvo leikara.“ Syngur ekki sjálf Ólöf ætlar sér þó ekki að standa sjálf á litla sviðinu og syngja og segist ekki einu sinni vera nein sérstök áhugamanneskja um óperur þótt þessi köllun hennar hvað húsið varðar sé jafn sterk og raun ber vitni. „Ég er alveg vita laglaus. Það er nú svolítið skemmti- legt að ég get ekkert sungið en ég bý til örhljóðljóð sem eru bara svona eins og ein setning eða nokkur orð. Þetta hefur bara ekkert með það að gera þetta snýst bara um það hvað mér finnst að þetta hús eigi að vera. Kemur því ekkert við hvort ég syngi sjálf eða ekki. Ég sé þetta bara fyrir mér sem lítið leikhús einhvers staðar í miðju einskismannslandi þar sem fólk getur komið og sett upp einþáttunga, verið með upplestra eða lítil leikrit. Þetta var nú líka einu sinni ungmennafélagsheimili eða hvað þetta heitir þannig að það má vel halda ungmennafélagsmót þarna líka. Vatnsfjörðurinn er bara svo ofboðslega fallegur að mér finnst alveg upplagt að vera með svona lítið menningar- setur þar.“ Þeir sem vilja láta ljós sitt skína í litla óperuhúsinu þurfa þó aðeins að bíða þar sem framkvæmdir eru enn í fullum gangi. „Á þessu ári sem við höfum átt húsið er búið að setja á það nýtt bárujárnsþak og búið að gera við steypuskemmdir. Þarna eru hins vegar engin salerni og það verður bætt úr því í sumar og svo þarf að skipta um glugga og laga alls konar meira en ég sé nú ekki fram á að gluggarnir komi í sumar. Þetta er svo dýrt. En þegar allt verður klappað og klárt er í raun hverjum sem er velkomið að fá að halda sýningar þarna í framtíðinni,“ segir Ólöf um húsið sem þær vin- konur kalla einfaldlega Minnsta óperuhús í heimi. Notar það sem aðrir henda Ólöf er nýkomin heim frá Kúbu þar sem hún hlóð batteríin og er til stórræðanna líkleg í sumar. „Þetta var alveg yndislegur tími en nú er ég komin aftur út í eyjuna mína og nýt þess að vera þar,“ segir Ólöf sem er sátt við guð og menn. „Það er svo gott að geta hallað sér aftur í lazyboy-stólnum með smá sérrí-tár og hugsa um lífið og ylja sér við að maður getur verið sáttur við allt sem maður hefur gert. Það er ósköp notalegt þegar maður er að komast á svona virðulegan aldur eins og ég.“ Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi en eyjan tengist landinu með brúnni yfir Brákarsund. „Það þarf að fara yfir þessa litlu brú til þess að kom- ast út í eyjuna til mín. Ég bý hérna í 800 fermetra húsi. Þriggja herberga 500 fermetra íbúð fyrir ofan 300 fermetra geymslu. Hérna er ég með glerlista- verkstæðið mitt og kenni alls konar fólki þá list, ekki síst fötluðum sem koma til mín sér til ánægju og yndisauka. Ég vinn bara úr því sem aðrir henda og kaupi yfirleitt aldrei efnivið. Ég kaupi aftur á móti mikið af verkfærum en ég hef svo gaman af alls konar verkfærum. Ég hlakkaði því eðlilega ofboðslega til að Bauhaus opnaði hérna á Íslandi en svo fór ég þangað og varð alveg ringluð. Maður þarf eiginlega að vera á svona litlum rafbíl þarna inni ef maður á að geta notið sín. Þetta er svo ofboðslegt flæmi.“ Krókur á móti bragði Ólöf er sjaldan kyrr úti í Brákarey lengi í einu og er alltaf á faraldsfæti. „Ég er mikið á ferðinni. Ég á dóttur og þrjú barnabörn á Ísafirði, son á Flateyri og tvö börn í Reykjavík. Og barnabörnin eru orðin tíu.“ Ólöf hefur því í mörg horn að líta og hikar ekki við að grípa til sérkennilegra ráða þegar börnin hennar fara út af sporinu. „Börnin mín eru ósköp góð og vel heppnuð en mér hefur ekki tekist að hafa mikla stjórn á þeim,“ segir Ólöf og hlær og segir síðan frá ansi hreint mögnuðum hælkrók sem hún ætlar að taka á dóttur sína. „Tíunda og yngsta barnabarnið fæddist núna í desember og var skírt um áramótin. Við ömmurnar, ég og tengdamanna hennar reiknuðum nú frekar með því að fá loksins nöfnu og að stúlka yrði annað hvort skírð Ólöf eða Margrét. En svo var barnið skírt Björt! En veistu hvað ég ætla að gera? Ég ætla að láta breyta nafninu mínu og kem í framtíðinni til með að heita Björt Ólöf Sigríður. Finnst þér þetta ekki flott hjá mér? Þarna slæ ég henni alveg við, dóttur minni, og ég ætla að kýla á þetta,“ segir Ólöf sem mun bráðum heita Björt, eins og dótturdóttirin. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Ég ætla að láta breyta nafninu mínu og kem í framtíðinni til með að heita Björt Ólöf Sigríður. 34 viðtal Helgin 19.-21. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.